Erindi til þingmanna um trúfrelsi og jafnrétti
Stjórn Siðmenntar sendi þingmönnum eftirfarandi erindi 21. september 2015:
Ágætu þingmenn
Stjórn Siðmenntar vill senda ykkur, þingmönnum Lýðveldisins Íslands, óskir um velfarnað á komandi kjörtímabili. Eins og undanfarin ár fylgir hér listi mála sem Siðmennt telur brýnt að verði skoðuð og breytt á komandi þingi (sjá fyrri erindi: 2013 – 2014).
Stjórn Siðmenntar vill hrósa þingmönnum fyrir að hafa á síðasta þingi samþykkt að afnema ákvæði um guðlast úr almennum hegningarlögum. Eftir því hefur verið tekið víða um heim, bæði á meðal mannréttindasamtaka, alþjóðlegra stofnana og ekki síður hjá þjóðum sem búa við trúræði og stíf lög um guðlast sem í nokkrum löndum ganga svo langt að fólk er tekið af lífi fyrir að hafa aðra lífsskoðun. Áhrifin eiga eflaust eftir að verða meiri þegar fram líða stundir en auk Íslands þá afnam Noregur sambærileg lög á þessu ári. (meira…)