Athafnaþjónusta Siðmenntar

Siðmennt hóf athafnaþjónustu sína (við aðrar athafnir en fermingu) formlega 29. maí árið 2008.

Félagið hefur á að skipa vel menntaða og þjálfaða athafnarstjóra sem stýra veraldlegum eða húmanískum athöfnum, þ.e. nafngjöfum, giftingum og útförum.

Til þess að panta þjónustu athafnarstjóra hjá Siðmennt þarf að fylla út og senda rafrænt form hér á vef Siðmenntar.  Hver tegund athafnar hefur sitt form.  Sjá beiðni til að óska eftir athafnarstjóra fyrir:

Senda má fyrirspurnir um þjónustu athafnarstjóra á athafnir@sidmennt.is til umsjónarmanns athafnaþjónustu Siðmenntar, Svans Sigurbjörnssonar.

Siðmennt býður upp á þjónustu 11 athafnarstjóra sem lesa má um hér. Þeir eru ekki alltaf allir fáanlegir og skal senda beiðni um þjónustu þeirra til umsjónarmanns með netpósti til athafnir@sidmennt.is eða skrá sig beint með rafrænni beiðni héðan af vefnum (beiðnir eru á kynningarsíðum um athafnirnar).

Frá september 2012 hófst athafnaþjónusta Siðmenntar á Norðurlandi (Akureyri og nágrenni).

Auk athafnarstjórnunar býður Siðmennt uppá ráðgjöf til þeirra sem vilja halda eigin borgaralega eða veraldlega athöfn án hjálpar athafnarstjóra. Venjulega er ekki takið gjald fyrir ráðgjöf nema að það þurfi viðtal hjá beiðanda.

Veraldlegar athafnir

Athafnir félagsins byggja ekki á trúarlegu innihaldi og er fólki sem vill byggja athafnir sínar á trú því góðfúslega bent á að leita til trúfélags. Athafnir Siðmenntar innihalda ekki hugmyndafræðilegar játningar af neinu tagi og eru opnar öllum þ.m.t. trúuðu fólki sem af einhverjum ástæðum óskar veraldlegrar athafnar.  Athafnir félagsins eru ekki trúarlegar vígslur og marka heldur ekki inngöngu í félagið. Frá lokum maí 2013 eru giftingar framkvæmdar af athafnarstjórum félagsins lögformlegar hjónavígslur auk félagslega/hátíðlega hlutans.

Það er ekki nauðsynlegt að vera félagi í Siðmennt til að fá þjónustu athafnarstjóra þess.  Þjónustan er opin öllum. Börn sem gangast undir nafngjöf eða ungmenni sem fermast borgaralega þurfa því ekki að vera skráð í félagið. Foreldrar þeirra þurfa ekki að vera félagar heldur. Sama gildir um giftingu eða útför – aðild að félaginu er ekki skilyrði fyrir því að óska eftir athafnarstjóra, en félagsmenn fá afslátt af þjónustunni. Hægt er að skrá sig í félagið á Þjóðskrá (www.skra.is) rafrænt eða með því að fara þangað (opið til 15:30, virka daga).

Hvernig fara veraldlegar athafnir fram?

Þær snúast um þann kjarna sem hverri tegund athafnar fylgir.  Í nafngjöf er það tilkynning og opinberun nafns barnsins í faðmi fjölskyldu og vina.  Í giftingu eru það heityrðin og lögfestingin og í útför er það heiðrun minningu hins látna og sameiginleg kveðjustund syrgjenda.  Lögð er áhersla á hina sammannlegu upplifun einlægra tilfinninga og virðuleiki og hlýleiki höfð í fyrirrúmi.  Mikið rými er fyrir persónulegar útgáfur og breytileika eftir óskum hvers og eins og aðstoðar athafnarstjórinn við útfærslur á hugmyndum.   Uppbygging athafnanna er oft á eftirfarandi máta:

Á milli dagskráratrið má flytja tónlist.

Dæmigerð röð atriða

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það má auðvitað bæta við tónlistaratriðum / upplestri á milli annarra liða og breyta til á ýmsa vegu. Sumt getur vel gengið, annað síður og ráðleggur athafnarstjórinn í því sambandi.

Hugvekjur athafnarstjóra eru stuttar heimspekilegar ræður um þau mál sem eru viðeigandi hverju sinni, t.d. um þroska barna við nafngjafir, ástina, vináttuna og virðinguna við giftingar og ýmislegt um lífsleiðina við útfarir.  Saga pars í giftingum er stutt tala um það hvernig hjónaefnin hittust og annað skemmtilegt eða þeim mikils virði í sögu þeirra fram að giftingunni.

Athafnarstjórar frá Siðmennt klæðast látlausum spariklæðnaði og þeim fylgja ekki neinir munir eða spjöld til auglýsingar.

Aðilar að nafngjöf eða giftingu fá undirritað vandað staðfestingarvottorð frá athafnarstjóranum að athöfn lokinni.  Það er innifalið í verði þjónustunnar.

Í undirbúningi þessara athafna hittir athafnarstjórinn umbeiðendur í viðtali og svo við æfingu (gifting) fyrir athöfnina.  Þetta er innifalið í verðinu, en ef að aka þarf langar vegalengdir (yfir 30 km í heild) þarf að greiða aukalega fyrir það samkvæmt sanngjörnum taxta (per km). Einnig getur komið til þess að greiða þurfi hóflegt tímagjald fyrir ferðir sem taka lengur en 1 klst. og ef dvöl á staðnum er lengri en 1 klst.

Kostnaður

Frá 1. janúar 2014 kostar þjónusta athafnarstjóra Siðmenntar:

Nafngjafir: kr. 14.500,-

Giftingar: 28.500

Útfarir: Hlutur umbeiðanda er kr. 17.000  (Kirkjugarðssjóður landsmanna greiðir kr. 21.200 eða kr. 16.500 án kistulagningar)

 

Frá sumri 2013 gilda eftirfaradi afslættir fyrir félaga í Siðmennt:

Frá skráðri aðild fær félagi kr. 5000 í afslátt á ári upp í athöfn/athafnir (einu sinni á ári).  Sé par í Siðmennt fær það þá kr. 10.000 afslátt af nafngjöf barns eða giftingu. Afsláttur gildir einnig um útför ef að hinn látni eða nánasti aðstandi hans var/er í Siðmennt við andlátið.

fjoldi-athafna-sidmenntar07-13

 

Mikil aukning giftinga

Eftir að Siðmennt fékk skráningu sem lögformlegt lífsskoðunarfélag 3. maí 2013 varð mikil aukning í fjölda giftinga um sumarið og varð þreföldun miðað við árið í fyrra.  Búast má við enn meiri aukningu á næsta ári.  Hér er mynd sem sýnir þessa þróun.

Orðanotkun og hugtök tengd félagslegum athöfnum fjölskylda

Notkun á orðunum borgaralegur, veraldlegur og húmanískur getur vafist fyrir fólki en eftirfarandi er tillaga Siðmenntar um hana. Viðmiðið er að nota þá lýsingu sem helst á við um hverja athöfn eftir því hver stendur að henni eða framkvæmir.

Athafnir sem Siðmennt kemur að, eru kallaðar ýmist veraldlegar eða húmanískar, eftir því hvort þáttakendurnir sem kosið hafa veraldlega athöfn vilja að auki kenna hana við húmanisma (manngildishyggju) eða ekki.

Með borgaralegri athöfn er átt við athöfn sem er efnt til af borgurum einum án þátttöku lífsskoðunarfélags, t.d. borgaraleg nafngjöf í umsjón foreldra eða borgaraleg gifting framkvæmd af sýslumanni, sem er þá einnig lagaleg.

Undantekning frá þessu er borgaraleg ferming, þar sem Siðmennt hefur umsjón með kennslu og fermingarathöfn. Þetta á sér sögulegar ástæður þar sem fyrsta borgaralega fermingin var skipulögð og haldin af nokkrum borgurum sem vildu ferma börnin sín án trúarlegs innihalds og játninga. Áherslan liggur í því að hér var um frumkvæði borgara að ræða óháð trúfélögum. Það má færa rök fyrir því að lýsingin veraldleg ferming passi betur en ekki hefur verið ákveðið að taka það upp í ljósi fyrrgreindrar sögu.

Með hugtakinu lífsskoðunarfélag er átt við félag sem fjallar um siðferði, þekkingarfræði (hverju maður trúir og hvers vegna) og veitir þjónustu við félagslegar tímamótaathafnir fjölskylda.

Lífsskoðunarfélög má flokka í annað hvort trúarleg (trúfélög) eða veraldleg, og svo í mismunandi stefnur þar undir, t.d. veraldlegan húmanisma.

Siðmennt fékk lögformlega skráningu sem skráð lífsskoðunarfélag hjá innanríkisráðuneytinu þann 3. maí 2013.  Það var í kjölfar þess að ný lög um „Skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög“ voru samþykkt á Alþingi 30. janúar 2013.

Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):
Síðast uppfært 7. janúar 2014

Login