Könnun: Íslendingar vilja fella ákvæði um þjóðkirkju úr stjórnarskrá

Á bilinu 47-48% eru hlynnt því að ákvæði um þjóðkirkju verði fellt úr stjórnarskránni en tæplega 30% eru því andvíg, samkvæmt könnun Maskínu fyrir Siðmennt. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu, sem sé þeir sem eru hlynntir eða andvígir, eru á bilinu 61-62% hlynnt því að fella ákvæðið út.

Þetta er öfug niðurstaða við þá sem fékkst í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 en leitast var við að setja spurninguna fram á skýrari og hlutlausari hátt í þessari könnun.

Lesa

Könnun: Lífsskoðanir Íslendinga og trú

Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga. Lagðar voru fyrir 18 spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt. Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá.

Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að veraldlegar lífsskoðanir séu í mikilli sókn á Íslandi.

Sjá niðurstöður í heild og umfjöllun hér:

Lífsskoðanir Íslendinga og trú

[contentblock id=konnun2015]

Ríkið láti af trúfélagsskráningu og hætti að greiða „sóknargjöld“

logo-text-no-backSiðmennt hvetur þingmenn til þess að breyta lögum þannig að hið opinbera hætti  að skrá og halda utan um skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög. Að auki hvetur Siðmennt til þess að greiðslu„sóknargjalda” verði hætt.

Í árlegu bréfi til þingmanna, sem er dagsett 21. september 2015 og má finna hér í viðhengi* , gerir Siðmennt grein fyrir áherslum félagsins í trúfrelsismálum. Þar segir í 3. tölulið: “Ríkið hætti skráningu trúar- og lífsskoðana með því að skrá fólk hjá Þjóðskrá. Það er andstætt persónuvernd um upplýsingagjöf einstaklinga að þurfa að gefa upp lífsskoðanir sínar.“

Einnig segir í 5. tölulið: “Þeir sem skráðir eru utan trúar- og lífsskoðunarfélaga greiði ekki trúfélagaskatt (sóknargjald). Í 2. mgr. 64 stjórnarskrárinnar segir að þeir sem ekki eru skráðir í trúfélag skulu greiða sama skatt og aðrir (svokallað sóknargjald) en hann renni í ríkissjóð. Siðmennt telur að afnema eigi þessa kvöð svo þeir sem eru utan allra félaga greiði ekki skatt eingöngu fyrir það vera ekki í félagi – það er mismunun.”

Í tilkynningu frá Þjóðskrá 2. desember er fjallað um breytingar á trúfélagsaðild á árinu.** Frá upphafi ársins hefur skráðum félagsmönnum í Siðmennt fjölgað um 40% en þeir voru í upphafi árs 1.020 og en eru nú 1.427. Samtímis fækkar hratt í Þjóðkirkjunni. Á þessu tímabili skráðu sig yfir 3.100 manns í Trúfélagið Zuism en í byrjun árs voru félagsmenn aðeins fjórir. Ein af helstu kröfum Zúista er sú sama og Siðmennt hefur haldið á lofti: Að ríkið hætti afskiptum af skráningu fólks í trú- og lífsskoðunarfélög og hætti að greiða “sóknargjöldin”.

Hvetur því stjórn Siðmenntar Alþingismenn að vinna að breytingum á kerfinu. Það eru sjálfsögð réttindi að fólk sem er skráð utan trúfélaga greiði ekki trúfélagsskatt.

f.h. Siðmenntar

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri

*http://sidmennt.is/wp-content/uploads/Br%C3%A9f-til-%C3%BEingmanna-sept-2015.pdf
**http://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2015/12/02/Fjoldi-einstaklinga-eftir-tru-eda-lifsskodunarfelogum/

Fréttatilkynning á pdf formi

Erindi til þingmanna um trúfrelsi og jafnrétti

Stjórn Siðmenntar sendi þingmönnum eftirfarandi erindi 21. september 2015:

Ágætu þingmenn

Stjórn Siðmenntar vill senda ykkur, þingmönnum Lýðveldisins Íslands, óskir um velfarnað á komandi kjörtímabili.  Eins og undanfarin ár  fylgir hér listi mála sem Siðmennt telur brýnt að verði skoðuð og breytt á komandi þingi (sjá fyrri erindi: 20132014).

Stjórn Siðmenntar vill hrósa þingmönnum fyrir að hafa á síðasta þingi samþykkt að afnema ákvæði um guðlast úr almennum hegningarlögum. Eftir því hefur verið tekið víða um heim, bæði á meðal mannréttindasamtaka, alþjóðlegra stofnana og ekki síður hjá þjóðum sem búa við trúræði og stíf lög um guðlast sem í nokkrum löndum ganga svo langt að fólk er tekið af lífi fyrir að hafa aðra lífsskoðun. Áhrifin eiga eflaust eftir að verða meiri þegar fram líða stundir en auk Íslands þá afnam Noregur sambærileg lög á þessu ári.

Lesa

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna