Samfélag trúlausra

Samfélag trúlausra (SAMT)

Tilkynning haustið 2011:  Það var ákveðið af stjórn Siðmenntar að leggja niður SAMT.  Vettvangur þess var orðinn nær óþarfur að því leyti að það er vart lengur bara trúleysið sem hvetur fólk til að hittast og ræða afstöðu sína.  Opinskátt trúleysi er það algengt að það þarf ekki sérstaka athygli lengur.  Í stað þess félagslega sem SAMT uppfyllti heldur Siðmennt áfram með spjallfundi og spjallpóstlista (SAMT-spjall breytist í sidspjall).   Frekari upplýsingar fá félagar sendar.

Hér að neðan fer gamall texti um SAMT:

Samfélag trúlausra (SAMT) var stofnað í október 1998 af nokkrum félögum í Siðmennt sem höfðu áhuga á að fjalla sérstaklega um trúleysi.

SAMT er óformlegt félag að því leyti að fundir félagsins fara flestir fram í heimahúsi eða notalegu kaffihúsi og eru lausir við allt skrifræði og formlegar fundarstjórnir.

Fyrir utan þessa óformlegu fundi sem haldnir eru að jafnaði einu sinni í mánuði, spjallar fólkið í SAMT saman á tölvupóstlista. Öllum félögum Siðmenntar sem hafa áhuga á því að skrá sig á þennan spjalllista er það velkomið. Það er rétt að vara við því að þegar eitthvað hitamál er í gangi, geta bréfin orðið æði mörg og mikið fjör á listanum.

Í SAMT berum við saman bækur okkar og fáum okkur kaffi eða te. Það er mikið hlegið en líka rætt af alvöru um jafnrétti lífsskoðana og siðfræði án guðshugmynda svo fátt eitt sé talið. Við teljum að maðurinn sé sjálfur ábyrgur fyrir velfarnaði sínum, ekki ósýnileg “æðri máttarvöld”. Við ræðum einnig hvernig gera má ýmsar hátíðlegar stundir s.s. giftingu, nafngift og útför, persónulegar og einstakar án íhlutunar trúarlegra siða.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á fund hjá SAMT eða taka þátt í tölvupóstlista þess eru vinsamlegast beðnir um að senda félaginu póst.

Nánari upplýsingar um trúleysi og SAMT:
Fræðsluefni (PDF):

Login