Um leiðbeinendur

Alexandra Kristjana Ægisdóttir 
Alexandra er menntuð í ensku og þýðingarfræðum. Hún hefur breiða þekkingu á réttindamálum jaðarsettra hópa og hefur meðal annars starfað við túlkun og þýðingar fyrir Þýðingarmiðstöð Íslands. Hún hefur áður séð um gestafyrirlestra um femínisma og jafnrétti í fermingarfræðslunni.

Arnar Brynhildarson Einarsson 
Arnar er með BA próf í heimspeki en þessi misserin er hann að skrifa MA ritgerð í heimspekikennslu um Díonýsískar nálganir. Þetta er fjórða ár Arnars í fermingarfræðslunni.

Áslaug Guðný Unnsteinsdóttir 
Áslaug er nemandi í Guðfræði- og trúarbragðafræði við HÍ og hefur meðal annars starfað sem jógakennari og au-pair.

Ástrós Anna Klemensdóttir
Ástrós Anna er með BA próf í félagsvísindummeð aukagrein í kynjafræði. Hún hefur meðal annars starfað við rannsóknir í HÍ, sem frístundaráðgjafi, NPA aðstoðarkona og sem sjálfboðaliði hjá Hjálparsímanum 1717. Hún hefur áður séð um gestafyrirlestra um femínisma og jafnrétti í fermingarfræðslunni.

Birna Stefánsdóttir 
Birna er stjórnmálafræðingur að mennt og hefur meðal annars unnið sem blaðamaður á Kjarnanum og sem hugmynda- og textasmiður. Í dag stundar hún meistaranám í ritlist við HÍ. Hún hefur áður séð um gestafyrirlestra um femínisma og jafnrétti í fermingarfræðslunni.

Bjarni Halldór Janusson
Bjarni er með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki og stundar nú viðbótarnám til kennsluréttinda. Hann hefur lengi látið sig félagsmál varða, en hann hefur áður gegnt varaþingmennsku og tekið sæti á Alþingi.

Elsa Björg Magnúsdóttir
Elsa er heimspekingur og er með viðbótardiplómu í kennslufræðum. Hún hefur meðal annars starfað sem heimspekifyrirlesari, ljósmyndari og hugmyndasmiður, og er auk þess formaður Félags áhugamanna um heimspeki.

Eydís Blöndal
Eydís er ljóðskáld með BA próf í heimspeki. Hún hefur meðal annars starfað sem varaþingmaður og pistlahöfundur. Áður hefur hún séð um gestafyrirlestra um femínisma og jafnrétti í fermingarfræðslunni.

Fönn Hallsdóttir
Fönn er nemi í félagsráðgjöf í HÍ með lögfræði sem aukagrein og hefur setið í nefndum eins og Femínistafélag Háskóla Íslands, Ungmennaráð UN Women og Lagabreytingarnefnd Orators. Hún hefur áður séð um gestafyrirlestra um femínisma og jafnrétti í fermingarfræðslunni.

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir 
Heiða er hagfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað við blaðamennsku og sem verkefnastjóri Landssambands Ungmennafélaga. Auk þess hefur hún víðtæka reynslu af starfi ungmennafélaga, bæði hérlendis og á alþjóðavísu en hún hefur dvalið um árabil í Mexíkóborg og er altalandi á spænsku. Í dag stundar hún meistaranám í ritlist við .  

Hólmfríður Þórisdóttir
Hólmfríður er í meistaraprófi í heimspeki og er auk þess með diplóma í kennslufræðum. Hún hefur meðal annars starfað sem karate-þjálfari og skrifstofustjóri.

Ingibjörg Sædís
Ingibjörg er með BA próf í heimspeki og stundar núna MA nám í menningarfræðum. Hún hefur meðal annars starfað sem NPA aðstoðarkona og varð fullgildur athafnastjóri hjá Siðmennt í fyrra. 

Jónatan Sólon Magnússon 
Jónatan er með BA próf í bæði heimspeki og stærðfræði. Hann hefur meðal annars starfað sem aðstoðarkennari í rökfræði við HÍ og sem stærðfræðikennari við Nóbel námsbúðir.

Karl Ólafur Hallbjörnsson – fjarnám
Karl Ólafur starfar sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofu en lauk nýlega meistaranámi í meginlandsheimspeki við Warwick-háskóla. Áður hefur Karl starfað við fjölmiðlun, ýmis ritstörf og jafningjafræðslu Hins hússins. Karl er þess að auki ritstjóri veftímaritsins Sýsifos sem fjallar um heimspeki, bókmenntir og stjórnmál.

Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Katrín er með BA próf í heimspeki frá HÍ en stundar núna MA nám í heimspekikennslu við sama skóla. Katrín hefur meðal annars starfað sem landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði og hefur tekið þátt í að skipuleggja fjölda viðburða á sviði heimspeki, umhverfisverndar og friðarstarfs.

Margrét Gauja Magnúsdóttir
Margrét er með BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ og kennsluréttindi frá sama skóla. Einnig er hún með meistaragráðu í stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur starfað með ungmennum í fjölda ára, meðal ananrs sem kennari, námsráðgjafi og forvarnarfulltrúi og nú sem forstöðumaður í ungmennnahúsinu Hamrinum í Hafnarfirði. Hún hefur staðið að fyrirlestrum og námskeiðum um kynjafræðslu, lýðræðisfræðslu og valdeflingu ungmenna ásamt því að hafa verið athafnastjóri á vegum Siðmenntar um árabil.

María Elísabet Bragadóttir
María er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands. Hún er rithöfundur og hefur líka unnið við pistlaskrif, sem leiðsögumaður hjá Reykjavík Sightseeing og upp á Langjökli.

Unnur Hjaltadóttir
Unnur er hluti af kennsluráði Siðmenntar og er að byrja sitt þriðja ár í kennslu í fermingarfræðslunni. Unnur er menntaður félagsliði og hefur starfað talsvert með unglingum í vanda. Hún er með BA próf í heimspeki og stundar nám í hagnýtri siðfræði. Unnur var í ráði um málefni fatlaðs fólks við Hí í 3 ár og í jafnréttisnefnd og sviðsráði hugvísindasviðs. Hún er formaður Veritas sem eru hagsmunasamtök stúdenta við HÍ og varaformaður félags áhugamanna um heimspeki. 

Vigdís Hafliðadóttir
Vigdís er með BA próf í heimspeki og hefur stundað nám í Þýskalandi, Svíþjóð og Ítalíu. Samhliða heimspekinni hefur hún meðal annars unnið verkefni fyrir RÚV og sýnt með spunahópnum Improv Ísland. 

Landsbyggðin 

Adam Lárus Sigurðarson – Selfoss
Adam er með BA próf í heimspeki og MA í heimspekikennslu. Hann hefur verið virkur í starfi Rauða Krossins í fjölda ára og meðal annars starfað með unglingum sem flokkstjóri í vinnuskólanum. Adam hefur kennt í fermingarfræðslunni á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár en er nú fluttur til Selfoss og kennir þar helgarnámskeið.

Friðrik Bjartur Magnússon – Egilsstaðir
Friðrik er með BA próf í heimspeki. Hann starfar meðal annars sem yfirbruggari brugghússins Austra á Egilsstöðum. Samhliða því hefur hann komið á fót eigin rekstri á veitingastaðnum Aski Taproom & Pizzeria. Síðustu 6 sumur hefur Friðrik séð um sumarnámskeið í golfi fyrir börn og ungmenni. 

Guðrún Vala Elísdóttir – Akranes
Guðrún Vala er með BA próf í mannfræði og B.Ed. í uppeldis- og kennslufræðum en auk þess er hún með viðbótardiplómu í „fjölmenning, margbreytileiki og flóttafólk.“ Hún hefur meðal annars starfað sem grunn- og framhaldsskólakennari, skólastjóri og er starfandi athafnastjóri fyrir Siðmennt.

Valgerður Dögg Jónsdóttir – Akureyri
Valgerður starfar sem kennari og forvarnarfulltrúi í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefur séð um fermingarfræðsluna á Norðurlandi um árabil.

Kristín Helga Schiöth – Akureyri
Kristín Helga er með meistarapróf í alþjóðafræðum (International Studies) með BA próf í heimspeki með lögfræði sem aukafag. Hún hefur meðal annars starfað við þýðingar og verkefnastjórnun.

Gestakennsla:

Dagbjört Ásbjörnsdóttir (gestakennsla)

Dagbjört er M.A. í kynja- og kynverundarfræðum og starfar sem verkefnastjóri í fjölmenningu á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hún hefur komið með gestakennslu í kynjafræði til okkar í hartnær 15 ár.

Jafningjafræðsla Hins Hússins
Jafningjafræðsluna ættu flestir að þekkja en þau eru hópur ungs fólks sem starfar hjá Hinu húsinu. Þau bjóða ungmennum jafnan upp á góða fræðslu á jafningjagrundvelli, fræðslu sem snýr að forvörnum, heilbrigðum lífstíl, sjálfsmynd og þaðan fram eftir götunum. Jafningjafræðarar fá sjálfir margskonar fræðslu frá sérfræðingum áður en þeir hefjast starfa og hafa þess að auki mikla reynslu af því að koma skilaboðunum til skila.