Hugleiðingar við lífslok

Fæst viljum við hugsa mikið um dauðann en það getur verið gott að gera ákveðnar ráðstafanir til að tryggja að lífsskoðanir manns séu þekktar og virtar.

Eftirfarandi atriði eru til umhugsunar:

  • Afstaða til endurlífgunar við mismunandi heilsufarsaðstæður
  • Afstaða til líffæragjafa (til lifandi einstaklinga) við heiladauða

Sumir vilja einnig láta í ljós:

  • Afstöðu til tegundar og dagskrár eigin útfarar
  • Afstaða til krufningar og gjafar líffæra.

Lífsskrá og útfararskrá

Fyrir afstöðu til endurlífgunar og líffæragjafar hefur Landlæknisembættið látið útbúa eyðublað fyrir fólk að fylla út.  Halda skal frumeintaki heima hjá sér og gefa afrit til nánustu ættingja.

Hér má niðurhala PDF útgáfu af Lífsskránni til prentunar heima.   Það er ótvírætt þægilegra fyrir ættingja að hafa yfirlýsingu á blaði um það hverjar óskir manns eru til endurlífgunar og líffæragjafa.  Þá þarf enginn að velkjast um í vafa og vilji manns nær fram.

Fyrir afstöðu til krufningar og háttar útfarar hefur Siðmennt útbúið form sem heitir Útfararskrá á PDF formi.  Sendið fyrirspurnir til athafnir@sidmennt.is ef þið hafið einhverjar.  Eftir ritun útfararskrárinnar er gott að láta tvo nána þér hafa afrit til vörslu en halda frumeintakinu sjálfur.

Nánari upplýsingar um veraldlegar og húmanískar útfarir:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):

Login