Trúarstarf í opinberum skólum

Fræðsla ekki áróður

Áróður á ekki heima í skólum. Skólinn á að vera hlutlaus fræðslu- og uppeldisstofnun. Því miður sýna dæmin að svo er ekki alltaf. Fjölmargir foreldrar hafa haft samband við Siðmennt og kvartað undan því að trúaráróður, kirkjuheimsóknir, bænahald og annar trúarlegur áróður sé stundaður í skólum barna þeirra.

Af þessum ástæðum hefur Siðmennt útbúið eyðublað fyrir athugasemdir um óeðlileg tengsl trúar í skólastarfi. Tilgangurinn með söfnun þessara upplýsinga er að vekja athygli almennings og yfirvalda á þeim áróðri sem stundum fer fram í skólum. Í fjölmenningalegu samfélagi og í raun í öllum samfélögum þar sem lífsskoðanir manna eru misjafnar er mikilvægt að virðing sé borin fyrir öllum og yfirvöld hygli ekki einni lífsskoðun umfram aðra.

Hvað get ég gert?

Foreldrar og forráðamenn hafa haft samband við Siðmennt og spurt hvað þeir geti gert til að sporna gegn trúboði og trúarstarfsemi í opinberum skólum. Siðmennt hefur útbúið þónokkuð af efni til að aðstoða þetta fólk við að koma athugasemdum sínum á framfæri. Hér fyrir neðan eru að finna nokkur skjöl til aðstoðar:

Stefna Siðmenntar í trúfrelsismálum
Ítarleg greinagerð Siðmenntar um hvað felst í raunverulegu trúfrelsi.

Hvers vegna trúarbragðalaus skóli? (.pdf skjal)
Bæklingur um mikilvægi hlutleysi opinberra skóla sem hægt er að prenta út og gefa t.d. skólastjórnendum, kennurum og foreldrum.

Staðlað bréf sem foreldrar geta breytt og sent á viðeigandi skóla vegna óviðeigandi heimsókna í kirkjur(.doc skjal) eða fermingarferðalaga á skólatíma.

Margir foreldrar hafa haft samband við Siðmennt og verið ráðþrota um hvað þeir geti gert sé stundað trúboð í skólum barna þeirra. Nú geta þeir prentað út þetta bréf, fyllt út réttar upplýsingar, og sent skólastjórnendum. Í bréfinu er m.a. vísað í lög og námsskrár.

Undanþága frá trúarbragðafræðslu í grunnskóla vegna trúar- og lífsskoðunar foreldra (www.menntamalaraduneyti.is)
„Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn, er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu. Forráðamaður skal þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr í námi  meðan á undanþágutímanum stendur.“ (Tekið af vef menntamálaráðuneytisins)

Öllum er frjálst að prenta út þessi skjöl og koma þeim á framfæri. Athugasemdir og spurningar berist til sidmennt@sidmennt.is.

Login