Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Trúarstarf í opinberum skólum

Fræðsla ekki áróður

Áróður á ekki heima í skólum. Skólinn á að vera hlutlaus fræðslu- og uppeldisstofnun. Því miður sýna dæmin að svo er ekki alltaf. Fjölmargir foreldrar hafa haft samband við Siðmennt og kvartað undan því að trúaráróður, kirkjuheimsóknir, bænahald og annar trúarlegur áróður sé stundaður í skólum barna þeirra.

Af þessum ástæðum hefur Siðmennt útbúið eyðublað fyrir athugasemdir um óeðlileg tengsl trúar í skólastarfi. Tilgangurinn með söfnun þessara upplýsinga er að vekja athygli almennings og yfirvalda á þeim áróðri sem stundum fer fram í skólum. Í fjölmenningalegu samfélagi og í raun í öllum samfélögum þar sem lífsskoðanir manna eru misjafnar er mikilvægt að virðing sé borin fyrir öllum og yfirvöld hygli ekki einni lífsskoðun umfram aðra.

Hvað get ég gert?

Foreldrar og forráðamenn hafa haft samband við Siðmennt og spurt hvað þeir geti gert til að sporna gegn trúboði og trúarstarfsemi í opinberum skólum. Siðmennt hefur útbúið þónokkuð af efni til að aðstoða þetta fólk við að koma athugasemdum sínum á framfæri. Hér fyrir neðan eru að finna nokkur skjöl til aðstoðar:

Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum
Ítarleg greinagerð Siðmenntar um hvað felst í raunverulegu trúfrelsi.

Hvers vegna trúarbragðalaus skóli? (.pdf skjal)
Bæklingur um mikilvægi hlutleysi opinberra skóla sem hægt er að prenta út og gefa t.d. skólastjórnendum, kennurum og foreldrum.

Staðlað bréf sem foreldrar geta breytt og sent á viðeigandi skóla vegna óviðeigandi heimsókna í kirkjur(.doc skjal) eða fermingarferðalaga á skólatíma.

Margir foreldrar hafa haft samband við Siðmennt og verið ráðþrota um hvað þeir geti gert sé stundað trúboð í skólum barna þeirra. Nú geta þeir prentað út þetta bréf, fyllt út réttar upplýsingar, og sent skólastjórnendum. Í bréfinu er m.a. vísað í lög og námsskrár.

Undanþága frá trúarbragðafræðslu í grunnskóla vegna trúar- og lífsskoðunar foreldra (www.menntamalaraduneyti.is)
„Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn, er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu. Forráðamaður skal þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr í námi  meðan á undanþágutímanum stendur.“ (Tekið af vef menntamálaráðuneytisins)

Öllum er frjálst að prenta út þessi skjöl og koma þeim á framfæri. Athugasemdir og spurningar berist til sidmennt@sidmennt.is.

Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login