Aukning veraldlegra lífsskoðana staðreynd
Þann 6. júní 2011 gerði Gallup opinberar helstu niðurstöður úr síðasta þjóðarpúls sem í þetta skiptið innihélt einnig spurningar um lífsskoðanir. Gallup kallar það reyndar trúmál, en það snýst ekki allt um trú.
Hér er helsta niðurstaða könnunarinnar:
—-
ÞJÓÐARPÚLSINN
TRÚMÁL
06.06.2011
Trú á æðri máttarvöld, framhaldslíf og himnaríki/helvíti
Meirihluti Íslendinga segist trúa á guð eða önnur æðri máttarvöld. Hátt í 13% aðspurðra tóku ekki afstöðu til þess hvort þeir tryðu á æðri máttarvöld eða ekki, en af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúmlega sjö af hverjum tíu trúa á æðri máttarvöld á móti tæplega þremur sem sögðust ekki trúa. (71% og 29% samkvæmt grafi).
Niðurstöður sem hér birtast um trúmál eru úr netkönnun Capacent Gallup gerði dagana 5. til 19. maí 20 11. Heildarúrtaksstærð var 1.380 einstaklingar 16 ára eða eldri af öllu landinu ogsvarhlutfall var 57,7%. Í úrtakinu voru einstaklingar valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.
—-
Mig langar nú að bera saman þessa niðurstöðu við dálítið stærri könnun sem var gerð í febrúar-mars 2004 hjá Capacent Gallup fyrir Biskupsstofu.