Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Samfélag trúlausra

Samfélag trúlausra (SAMT)

Tilkynning haustið 2011:  Það var ákveðið af stjórn Siðmenntar að leggja niður SAMT.  Vettvangur þess var orðinn nær óþarfur að því leyti að það er vart lengur bara trúleysið sem hvetur fólk til að hittast og ræða afstöðu sína.  Opinskátt trúleysi er það algengt að það þarf ekki sérstaka athygli lengur.  Í stað þess félagslega sem SAMT uppfyllti heldur Siðmennt áfram með spjallfundi og spjallpóstlista (SAMT-spjall breytist í sidspjall).   Frekari upplýsingar fá félagar sendar.

Hér að neðan fer gamall texti um SAMT:

Samfélag trúlausra (SAMT) var stofnað í október 1998 af nokkrum félögum í Siðmennt sem höfðu áhuga á að fjalla sérstaklega um trúleysi.

SAMT er óformlegt félag að því leyti að fundir félagsins fara flestir fram í heimahúsi eða notalegu kaffihúsi og eru lausir við allt skrifræði og formlegar fundarstjórnir.

Fyrir utan þessa óformlegu fundi sem haldnir eru að jafnaði einu sinni í mánuði, spjallar fólkið í SAMT saman á tölvupóstlista. Öllum félögum Siðmenntar sem hafa áhuga á því að skrá sig á þennan spjalllista er það velkomið. Það er rétt að vara við því að þegar eitthvað hitamál er í gangi, geta bréfin orðið æði mörg og mikið fjör á listanum.

Í SAMT berum við saman bækur okkar og fáum okkur kaffi eða te. Það er mikið hlegið en líka rætt af alvöru um jafnrétti lífsskoðana og siðfræði án guðshugmynda svo fátt eitt sé talið. Við teljum að maðurinn sé sjálfur ábyrgur fyrir velfarnaði sínum, ekki ósýnileg “æðri máttarvöld”. Við ræðum einnig hvernig gera má ýmsar hátíðlegar stundir s.s. giftingu, nafngift og útför, persónulegar og einstakar án íhlutunar trúarlegra siða.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á fund hjá SAMT eða taka þátt í tölvupóstlista þess eru vinsamlegast beðnir um að senda félaginu póst.

Nánari upplýsingar um trúleysi og SAMT:
Fræðsluefni (PDF):

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login