Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Almennt um giftingu

Hátíðleg veraldleg/húmanísk gifting Siðmenntar

Þann 3. maí 2013 fékk Siðmennt staðfestingu á skráningu þess sem lögformlegt lífsskoðunarfélag.  Með því fylgir réttur athafnarstjóra félagsins að sjá um löggjörning giftingar.

Fyrsta lögformlega giftingin sem athafnarstjóri frá Siðmennt sá um fór fram 18. maí 2013. Félagið hefur á að skipa 20 athafnarstjórum sem hafa vígsluréttindin.  Mikil fjölgun varð á giftingum í kjölfarið hjá Siðmennt (úr 11 árið 2012 í 36 árið 2013 og 56 árið 2014) og má búast við enn meiri eftirspurn árið 2015.

Fyrir þessa réttindabót létu pör sér nægja að gifta sig borgaralega hjá sýslumanni og halda svo hátíðlega athöfn í faðmi ættingja og vina með hjálp athafnarstjóra Siðmenntar.  Það gerir giftinguna mun persónulegri og innihaldsríkari að fá athöfn með athafnarstjóra samanborið við hina þriggja mínútna snyrtilegu athöfn hjá sýslumannsembættinu þar sem fyrst og fremst er talað um skyldur hjónabandsins.  Á höfuðborgarsvæðinu er hvorki hægt að fá þjónustu hjá sýslumanni utan dagvinnutíma né um helgar en hjá Siðmennt er hægt að fá athafnarstjóra á kvöldin og um helgar.

Hvað er veraldleg eða húmanísk gifting?

Efnt er til veraldlegrar / húmanískrar giftingar af hálfu pars sem vill gefa hvort öðru formlega heityrði sín á hátíðlegan máta, oft í nærveru fjölskyldu sinnar og vina.

Þetta á einnig við um trúarlegar giftingar en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram trúarleg vígsla (frami fyrir guði) og hjónin eru ekki „gefin saman“, heldur leidd saman til hjúskaparheita af athafnarstjóra. Það er því hvorki um helgiathöfn að ræða, né að parið sé gefið hvört öðru af ímynduðum æðri mætti eða fulltrúa þess. Gifting hjá athafnarstjóra er þó lagaleg vígsla, nema í einstaka tilvikum þar sem lagalegi hlutinn var framkvæmdur af sýslumanni.

Í veraldlegri giftingu er gerandinn parið sjálft en athafnarstjórinn leiðbeinir í athöfninni og flytur hugleiðingu tengda lífi þeirra og hjónabandinu. Athöfnin ber ekki trúarlegt innihald. Tónlist, söngur og ljóð eða önnur listræn tjáning eru ríkur þáttur af athöfninni sem ber jafnan ákaflega gleðilegt yfirbragð. Ættingjar og vinir og jafnvel brúðhjónin sjálf geta lagt sitt af mörkum til að gera athöfnina eftirminnilega.

Fyrir hverja er veraldleg gifting?

Veraldleg gifting er fyrir öll þau pör sem aðhyllast veraldlegar eða húmanískar lífsskoðanir eða vilja ekki af einhverjum ástæðum hafa trúarlega athöfn. Siðmennt neitar engum um þessa þjónustu, hvort sem að fólk er trúað eða ekki, en parið þarf að uppfylla lagaleg skilyrði giftingar og gera sér grein fyrir því að athafnarstjórinn mun ekki flytja trúarlegt efni eða blessanir. Þá getur yfirbragð athafnarinnar ekki heldur verið trúarlegt, þ.e. trúarlegir sálmar eða ljóð verða ekki hluti af athöfninni. Á þessu geta verið einhverjar takmarkaðar undantekningar undir sérstökum kringumstæðum (t.d. ef trúaðir og húmanistar giftast). Athöfnin er því aðskilin frá trú og því ólíklegt að hún henti eða nægi trúuðu fólki.

Siðmennt gerir ekki upp á milli ástarsambanda og leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð. Þannig verða samkynhneigð pör að hjónum með sömu stöðu og þau gagnkynhneigðu í augum húmanista. Ástin ræður.

Húmanísk gifting er að öllu leyti hin sama og veraldleg utan þess að hún felur í sér giftingu pars þar sem bæði eru húmanistar að lífsskoðun og óska e.t.v. eftir ríkari áherslu á umfjöllun um húmanisma eða húmanísk gildi við athöfnina.

Hvar fara veraldlegar eða húmanískar giftingar fram?

Í sjálfu sér er ekkert útilokað fyrirfram hér, en þar sem ekki er um trúarlegar athafnir að ræða eru veraldleg salarkynni mun æskilegri en kirkjur. Þá er um að gera að nota ímyndunaraflið og sköpunargáfuna til að finna skemmtilega staði og þar getur náttúrufegurð landsins komið að góðum notum. Skreyta má samkomusali eða búa til rómantíska boga eða hlið með eða án palls úti við. Möguleikarnir eru ótal margir.

Sem dæmi um staðsetningar athafna útivið undanfarinna ára eru:  Elliðaárvogurinn; bæði við Rafstöðvarhúsið, félagsheimilið og við Árbæ, garðar við heimahús, Blómagarðurinn í Laugardal, Þrastarskógur, Kjósin, Heiðmörk, Haukadalsskógur, Búðir, Reynistaðafjara, Skógar og fleiri staðir.

Ástarheit og endurnýjun

Siðmennt býður einnig uppá þjónustu við heityrðaathafnir þar sem hjón geta endurnýjað heit sín t.d. á 25 ára brúðkaupsafmæli sínu.

Lögformleg skilyrði hjónavígslu og könnun þeirra

Hjónaefni þurfa að hafa náð lögræðisaldri (18 ára), vera ógift(ur), eða löglega skilin(n) og ekki skyld í beinan legg.

Leggja þarf fram fyrir athafnarstjórann fæðingarvottorð beggja, vottorð um hjúskaparstöðu og ef við á, vottorð um lögskilnað frá fyrra hjónabandi.  Þessi vottorð fá hjónaefni hjá Þjóðskrá og er mikilvægt að panta þau a.m.k. þremur vikum fyrir áætlaðan giftingardag. Hjúskaparstöðuvottorðið má ekki vera eldra en 8 vikna þegar það er borið fram til könnunar. Ef að annað eða bæði hjónaefni eiga ekki lögheimili á Íslandi er farið með vottorðin til sýslumanns, sem í slíku tilviki sér um þessa könnun vígsluskilyrða. Í tilviki búsetu á Norðurlöndunum geta hjónaefni fengið sitt könnunarvottorð í því landi (t.d. Hindersprövning í Svíþjóð) og er það tekið gilt á Íslandi og þarf þá ekki að snúa sér sérstaklega til sýslumanns.

Kostnaður

Siðmennt setur upp ákveðið gjald fyrir hverja athöfn og í því felst kaup athafnarstjórans og umsýsla lögformlegra pappíra. Gjald fyrir giftingarathöfn á höfuðborgarsvæðinu er kr. 28.500 (frá 1.1.2014).

Fyrir athafnir sem eru utan 30 km frá miðju höfuðborgarinnar (eða öðru þjónustusvæði sem nú eru Akranes, Akureyri og Höfn) þarf að greiða hóflegt akstursgjald og tímagjald fyrir ferðatíma.  Frekari upplýsingar fást um það með því að senda inn beiðni um giftingu eða með því að óska eftir því sérstaklega.

Frá 1. 1. 2014 gilda eftirfaradi afslættir fyrir félaga í Siðmennt:

Félagi í Siðmennt fær kr. 5000,- afslátt per almannaksár.  Hjónaefni í Siðmennt geta því fengið samtals kr. 10.000 afslátt á athafnarstjórnun við giftingu.

2016: Ný gjaldskrá fyrir giftingar árið 2016 tók gildi 8. júní 2015.

Gifting: frá 1. janúar 2016 verður gjaldið 45.000 kr. (pantanir eftir 8.6.2015)
Félagaafsláttur verður frá 1. janúar 2016 kr. 10.000 á mann og samtals 20.000 ef bæði hjónaefni eru skráð í félagið.

Gjaldið er rukkað með greiðsluseðli á heimabanka beiðanda en einnig má greiða skal gjaldið með millifærslu á reikning Siðmenntar (0549-26-6002, kt. 600290-1429), einni viku fyrir athöfnina.   Sé beðið um athöfn með minni fyrirvara þarf að greiða gjaldið sama dag og beiðni er send til félagsins um athafnarstjórnun.

Æskilegt er að beiðnir um athafnarstjórn á vegum félagsins berist a.m.k. 1 mánuði fyrir áætlaðan brúðkaupsdag. Eftir því sem við á skal greiða ferðakostnað og gistingu/dagpeninga, fyrir athafnarstjóra. Það er ekki alltaf hægt að bóka athafnarstjóra strax þegar beiðnir berast með meira en 2 mánaða fyrirvara.  Það skapast af því að athafnarstjórara Siðmenntar eru allir við önnur störf og hafa ekki alltaf vinnuáætlun langt fram í tímann. Nánari upplýsingar eru veittar af umsjónarmanni athafnaþjónustunnar. (athafnir(at)sidmennt.is).

Saga veraldlegrar eða húmanískrar giftingar á vegum Siðmenntar

Í september 2007 urðu þáttaskil í starfi Siðmenntar. Þá fór fram í fyrsta sinn veraldleg gifting á vegum félagsins. Jóhann Björnsson var athafnarstjóri athafnarinnar fyrir hönd Siðmenntar og leiddi parið til hjúskaparheita. Frá og með 29. maí 2008 hófst formlega athafnaþjónusta Siðmenntar sem hefur í boði þjónustu athafnarstjóra fyrir veraldlegar eða húmanískar giftingar. Frá og með maí 2013 fengu athafnarstjórar Siðmenntar lögformleg réttindi til að sjá um lagalega hluta giftingarinnar og því þurfa hjónaefni sem til okkar leita ekki að fara í sérstaka athöfn hjá sýslumanni áður. Hope Knútsson var formaður félagsins og ábyrgðarmaður athafnaþjónustunnar gagnvart ráðuneytinu 2013-2015 og svo tók Jóhann Björnsson við af henni eftir aðalfund 2015. Um undirbúning og umsjón athafnaþjónustu félagsins hefur Svanur Sigurbjörnsson séð frá stofnun hennar 2008.  Hann hefur einnig haldið utan um kennslumál hennar og haldið fjögur námskeið til að mennta nýja athafnarstjóra fyrir félagið.

(Uppfært 15. maí 2015.  Frekari upplýsingar í síma 896 3465, Svanur).

Nánari upplýsingar um veraldlegar og húmanískar giftingar:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login