Vel heppnuð hugvekja fyrir þingmenn

  • Post Category:Fréttir

Í dag föstudaginn 15. maí, braut Siðmennt og fjórir þingmenn blað í sögu þjóðarinnar.  Hefðin er sú að fyrir setningu Alþingis tvisvar á ári fara þingmenn til messu í Dómkirkjunni, en nú…

Um mikilvægi góðs siðferðis fyrir þjóðina

  • Post Category:Ræður

Hugvekja flutt fyrir alþingsmenn fyrir þingsetningu 15. maí 2009 eftir Jóhann Björnsson

Í spjalli sem Þorsteinn Gylfason fyrrverandi prófessor í heimspeki tók saman í minningu fyrrverandi kennara síns og flutti árið 1977, hélt hann því fram að samfélag stjórnmálamanna sé siðlaust samfélag eða eins og hann orðar það sjálfur: „Samfélag eintómra nytjastefnumanna, eintómra stjórnmálamanna, er siðlaust samfélag.  Eina vonin um siðferði samfélagsins er sú að meðal þegna þess séu margir menn sem ekki eru stjórnmálamenn.“[1]

Ekki er það ætlun mín hér að bera alfarið á móti þessum orðum Þorsteins enda fela þau vissulega í sér heilmikinn sannleika.  En ekki vil ég heldur halda því fram að eina von siðferðisins í samfélaginu sé sú að margir menn séu ekki stjórnmálamenn.  Hinsvegar er freistandi að draga þá ályktun af  orðum Þorsteins að tími sé kominn til að siðferðilega heilir einstaklingar taki við völdum. Það skiptir meginmáli fyrir þjóðina sem kýs sér fulltrúa að þessir fulltrúar vilji vera siðferðilega heilir einstaklingar. Það er ykkar verkefni á komandi tímum að sýna fólkinu í landinu að orð Þorsteins hér á undan séu röng.

(meira…)