Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Spurt og svarað um SAMT

Haustið 2011

Þar sem SAMT er ekki lengur starfandi félag er þessi síða ekki lengur í gildi.  Í stað SAMT er Siðmennt með fundi á síðasta laugardegi hvers mánaðar kl 13.  Fundirnir eru fyrir félaga Siðmenntar og jafnan sóttir af þeim félögum sem eru á spjall-póstlista félagsins (Sidspjall, sem áður hét SAMT-listi).  Vilji einhver utan félagsins koma er um að gera að hafa samband við Hope Knútsson sími: 557-3734, hope at sidmennt.is.

 

1. Hverjir geta gengið í SAMT?
Allir þeir einstaklingar sem eru trúlausir og sammála markmiðum SAMT geta gengið í félagið.

2. Þarf ég að vera meðlimur í Siðmennt til að geta gengið í SAMT?
Þó SAMT sé félagsskapur innan Siðmenntar þá er ekki gerð krafa um að viðkomandi sé skráður í Siðmennt ef hann vill taka þátt í starfi SAMT. Meðlimir SAMT hvetja hins vegar alla til að kynna sér starfsemi Siðmenntar og veita félaginu stuðning með inngöngu sinni.

3. Hvað þarf ég að vera gamall/gömul til að geta gengið í SAMT?
Ekki er gerð nein sérstök krafa um aldur við inngöngu í SAMT þó æskilegt sé að viðkomandi hafi náð sjálfræðisaldri. Á fundi félagsins hafa mætt þó nokkrir sem ekki hafa náð lögaldri en í öllum tilvikum hafa þeir mætt með foreldrum sínum sem einnig eru í SAMT. Ef þú ert undir 18 ára aldri en hefur engu að síður áhuga á að taka þátt í starfsemi SAMT þá er þér það velkomið að okkar hálfu. Við leggjum þó eindregið til að þeir sem vilja ganga í SAMT en eru ekki orðnir lögráða geri það með vitund og samþykki foreldra eða forráðamanna. Því miður eru enn töluverðir fordómar gegn trúleysi og trúleysingum í samfélaginu og innganga í félagsskap trúleysingja gæti valdið óþarfa uppnámi meðal foreldra. Í félaginu er fólk á öllum aldri þó langflestir séu á aldrinum 20-60.

4. Hvernig get ég skráð mig í SAMT?
Með því að senda tölvupóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina að þú hafir áhuga á að ganga í félagið. Láttu fylgja fullt nafn, síma, tölvupóstfang og gott væri að vita í stuttu máli ástæðu þess að þú hefur áhuga á að skrá þig í SAMT.

5. Hvar eru fundir SAMT haldnir? Mig langar til að mæta á fund.
Fundarstaðir SAMT eru breytilegir en eru þó flestir, enn sem komið er, haldnir í heimahúsum. Til þess að mæta á fund þarftu fyrst að skrá þig í SAMT. Þegar þú hefur verið skráður í félagið færðu send fundarboð.

SPURNINGAR FRÁ LESENDUM

Þið kallið ykkur samfélag trúlausra, í hvaða merkingu þess orðs??? Því að ef þið trúið ekki á guð, á hvað trúið þið þá? Ef þið segist ekki trúa á neitt að þá trúið þið því að þið trúið á ekki neitt og þar með er nafnið á samtökum ykkar orðið mótsagnarkennt.

1. Við köllum okkur samfélag trúlausra í þeirri augljósu merkingu að við erum félag fólks sem er trúlaust. Við trúum ekki á það sem ekki er hægt að sanna eða sýna fram á að er til. Þar á meðal er Guð.

2. Trúleysi getur því ekki talist trú, því samkvæmt skilgreiningu er trúleysi nákvæmlega það sem nafnið segir: skortur á trú. Það er ekki hægt að trúa með neikvæðum formerkjum. Annað hvort trúir maður eða ekki. Við trúum ekki á Guð eða guði rétt eins og við trúum ekki á tilvist fljúgandi bleikra fíla eða hringlaga þríhyrninga. Engar sannanir eru fyrir tilvist fljúgandi bleikra fíla og hringlaga þríhyrningar geta augljóslega ekki verið til.

Sjá nánar:
Hvað er trúleysi?
Spurningar og svör um trúleysi

Er ekki erfitt að vera trúlaus?

Nei alls ekki. Af hverju skildi það vera erfitt? Trúleysi er einungis skortur á trú. Það er t.a.m. ekki erfiðara að trúa ekki á Guð frekar en að trúa ekki á tröll, jólasveininn, tannálfinn eða á tilvist hringlaga þríhyrnings. Ekki það að hér sé verið að bera þessi fyrirbæri saman. Fyrir efasemdarmenn er trúleysi eðlileg afleiðing sönnunarskorts. Ef engar sannanir eru fyrir tilvist einhvers og/eða til eru haldbær rök eða sannanir fyrir hinu gagnstæða er trúleysi sjálfsögð og eðlileg afleiðing.

Trúlausir spyrja stundum á móti hvort ekki sé erfitt að vera trúaður. Það hlýtur til að mynda að vera mjög erfitt að vera í stöðugum ótta við að einhver nákominn manni eða maður sjálfur fari til helvítis.

Trúleysi? Er það ekki frekar kalt?

Trúleysi þýðir einungis, að trúa ekki í blindni á tilvist þess sem ekki verður sannað eða hægt er að sýna fram á að er ekki til. Sumum kann að finnast það kalt. Við kjósum að kalla það skynsemi.

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin til að hver sem á hann trúir hafi líf. Jesús kom sem ljós inn í heiminn. Þetta er trúverðugra heldur en það sem trúleysingafélag ykkar boðar. Það á sér engan tilgang, að halda að lífið sé einhver tilgangslaus ganga í gegnum lífið. Gefum hvort öðru von.

1. SAMT krefur lesendur sína ekki um að trúa einu né neinu sem stendur á þessum vef í blindni. Við hvetjum alla að lesa þennan vef með gagnrýnu hugarfari og láta okkur tafarlaust vita ef eitthvað sem hér stendur er beinlínis rangt eða er ekki byggt á rökum.

2. Fullyrðingar eins og ,,Guð gaf son sinn eingetinn svo að þeir sem á hann trúa lifi að eilífu“ og ,,Jesú kom sem ljós inn í heiminn“ eru eitthvað sem trúleysingjar trúa ekki vegna þess þeim fylgja engar sannanir.

3. Trúleysingjar telja ekki að lífið sé tilgangslaust. Þeir trúa bara ekki að tilgangur lífsins sé að þjóna guði.

Af hverju ekki að búa til heimasíðu þar sem tilgangur ykkar er að berjast gegn morðingjum, barnaníðingum og ofbeldismönnum? Þið eruð með hæfuleika… notið þá rétt. Guð blessi ykkur.

Vegna þess að markmið SAMT eru m.a.:
1. Að vera vettvangur fyrir fólk sem er trúlaust eða þarf að fá hjálp við að kljást við efasemdir sínar í tiltölulega trúuðum heimi.

2. Að fræða almenning um þá afstöðu sem trúleysi er og draga þannig úr þeim fordómum sem margir trúleysingjar verða fyrir.

3. Að berjast gegn hverju því misrétti sem fólk verður fyrir að hálfu hins opinbera vegna trúar- eða lífsskoðana sinna.

4. Að hvetja fólk til þess að hugsa á sjálfstæðan og gagnrýnan máta um lífið og tilveruna.

Ef það er eitthvað rangt við að við notum tíma okkar í að kynna lífsskoðun okkar, eins og gefið er í skyn þá hljótum við að spyrja á móti: Hvers vegna eyðir þú ekki tíma þínum í að ,,berjast gegn morðingjum, barnaníðingum og ofbeldismönnum?“ frekar en að lesa vefsíður trúleysingja á netinu og skrifa í gestabók þeirra? :)

Að gefnu tilefni skal tekið fram að eitt af markmiðum SAMT er að berjast gegn fordómum en eins og menn vita eru fordómar oft orsök haturs, óréttlætis og ofbeldis.

Þið talið mikið um að þið berjist fyrir trúfrelsi og því ,,misrétti sem fólk verður fyrir að hálfu hins opinbera vegna trúar- eða lífsskoðana sinna.“ Er ekki trúfrelsi hér á landi??? Ég veit ekki betur en að öllum sé frjálst að iðka hvaða trú og/eða lífsskoðun sem er hér á landi. Um hvaða misrétti eru þið að tala?

Samband ríkis og kirkju hér á landi veldur því að ríkið hyglir einum trúarbrögðum umfram önnur. Fólki er semsagt mismunað vegna trúar- og lífsskoðana þess. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem valda misrétti og skerða þar með trúfrelsi.

1. Hin evangelíska lúterska kirkja nýtur sérstakrar verndar í stjórnarskrá Íslands sem er bersýnilega í mótsögn við 1. málsgrein 65. greinar sömu stjórnarskrár þar sem segir að:
„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, […] og stöðu að öðru leyti.“

2. Óeðlileg fjárhagsleg tengsl eru milli ríkisins og kirkjunnar annars vegar og ríkisins og trúarbragða almennt hins vegar. a) Ríkið greiðir enn laun presta og annarra starfsmanna kirkjunnar. b) Skattgreiðendur eru látnir borga hundruð milljóna króna í sérstaka ríkis-kristnihátíð. Enn fremur er skattgreiðendum sendur reikningurinn fyrir 60 milljón króna riti um sögu kristni á Íslandi. c) Ríkið sér um að rukka sóknargjöld fyrir trúfélög. Þeim sem standa utan trúfélaga er refsað fyrir það því þeim er gert að greiða meira en aðrir þurfa að greiða til Háskólamenntunar.

3. Einhliða kristinfræðsla og stundum trúboð er stundað í opinberum skólum

4. Alþingi allra Íslendinga hefst með messu og bænagjörð

5. Almenningi er bannað samkvæmt lögum að vinna á helgidögum kristintrúarmanna

6. Börn eru skráð sjálfkrafa í trúfélag móður

7. Grafreitir landsmanna eru undir stjórn kirkjunnar

8. Guðfræðideild Háskóla Íslands er greidd af ríkinu

Nánari umfjöllun er hægt að finna hér:
Eru ríki og kirkja aðskilin?
Greinasafn

Eru trúarbrögð forsenda siðferðis? – 04.02.2002 – shg

Nei, trúarbrögð eru alls ekki forsenda siðferðis. Með því að fullyrða slíkt væri maður í raun að segja að menn gætu ekki verið siðprúðir án þess að vera trúaðir. Það er vitanlega ekki rétt. Siðferði er hins vegar óumdeilanlega tengd trúarbrögðum þar sem að í öllum trúarbrögðum (svo best sem ég veit) er að finna hugmyndir um það hvernig fólk á að haga sér gagnvart guði sínum, sjálfum sér og öðrum.

Það virðist þó vera algengur misskilningur meðal almennings að trú sé forsenda siðferðis. Flestir kannast líklegast við orðasamböndin ,,kristilegt siðgæði“ og ,,kristilegur kærleikur“ eða setningar á borð við ,,þetta var nú kristilegt af honum“ eða ,,það er nú varla við öðru af búast af þjóð sem ekki hefur verið alin upp í kristilegu umhverfi“ o.s.frv. Í Morgunblaðsgrein sem birtist laugardaginn 2. febrúar 2002 sagði prestur einn m.a.:

,,Og skyldi það vera tilviljun að þau lönd sem skora hæst á kvörðum sem mæla velmegun, þjóðfélagslegt réttlæti og öryggi, frið og farsæld eru Norðurlöndin þar sem sterkar þjóðkirkjur hafa mótað mannlífið um aldir? Löggjöf þjóðarinnar byggist að meginstofni til á kristnum gildum og ólíklegt má telja að meirihluti þjóðarinnar vilji breyta því í skjótræði og kasta siðferðilegum fjársjóði þjóðarinnar á glæ. Spyrja má um leið: Hvað vill fólk fá í staðinn?“

Ástæðan fyrir þessum misskilningi er líklegast fyrst og fremst sú að flestir eru fáfróðir um siðferðisboðskap trúarbragða. Á Íslandi þar sem langflestir telja sig vera kristintrúar veit nánast enginn hvað stendur í Biblíunni annað en það sem prestar þylja upp á hátíðisdögum og í fjölmiðlum. Fáir gætu sætt sig við ef það yrði kallað kristilegt athæfi að: eiga þræla, fara illa með konur, bannfæra samkynhneigða, hvetja til ofbeldis og stunda ofbeldi. Þó er ,,orð Guðs“ uppfullt af þessháttar siðleysu (sjá m.a. http://skepticsannotatedbible.com til að skoða gagnrýna umræðu um Biblíuna og boðskap hennar).

,,Kristilegt siðgæði“ er því yfirleitt bara önnur aðferð manna til að segja ,,almennt siðgæði“. Prestar og aðrir þeir sem telja sig kristintrúar og eru fylgjandi lýðræði, kvenfrelsi, umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum, umburðarlyndi gagnvart fólki sem stundar önnur trúarbrögð eða aðhyllist aðrar lífsskoðanir en er jafnframt á móti ofbeldi. Þ.e. morðum, fjöldamorðum, mannránum, nauðgunum, barnamisþyrmingu og þrælahaldi. Þeir hafa því, rétt eins og fríþenkjarar, hafnað þeim siðferðisboðskap sem Biblían og guð þeirra m.a. boðar.

Í einföldu máli má segja að góðar siðareglur verða til vegna reynslu manna og skilnings þeirra á því hvernig best sé að koma fram við náungann. Guðlegar leiðbeiningar eru algerlega óþarfar (og oft til óþurftar eins og boðskapur Biblíunnar sannar). Flestir átta sig á því að það er skynsamlegt að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig. Rökhugsun og viljinn til að læra af reynslunni er allt sem þarf. Góðar siðareglur viðhalda eða auka lífsgæði manna en skerða þau ekki. Einnig má segja að góðar almennar siðareglur séu alþjóðlegar og eiga alls staðar jafn vel við, því þær eru byggðar á skynsemi en ekki kreddum.

Nánari umfjöllun er hægt að finna hér:
Trúarbrögð og siðmenning

Nánari upplýsingar um trúleysi og SAMT:
Fræðsluefni (PDF):

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login