Ávarp til brúðhjóna á íslensku

(Ágætu brúðkaupsgestir)

Kæru brúðhjón

Þið hafið nú snúið ykkur til embættis sýslumannsins í . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ., til þess að hjónaband það sem þið hyggist nú ganga í verði stofnað á þann hátt sem lög mæla fyrir um. Alls þess hefur verið gætt sem eftir lögum ber að gæta áður en hjónavígsla fer fram og verðið þið nú gefin saman í hjónaband.

En áður en til þess kemur vil ég brýna fyrir ykkur hversu þýðingarmikið það samband er sem þið ætlið nú að ganga í.

Við stofnun hjúskapar eru tengd lögum samkvæmt mikilvæg réttindi og ríkar skyldur. Það heit sem þið eruð hingað komin til að vinna hvort öðru, felur í sér loforð um að lifa saman, vera hvort öðru trú, gæta sameiginlegra hagsmuna fjölskyldunnar og hjálpast að við framfærslu hennar. Til þessa skuldbindið þið ykkur með hjúskaparloforðinu.

Í trausti þess að þið hafið íhugað þetta vel og að þið viljið halda það loforð sem þið hér gefið, þá öðlist þið nú þau réttindi sem samfara eru löglegu hjónabandi og takið jafnframt á ykkur allar þær skyldur sem hjón hafa hvort gagnvart öðru og öðrum.

Því spyr ég þig (nafn brúðguma) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
hvort þú viljið taka (nafn brúðar) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
þér til eiginkonu

Sömuleiðis spyr ég þig (nafn brúðar) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
hvort þú viljið taka (nafn brúðguma) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
þér til eiginmanns

Þar sem þið hafið bæði svarað játandi lýsi ég því yfir sem borgaralegur vígslumaður að (nöfn hjóna) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
eru gengin saman í lögmætt hjónaband.

Megi heill, hamingja og hagsæld fylgja hjónabandi ykkar.

Síðast uppfært 25. April 2011

Login