Allir þátttakendur, vinsamlegast lesið neðangreint nákvæmlega 

Námskeiðsgjald fyrir ferminguna árið 2015 er kr. 25.000 á hvert ungmenni. Til viðbótar kostar fermingarathöfnin kr. 11.000 (athafnargjald), eða samanlagt kr. 36.000, innheimt í einu þátttökugjaldi. Þetta er óbreytt gjald frá 2014. Þeir sem ekki taka þátt í athöfn borga ekki athafnargjaldið. Námsgjöldin standa undir launum umsjónarkennara, þóknun gestafyrirlesara, húsaleigu kennsluhúsnæðis og hluta af umsýslu- og kynningarstarfi.

Gjalddagi fyrir greiðslu þátttökugjalds er 15. desember 2014 og eindagi 3. janúar 2015. Þetta gildir fyrir vikulegu námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu sem hefjast 5. janúar og helgarnámskeiðin sem eru haldin í Reykjavík. Námskeiðin utan höfuðborgarsvæðisins eru haldin síðar og gjalddagi ákveðinn i tengslum við tímasetningu þeirra

Afsláttur af þátttökugjaldi

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í BF. Hins vegar fá félagar góðan afslátt af fermingargjaldi.

  • Ef annað foreldrið er félagi í Siðmennt fær fermingarbarn kr. 7500 afslátt af gjaldinu. Ef báðir foreldrar eru félagar, fær fermingarbarn kr.15.000 afslátt af gjaldinu. Félagar þurfa að láta vita af sér við skráningu og þeir sem þegar hafa skráð sig þurfa einnig að láta vita.
  • Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 20% afsláttur.
  • Siðmennt hlaut aðild að Frístundakorti Reykjavíkurborgar 2013 en reglum kortsins var breytt 2014 þannig að trú- og lífsskoðanafélög urðu ekki lengur gjaldgeng. Foreldrar geta þ.a.l. því miður ekki nýtt sér þennan kost lengur.
Mikilvægt:

Mikilvægt  er að muna að eindagi þátttökugjaldsins er laugardaginn 3. janúar 2015, þannig að foreldrar verða að greiða eða ganga frá greiðslutilhögun áður en námskeiðið byrjar. Hægt er að skipta greiðslu í 3-4 hluta í heimabanka. Einnig er hægt að dreifa greiðslu með greiðslukorti. Ef greiðsla í heimabanka dregst fram yfir eindaga leggst á innheimtukostnaður banka.

Í sérstökum tilvikum, t.d. vegna greiðsluerfiðleika, er hægt að hafa samband við gjaldkera með tölvupósti á steinar@sidmennt.is eða í síma 6950414.

Hætt við þátttöku

Hætti barn við þátttöku er þátttökugjaldið að fullu greitt til baka ef látið er vita tímanlega:

  • Vegna hefðbundinna námskeiða þarf að láta vita í síðasta lagi sunnudag fyrir byrjun 2. viku námskeiðsins.
  • Vegna helgarnámskeiða í síðasta lagi í lok fyrsta dags.

Börn fá því tækifæri til að hætta við án kostnaðar líki þeim ekki við námskeiðið

Mikilvægt:

Ef hætt er þátttöku síðar áskilur Siðmennt sér rétt til að halda eftir umsýslugjaldi upp á kr. 3000.   Þetta er  vegna þess óhagræðis og vinnu sem skapast af því að endurskipuleggja hópana eftir að kennslan er hafin.

Síðast uppfært 14. June 2014

Login