213 skráðir í Siðmennt hjá Þjóðskrá

Stjórn Siðmenntar lýsir yfir mikilli ánægju yfir því að 213 manns hafa skráð sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá Íslands. Aðeins eru um tveir mánuðir liðnir frá því að félagið fékk…

Ræða sem Hope Knútsson formaður flutti á fagnaðarhátíð Siðmenntar 10. maí 2013

Hope Knútsson, formaður Siðmenntar,  flutti stutta ræðu á hátíð Siðmenntar á Grand Hótel 10. maí. Þá hittust félagar og velunnarar Siðmenntar til að fagna því að félagið er nú orðið skráð lífsskoðunarfélag.

Kæru félagsmenn og aðrir gestir – gaman að sjá ykkur öll hér!

HopeVið erum komin saman í dag til að fagna mjög mikilvægum tímamótum í 23ja ára sögu Siðmenntar. Það er gleðilegt að fá opinbera viðurkenningu á því að veraldleg lífsskoðun siðrænna húmanista hafi nú fengið sömu lagalega stöðu og trúarlegar lífsskoðanir á Íslandi. Þetta þýðir meðal annars að giftingar framkvæmdar af athafnastjórum Siðmenntar öðlast lagalegt gildi. Fólk sem giftir sig hjá Siðmennt þarf þannig ekki lengur  einnig að fara til sýslumanns til að staðfesta hjónabandið.

Hér á landi þurfa allir að greiða sóknargjöld, en gjöld þeirra sem hafa verið skráðir utan trúfélaga fóru lengi vel til Háskóla Íslands en undanfarin ár beint í ríkissjóð. Nú geta þeir sem standa utan trúfélaga en styðja stefnu Siðmenntar skráð sig í félagið hjá Þjóðskrá og styrkt þannig starfsemi félagsins. Þetta er mikilvægt skref í átt að fullu trúfrelsi á Íslandi. (meira…)

Ræða sem Bjarni Jónsson flutti á fagnaðarhátíð Siðmenntar 10. maí 2013

Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar,  flutti stutta ræðu á hátíð Siðmenntar á Grand Hótel 10. maí. Þá hittust félagar og velunnarar Siðmenntar til að fagna því að félagið er nú orðið skráð lífsskoðunarfélag.

Ágætu gestir!

Ég þarf að viðurkenna það fyrir ykkur að undanfarnir dagar hafa verið svolítið skrýtnir. Þeir hafa verið uppfullir af mikill gleði okkar Siðmenntar fólks svo og þeirra sem styðja mannréttindi. Brosið hefur ekki farið af andlitin nú í eina viku!

Bjarni

En ég hef líka fyllst smá tómleika. Ástæðan er kannski sú að nú lýkur ferli sem staðið hefur í 13 ár. Þrotlaus vinna fólks sem hafði þá ósk heitasta að vilja viðurkenningu á lífsskoðunum sínum. Undirbúningur málsins, greinaskrif, samtöl við þingmenn og mikil þolinmæði – þetta hefur allt tekið á. (meira…)

Close Menu
×
×

Cart