Lýsingar á tveimur borgaralegum hjónavígslum.

I

Ég gifti mig fyrir tæpum 19 árum. Það var engin leynd í kringum þetta brúðkaup, það stóð mikið til. Það var keyptur nýr kjóll, en vönd vildi ég ekki hafa, fór í snyrtingu og blásið var til veislu með nánustu vinum og ættingjum. Móðir bestu vinkonu minnar gifti okkur. Við fórum ásamt foreldrum okkar og dóttur til borgardómara, hún gifti okkur og svo var haldið heim þar sem haldin var heljarinnar veisla. Síðan fórum við í brúðkaupsferð um landið. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa gift mig borgaralega og finnst sá háttur ekkert minna virði en kirkjubrúðkaup. Ástæðan fyrir því að við giftum okkur borgaralega var ekki sú að við værum ekki trúuð, heldur var það bara sá háttur sem vildum hafa á athöfninni.

Ragnheiður M. Þórðardóttir

________________

II

Við giftum okkur tvisvar með 6 vikna millibili, einu sinni á Íslandi og einu sinni í New York þar sem við bjuggum á þeim tíma (1971). Í bæði skiptin var giftingarathöfnin borgaraleg.

Við giftumst borgaralega í Dómkirkjunni í Reykjavik! Við bjuggum í New York, en komum til íslands til að halda íslenskt brúðkaup fyrir íslenska fjölskyldu mannsins míns. Ég útskyrði fyrir prestinum, Séra Jóni Auðuns, sem hafði skírt manninn minn á sínum tíma, að ég væri ekki og hefði aldrei verið kristin og það myndi vera móðgun við mitt gildismat sem húmanisti og trúleysingi að hann nefni guð, Jesú, heilagan anda, föðurinn eða soninn. Og viti menn! Hann samþykkti það! Hann las ljóð eftir Wordsworth og Keats og talaði ensku og íslensku til skiptis og var þetta mjög fallegt og borgaralegt.

Í New York var athöfnin haldin í óháðri kapellu Sameinuðu þjóðanna sem var með tákn margra trúarbragða á veggjunum. Presturinn sem vann þar var tilbúinn að halda annað hvort trúarlega eða gjörsamlega borgaralega athöfn samkvæmt óskum brúðhjónanna hverju sinni. Hann gaf okkur fyrirfram uppkast af borgaralegri giftingarathöfn sem hann hafði notað áður og bað okkur um að gera athugasemdir, strika út allt sem við vildum ekki og/eða bæta inn í samkvæmt okkar sannfæringu. Í ræðunni lagði hann áherslu á mikilvægi alþjóðlegra bræðralaga, samskipta og friðar.  Hann sagði að samskipti hjóna væri eins mikilvægt og samskipti þjóðanna. Við hjónin komum úr mismunandi menningarheimum. Lögin sem voru spiluð voru flest Bítlalög. Brúðkaupsveislan sem var haldin strax á eftir var á Tavern on the Green, veitingastaðnum heimsfræga í Central Park í miðborg Manhattan.
Hope Knútsson, formaður Siðmenntar

Kæri lesandi

Reynt verður að safna hér saman með tíð og tíma einnig reynslusögum af veraldlegum giftingum sem haldnar eru á vegum Siðmenntar.   Ef þú lesandi góður hefur slíka sögu og vilt miðla því til okkar, þá vinsamlegast skrifaðu umsjónarmanni athafnaþjónustu Siðmenntar línu á netfangið sidmennt@sidmennt.is Ekki skiptir máli hvort athöfnin fór fram erlendis eða var einungis borgaraleg (lagaleg) eða bæði borgaraleg og veraldleg/húmanísk.

Nánari upplýsingar um veraldlegar og húmanískar giftingar:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):
Síðast uppfært 26. January 2011

Login