Siðmennt svarar svarbréfi Karls Sigurbjörnssonar biskups

Siðmennt hefur sent frá sér opið svarbréf við svarbréfi Karls Sigurbjörnssonar biskups. Biskup hvorki dró til baka né baðst afsökunar á ummælum sínum um að Siðmennt væru „hatrömm samtök“ en þess í stað talaði um að málflutningur Siðmenntar væri „hatrammur“. Hann vitnaði síðan í skjal sem Siðmennt sendi Menntaráði Reykjavíkur fyrir tveimur árum, en þar voru talin upp þau atriði sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ályktaði um að væru trúarleg starfsemi eða trúboð í skólum og ættu ekki að eiga sér stað.

(meira…)

Virðing og umburðarlyndi

Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hofsósi, skrifar kostulega grein í Fréttablaðið 28. september síðastliðinn, þar sem hann fer mikinn gegn Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Gunnar lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að guðleysingjunum í Siðmennt hafi verið hleypt inn í Fríkirkjuna til að gefa saman par borgaralega. Leiðinlegt þykir mér að Gunnar hafi áhyggjur af því að trúleysingjar heimsæki kristilegar kirkjur en mun alvarlegra þykir mér þó að lesa þær rangfærslur sem Gunnar fer með um Siðmennt, stefnu félagsins og markmið.

(meira…)

SAMT hlýtur Freidenker verðlaunin 2007

Það tilkynnist með miklu stolti að SAMT, trúlausi umræðuhópurinn innan veggja Siðmenntar, hefur verið veitt Freidenker verðlaun Atheist Alliance International (AAI) fyrir árið 2007. Verða þessi verðlaun veitt formlega á ársþingi AAI sem haldið verður 28. – 30. september í Crystal City í Virginia fylki Bandaríkjanna. Þingið ber yfirskriftina „Kristaltært trúleysi“.

(meira…)

Topp tíu ranghugmyndir um Siðmennt, trúleysi og húmanisma

Alltaf þegar Siðmennt – félag siðrænna húmanista – lætur í sér heyra birtast fullyrðingar um Siðmennt, trúleysi og húmanisma í fjölmiðlum og á netinu sem eiga lítið eða ekkert skylt við sannleikann. Ég vil því nota tækifærið og afhjúpa topp tíu ranghugmyndir um Siðmennt, trúleysi og húmanisma.

1. Siðmennt er á móti trúarbragðafræðslu í skólum.
Þessi fullyrðing heyrist oft. Oft reyndar frá fólki sem veit betur. Sannleikurinn er sá að Siðmennt hefur alltaf stutt öfluga kennslu um trúarbrögð. Siðmennt mótmælir aðeins því að trúboð og trúarlegar athafnir fari fram í opinberum skólum. Opinberir skólar eiga að vera fyrir alla og eiga að vera lausir við hvers kyns áróður.

(meira…)

Close Menu