Allir þátttakendur, vinsamlegast lesið neðangreint nákvæmlega 

Námsgjald fyrir ferminguna árið 2014 er kr. 25.000 á hvert ungmenni. Til viðbótar kostar fermingarathöfnin kr. 11.000 (athafnargjald), eða samanlagt kr. 36.000, rukkað í einu þátttökugjaldi. Þeir sem verða ekki í athöfn borga ekki athafnargjaldið. Námsgjöldin eiga að standa undir launum umsjónarkennara, þóknun gestafyrirlesara, húsaleigu kennsluhúsnæðis og hluta af umsýslu- og kynningarstarfi.

Gjalddagi fyrir greiðslu þátttökugjalds er 13. desember 2013 og eindagi 4. janúar 2014. Þetta gildir fyrir vikulegu námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu sem hefjast 6. janúar og helgarnámskeiðin fyrir landsbyggðina sem eru haldin í Reykjavík. Gjalddagi og eindagi fyrir helgarnámskeiðin sem haldin verða úti á landi og byrja töluvert síðar má reikna með verði einnig síðar en nákvæmar tímasetningar á því eru ekki enn ákveðnar.

ATHUGIÐ að sú tilhögun þátttökugjalda fyrir ferminguna 2014 er að bæði námskeiðsgjaldið og athafnargjaldið verður rukkað saman í einu gjaldi í byrjun desember 2013.  Þetta er gert til einfalda, hagræða og minnka kostnað við innheimtu þátttökugjaldsins auk þess sem þetta hjálpar við að halda heildarverðinu niðri. Þetta var gert fyrst fyrir ferminguna 2012 og gafst vel.

Afsláttur af þátttökugjaldi

Aðild að Siðmennt er ekki nauðsynleg fyrir þátttöku í BF. Hins vegar fá félagar góðan afslátt af fermingargjaldi.

  • Ef annað foreldrið er félagi í Siðmennt fær fermingarbarn kr. 5000 afslátt af gjaldinu. Ef báðir foreldrar eru félagar, fær fermingarbarn kr.10.000 afslátt af gjaldinu. Félagar þurfa að láta vita af sér við skráningu og þeir sem þegar hafa skráð sig þurfa einnig að láta vita.
  • Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.
  • Siðmennt er orðið aðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar og ættu foreldrar að geta nýtt sér það.
Mikilvægt:

Mikilvægt  er að muna að eindagi þátttökugjaldsins er laugardaginn 4. janúar 2013, þannig að foreldrar verða að greiða þátttökugjaldið áður en námskeiðið byrjar. Þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2010 vegna þess að það færðist mikið í aukana árin á undan að foreldrar greiddu ekki á tilsettum tíma að vori og sumir jafnvel alls ekki.  Þetta kostaði mikla vinnu og tíma við eftirfylgd og áminningar af hálfu gjaldkera, en slíkt er ekki hægt að búa við ár hvert. Ekkert ungmenni fær því að hefja námskeiðið nema að foreldrar hafi greitt þátttökugjaldið eða samið um innborganir séu þeir í fjárhagsvanda. Innborganir eru miðaðar við 13. des., byrjun jan. og byrjun febrúar og má ekki skilja meira eftir en þriðjung gjaldsins fyrir síðustu greiðsluna.

Nú má greiða þátttökugjaldið einnig með raðgreiðslu á greiðslukort ef það er þægilegra fyrir fólk.

Hætt við þátttöku

Hætti ungmenni við þátttöku er þátttökugjaldið að fullu greitt til baka ef látið er vita í síðasta lagi sunnudag fyrir byrjun 2. viku námskeiðsins.   Barnið fær því tækifæri til að hætta við líki því ekki við námskeiðið eftir fyrsta tímann án þess að valda foreldrum sínum kostnaði.

Mikilvægt:

Sé látið vita síðar (frá og með mánudegi 2. viku eða síðar) áskilur Siðmennt sér rétt til að halda eftir umsýslugjaldi upp á kr. 3000.   Þetta skapast af því að það kostar talsverða vinnu að endurskipuleggja hópana eftir að kennslan er komin af stað.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu:
Nánari upplýsingar veraldlegar athafnir á vefsíðu Siðmenntar:
Fræðsluefni (PDF):
Síðast uppfært 30. nóvember 2013

Login