Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Kostnaður

Allir þátttakendur, vinsamlegast lesið neðangreint nákvæmlega 

Námskeiðsgjald fyrir ferminguna árið 2016 er kr. 27.000 á hvert ungmenni. Til viðbótar kostar fermingarathöfnin kr. 12.000 (athafnargjald), eða samanlagt kr. 39.000, innheimt í einu þátttökugjaldi. Þeir sem ekki taka þátt í athöfn borga ekki athafnargjaldið.. Námsgjöldin standa undir launum umsjónarkennara, þóknun gestafyrirlesara, húsaleigu kennsluhúsnæðis og hluta af umsýslu- og kynningarstarfi. Gjalddagi og eindagi fyrir greiðslu þátttökugjalds verða auglýstir síðar (vanalega í kringum miðjan des og byrjun janúar 2016). Þetta gildir fyrir vikulegu námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu sem hefjast 5. janúar og helgarnámskeiðin sem eru haldin í Reykjavík. Námskeiðin utan höfuðborgarsvæðisins eru haldin síðar og gjalddagi ákveðinn i tengslum við tímasetningu þeirra

Afsláttur af þátttökugjaldi

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF. Hins vegar fá félagar góðan afslátt af fermingargjaldi.

  • Ef annað foreldrið er félagi í Siðmennt fær fermingarbarn kr. 8000 afslátt af gjaldinu. Ef báðir foreldrar eru félagar, fær fermingarbarn kr. 16.000 afslátt af gjaldinu. Félagar þurfa að láta vita af sér við skráningu og þeir sem þegar hafa skráð sig þurfa einnig að láta vita.
  • Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.
  • Siðmennt hlaut aðild að Frístundakorti Reykjavíkurborgar 2013 en reglum kortsins var breytt 2014 þannig að trú- og lífsskoðanafélög urðu ekki lengur gjaldgeng. Foreldrar geta þ.a.l. því miður ekki nýtt sér þennan kost lengur.
Mikilvægt:

Mikilvægt  er að muna að eindagi þátttökugjaldsins er í byrjun janúar 2016 (auglýst síðar), þannig að foreldrar verða að greiða eða ganga frá greiðslutilhögun áður en námskeiðið byrjar. Hægt er að skipta greiðslu í 3-4 hluta í heimabanka. Einnig er hægt að dreifa greiðslu með greiðslukorti. Ef greiðsla í heimabanka dregst fram yfir eindaga leggst á innheimtukostnaður banka.

Í sérstökum tilvikum, t.d. vegna greiðsluerfiðleika, er hægt að hafa samband við gjaldkera með tölvupósti á steinar@sidmennt.is eða í síma 6950414.

Hætt við þátttöku

Hætti barn við þátttöku er þátttökugjaldið að fullu greitt til baka ef látið er vita tímanlega:

  • Vegna hefðbundinna námskeiða þarf að láta vita í síðasta lagi sunnudag fyrir byrjun 2. viku námskeiðsins.
  • Vegna helgarnámskeiða í síðasta lagi í lok fyrsta dags.

Börn fá því tækifæri til að hætta við án kostnaðar líki þeim ekki við námskeiðið.

Mikilvægt:

Ef hætt er þátttöku síðar áskilur Siðmennt sér rétt til að halda eftir umsýslugjaldi upp á kr. 3000.   Þetta er  vegna þess óhagræðis og vinnu sem skapast af því að endurskipuleggja hópana eftir að kennslan er hafin.

Hætt við þátttöku í athöfn

Hætti barn við þátttöku í athöfn fæst athafnargjaldið endurgreitt – en þó einungis fram til 15. mars. Eftir það fæst athafnargjaldið ekki endurgreitt sökum þess að skipulags- og prentunarvinna við fermingardagskrár eru á lokastigi.

Seinskráningargjald

Skráningarfrestur í BF er til og með 30. nóvember. Þó verður enn hægt að skrá sig eftir það í byrjun desember ef það eru ennþá laus pláss á námskeiðunum. Verður þá lagt á sérstakt seinskráningargjald að upphæð 3.000 kr, þar sem skipulagsvinna hefur þegar átt sér stað.

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login