Lýsing á borgaralegri nafngjafarathöfn

Lýsing á borgaralegri nafngjafarathöfn (athöfn heima fyrir án aðkomu lífsskoðunarfélags)

Eitt foreldri sem stóð fyrir nafngjafarathöfn 1992 lýsti afstöðu sinni til hennar á eftirfarandi hátt:

„Nafngjöfin skyldi vera athöfn að viðstöddum vinum og vandamönnum og haldin skyldi veisla. Einnig langaði okkur að nota skírnarkjól sem langamma barnsins saumaði handa pabbanum og öðrum börnum á sínum tíma. Í raun varð niðurstaðan sú að blása til samkomu þar sem gert væri nánast það sama og gert er við skírn og nafngjöf kirkjunnar en því trúarlega væri sleppt.“ (Inga Sigurðardóttir)

Umrædd nafngjafarhátíð fór fram á heimili fjölskyldunnar að viðstöddum 30-40 ættingjum og vinum. Ein vinkona foreldranna hélt stutta ræðu og tilkynnti síðan hvert nafnið skyldi vera.

Athafnarstjórar Siðmenntar afhenda foreldrum Nafngjafarvottorð til minningar um athöfnina í lok hennar.

Dæmi um texta í nafngjafarvottorði:

_________________________________________________________________________________

NAFNGJAFARVOTTORÐ

Það er vottað

hér með að

Jóna Jónsdóttir

&

Jón Jónsson

Gáfu í viðurvist

fjölskyldu og vina

syni/dóttur sínum/sinni nafnið

Jón Jónsson

Sunnudaginn 5. september 2010

að Útnesjahlíð 100

Reykjavík

Athafnarstjóri Vottar

____________________ ____________________
Jónas Jónasson

____________________

Barn með hjarta haturslaust,
hugar-auðlegð, von og traust.
Sátt við gærdag sofnar strax,
sól ei kvíðir morgundags.

Stephan G. Stephansson

_______________________________________________________________________________

Nánari upplýsingar um veraldlegar og húmanískar nafngjafir:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):

Login