Skráning nafns hjá Þjóðskrá

Skráning nafns hjá Þjóðskrá

Þjóðskrá heldur skrá yfir fæðingar á Íslandi og þangað ber að tilkynna nöfn. Á vefsíðu Þjóðskrár segir:

Nöfn barna

Skylt er að gefa barni nafn áður en það verður 6 mánaða gamalt. Ef barn er skírt, sér viðkomandi prestur eða forstöðumaður trúfélags um að senda skírnarskýrslu til Þjóðskrár. Aðrir þurfa að tilkynna nafn barns til Þjóðskrár. Fylla þarf út eyðublaðið “Tilkynning um nafngjöf barns” sem liggur frammi í afgreiðslu Þjóðskrár, Borgartúni 24, einnig er hægt að fá það sent með pósti. Séu forsjármenn barns tveir skulu báðir undirrita tilkynninguna. Frumrit tilkynningar þarf að berast Þjóðskrá, Borgartúni 24.

Í tilviki skírna hjá trúfélögum tilkynna prestar nafngjöfina, en í tilviki veraldlegra/borgaralegra nafngjafa tilkynna foreldrar/forráðamenn barnsins nafnið til Þjóðskrár.

Nánari upplýsingar um veraldlegar og húmanískar nafngjafir:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):

Login