Lög um mannanöfn

Lög og mannanafnaskrá

Eiginnafn og millinafn þarf að vera til á mannanafnaskrá Þjóðskrár til þess að hægt sé að gefa það án umsóknar til mannanafnanefndar. Lög um mannanöfn eru frá árinu 1996.

Lög um mannanöfn – I. kafli. Fullt nafn og nafngjöf.

1. gr. Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.
Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals.
2. gr. Skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess.
Barn öðlast nafn við skírn í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi eða með tilkynningu um nafngjöf til Þjóðskrár, prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags.

Sjá nánar í lögunum hér

Sjá mikilvægar útskýringar á síðum Hagstofu hér.

Mannanafnaskrá Hagstofunnar

Nánari upplýsingar um veraldlegar og húmanískar nafngjafir:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):

Login