MIKILVÆGT – Tilkynning varðandi sumargiftingar 2015
Margar athafnir eru venjulega á dagskrá í júlí og heldur minna í júní og ágúst. Nú þegar í byrjun árs 2015 eru margar beiðnir komnar inn og útlit er fyrir sprengingu í aðsókn.  Það er gott að beiðnir komi inn tímanlega en það er þó yfirleitt ekki hægt að úthluta athafnarstjóra strax fyrir sumarið.  Það verður gert fyrir athafnir í júní og júlí á fyrstu tveimur vikunum í maí.  Farið er eftir tímaröð beiðna þannig að góður fyrirvari tryggir að athafnarstjóri fæst.

Beiðni um giftingu

Athafnaþjónusta Siðmenntar býður upp á faglega þjónustu athafnarstjóra félagsins við tímamótaathafnir fjölskylda. Virðulegar og persónulegar athafnir í jafnt gleði sem og sorg. Giftingar eru okkur sérstakt gleðiefni og frá 3. maí 2013 fengu athafnarstjórar félagsins lögformleg vígsluréttindi. Hjónaefni sem leita til Siðmenntar um athöfn þurfa því ekki lengur að fá vígslu hjá sýslumanni eins og áður var. Þjónusta athafnarstjóra við giftingu kostar (sjá verð á kynningarsíðu) og fer greiðslan fram þannig að umbeiðandi fær greiðsluseðil í heimabanka sinn og á að greiða fyrirfram. Séu óskir um annað fyrirkomulag vinsamlegast skráið þær í athugasemdir með beiðninni.
 • Almennar upplýsingar

 • Rita skal fullt nafn eins og beiðandi vill að það sé skrifað í skjölum vegna giftingarinnar
 • Greiðsluseðill er sendur í heimabanka eftir þessari kennitölu.
 • Félagar fá afslátt af athafnargjaldinu. Hægt er að skrá sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá á www.skra.is eða Borgartúni 21 (9-15:30).
 • Vinsamlegast skráið niður virkt tölvupóstfang.
 • Staður og tími

  Vinsamlegast skráið hér fyrirhugaða dagsetningu og staðsetningu athafnar.
 • Dæmi: 22/11/2010
 • Dæmi: 11:00
 • Hér er til að mynda hægt að rita óskir um athafnarstjóra.
Síðast uppfært 16. January 2015

Login