Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Veraldleg útför – framkvæmd

Siðmennt hóf þann 29. maí 2008 formlega athafnaþjónustu félagsins með sex athafnarstjórum. Félagið býður einnig uppá leiðbeiningar og stuðning við fólk sem vill halda veraldlega (borgaralega) útför á eigin vegum.

Hér að neðan eru rituð nokkur mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga við undirbúning og framkvæmd veraldlegra/húmanískra útfara.

Vilji þinn er mikilvægur
Hér á síðunni er að finna Útfararskrá, sem við hvetjum fólk til að nota til að skrá óskir sínar um hvernig það vill láta haga útför sinni.

Minningin
Við andlát einstaklings ríkir ekki einungis sorg. Húmanistar vilja minnast þess jákvæða sem hinn látni átti í fari sínu og naut með okkur. Við getum glaðst yfir:

 • skemmtilegu minningunum með þeim
 • tímanum sem við áttum saman
 • góðu hlutunum sem þeir sögðu eða gerðu
 • yfir börnunum eða barnabörnunum sem þau eignuðust
 • hamingjusömu stundunum sem þau áttu saman
 • það sem við lærðum af þeim
 • það sem þau gerðu fyrir okkur
 • að þau séu nú hluti af jörðinni

Þegar okkar nánustu deyja, fagna húmanistar lífshlaupi þeirra.
Veraldleg eða húmanísk útför er samkoma til að kveðja látinn einstakling. Hann lifir áfram í verkum sínum og afkomendum og fólk lætur í ljós þakklæti sitt, virðingu og samúð. Veraldleg útför fer fram án þátttöku prests eða annars fulltrúa kirkjunnar. Ennfremur eru þá trúarleg tákn óþörf og athafnir á borð við þá „að kasta rekunum“.

Hvar fara veraldlegar eða húmanískar útfarir fram?
Kirkjur og kapellur þjóðkirkjunnar eru aðgengilegar fyrir veraldlega útför, hvort sem hinn látni tilheyrði þjóðkirkjunni eður ei, að fengnu samþykki sóknarprests. Kapellan og kirkjan í Fossvogi eru opnar öllum og þarf ekki sérstaka samþykkt þar aðra en að fá bókun. Ennfremur má nota félagsheimili og aðra samkomustaði, eða heimili hins látna.
Útför getur farið fram í kyrrþey eða verið án athafnar. Fyrir kemur að haldin er minningarathöfn í stað útfarar, t.d. ef aðstandendur hafa kosið útför í kyrrþey. Grafreitir þjóðkirkjunnar eru öllum opnir og það eru reitir til fyrir óvígða mold fyrir þá sem það kjósa. Opinberar stofnanir krefjast aðeins dánarvottorðs læknis fyrir kistulagningu og útför.

Nauðsynleg útfararþjónusta
Útfararþjónustur (útfararstofur, útfararstjórar) sjá um nauðsynlega þjónustu er lúta að flutningi, umgjörð og skipulagningu útfara eða bálfara. Þær eru nokkrar á höfuðborgarsvæðinu (sjá símaskrá). Einnig eru staðbundnar útfararþjónustur á vegum kirkjugarða víðs vegar um landið. Þær sjá um öll framkvæmdaatriði, þar á meðal: Sækja hinn látna, færa hann í líkhús, kistuleggja og grafa. Einnig panta þær, ef óskað er, tíma fyrir útförina, auglýsa hana í fjölmiðlum, útvega líkkistu, sjá um prentun dagskrár fyrir athöfn, panta blómaskreytingar, útvega tónlistarfólk (kóra, einsöngvara, hljóðfæraleikara, hljómbönd), kalla til upplesara o.fl. Útfararþjónustur hafa útbúið bæklinga þar sem þær kynna þjónustu sína.

Efni athafnarinnar
Flestir vilja hafa tónlist og söng við útför sína og margir einnig upplestur. Venja er að haldin sé minningarræða um hinn látna. Það gefur athöfninni aukið innihald og gerir hana persónulegri. Athafnarstjóri á vegum Siðmennt sér um þessa þjónustu sé hennar óskað.

Vilji aðstandendur sjá sjálfir um athöfnina er þeim velkomið að leita til umsjónarmanns athafnastjórnunar Siðmenntar um aðstoð varðandi minningarræðu, samningu hennar og flutning. Ennfremur um val efnis til flutnings við útfarir (tónlist, kvæði, texta) og annað sem tengist útförinni.
Ógrynni er til af bæði sunginni og leikinni tónlist sem vel fer á að flytja við veraldlega eða húmaníska útför. Reyndar er oft leikin veraldleg tónlist við kirkjulegar útfarir líka.
Hér á eftir eru nefnd nokkur dæmi um ljóð sem geta komið að notum við veraldlegar útfarir.

 1. Jarðerni eftir Jóhannes úr Kötlum
 2. Hinn slyngi sláttumaður eftir Jóhannes úr Kötlum
 3. Beitilyng eftir Gest Guðfinnsson
 4. Sonarorð eftir Hannes Pétursson (Ljóðhylur, 1993)
 5. Móðir mín eftir Gest Pálsson
 6. Mamma eftir Pétur Pálsson
 7. Sálmur til jarðarinnar eftir Rudolf Nilsen (1901-1929), þýð. Magnús Ásgeirsson
 8. Fullkomið líf eftir Ben Jonsson, þýðing Magnúsar Ásgeirssonar
 9. Í dag kenni ég dauðann, ók.höf. frá Egyptalandi, þýð. Magnúsar Ásgeirssonar
 10. Samviskan eftir Eggert Ólafsson (1726-1768)
 11. Ert þú þar, sveit eftir J.W.von Goethe (1749-1832), þýð. Matthías Jochumsson
 12. Vonin (brot) eftir Friedrich von Schiller (f.1759), þýð. Matthías Jochumsson
 13. Occidente sole eftir Jónas Hallgrímsson (1809-1846)
 14. Degi lýkur eftir Henry F.Chorley, þýð. Helgi Hálfdánarson
 15. Margfaldur dauði eftir Hermann Hesse, þýð. Jóhannes úr Kötlum
 16. Vantrúin eftir Stephan G. Stephansson (1853-1928)
 17. Líf eftir Stephan G. Stephansson (1853-1928)
 18. Lífsþrá eftir Stephan G. Stephansson (1853-1928)
 19. Verkalok eftir Stephan G. Stephansson (1853-1928)
 20. Rænka litla eftir Stephan G. Stephansson (1853-1928)
 21. Tíundir eftir Stephan G. Stephansson (1853-1928)
 22. R.G. Ingersoll eftir Stephan G. Stephansson (1853-1928)
 23. Skilmálarnir eftir Þorstein Erlingsson (1858-1914)
 24. Siesta eftir Stein Steinar
Nánari upplýsingar um veraldlegar og húmanískar útfarir:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login