Posts Tagged ‘Trúleysi’

P.Z. Myers flytur erindi um „Vísindi og trúleysi“ 29. maí 2012

P.Z. Myers

Líffræðingurinn og vísindabloggarinn vinsæli P.Z. Myers á www.pharyngula.com flytur erindi um „Vísindi og trúleysi“ á Íslandi. Erindi hans er á vegum Siðmenntar og verður flutt þann 29. maí 2012 klukkan 19:30 í Háskólatorgi Háskóla Íslands. Stofu HT-102. Aðgangseyrir 1000 krónur.

P.Z. Myers er þekktur fyrir gagnrýni sína á vitræna hönnun (intelligent design) og sköpunarhyggju (creationism). Myers er handhafi alþjóðlegu Húmanistaviðurkenningarinnar 2011.

Lesa áfram ...

Biskup Íslands, trúleysi og kærleikur

Felst hætta í því að viðurkenna að það eitt að líta í augu barna okkar eða faðma ástvini geti fyllt okkur kærleika, án þess að trúa á fórnardauða og upprisu Jesú? Er náungakærleikurinn sprottinn úr jarðvegi trúar á guð, en trúleysi sálardeyðandi og mannskemmandi? Þetta virðist skoðun æðsta manns þjóðkirkjunnar, biskups Íslands. Samkvæmt honum er trú á Guð uppspretta alls hins besta í samfélaginu. Trúleysi hins vegar ógn við mannlegt samfélag og uppeldi barna , ávísun á helsi, hatur og dauða . Þetta eru skilaboð biskups til okkar sem höfum „úthýst“ Guði úr lífi okkar. Ég sé ástæðu til að gera athugasemdir við þennan boðskap og tel raunar að það ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir meðlimi stærsta trúarsafnaðar landsins hvernig leiðtoginn hefur hagað málflutningi sínum.

Lesa áfram ...

Siðmennt svarar svarbréfi Karls Sigurbjörnssonar biskups

Siðmennt hefur sent frá sér opið svarbréf við svarbréfi Karls Sigurbjörnssonar biskups. Biskup hvorki dró til baka né baðst afsökunar á ummælum sínum um að Siðmennt væru „hatrömm samtök“ en þess í stað talaði um að málflutningur Siðmenntar væri „hatrammur“. Hann vitnaði síðan í skjal sem Siðmennt sendi Menntaráði Reykjavíkur fyrir tveimur árum, en þar voru talin upp þau atriði sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ályktaði um að væru trúarleg starfsemi eða trúboð í skólum og ættu ekki að eiga sér stað.

Lesa áfram ...

Virðing og umburðarlyndi

Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hofsósi, skrifar kostulega grein í Fréttablaðið 28. september síðastliðinn, þar sem hann fer mikinn gegn Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Gunnar lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að guðleysingjunum í Siðmennt hafi verið hleypt inn í Fríkirkjuna til að gefa saman par borgaralega. Leiðinlegt þykir mér að Gunnar hafi áhyggjur af því að trúleysingjar heimsæki kristilegar kirkjur en mun alvarlegra þykir mér þó að lesa þær rangfærslur sem Gunnar fer með um Siðmennt, stefnu félagsins og markmið.

Lesa áfram ...

SAMT hlýtur Freidenker verðlaunin 2007

Það tilkynnist með miklu stolti að SAMT, trúlausi umræðuhópurinn innan veggja Siðmenntar, hefur verið veitt Freidenker verðlaun Atheist Alliance International (AAI) fyrir árið 2007. Verða þessi verðlaun veitt formlega á ársþingi AAI sem haldið verður 28. – 30. september í Crystal City í Virginia fylki Bandaríkjanna. Þingið ber yfirskriftina „Kristaltært trúleysi“.

Lesa áfram ...


Login