Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson er fæddur 1966. Jóhann hefur verið formaður Siðmenntar frá febrúar 2015 en setið í stjórn síðan 1997. Jóhann hefur kennt á undirbúningsnámskeiðum fyrir borgaralega fermingu frá 1997 ásamt því að vera kennslustjóri námskeiðanna.

Athafnastjórn

Jóhann er athafnarstjóri frá 25. mars 2007 og er auk þess ábyrgðarmaður athafnaþjónustu Siðmenntar.

Athafnir:
Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Tungumál athafna: íslenska, enska (jafnvel franska).

Menntun, störf og annað:

  • BA í heimspeki frá Háskóla íslands. MA í heimspeki frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu, Kennsluréttindi frá Háskóla íslands. Jóhann hefur stundað kennslu í grunnskóla og í fullorðinsfræðslu undanfarin ár.

Netfang: johann[at]sidmennt.is