Hugvekja, flutt fyrir alþingismenn við þingsetningu

  • Post Category:Ræður

Eftirfarandi erindi flutti Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur, á samverustund Siðmenntar á Hótel Borg, föstudaginn 1. október. Tilefnið var setning Alþingis og bauð Siðmennt þingmönnum upp á það val að mæta til veraldlegrar samverustundar í stað messu í Dómkirkjunni.

Af vandaðri hugsun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Í bók sinni Thinking to some purpose eða Hugsun að einhverju gagni sem kom út árið 1939 veitir breski heimspekingurinn Susan Stebbing leiðsögn um skýra og vandaða hugsun, en í þeim efnum þótti henni ýmislegt betur mega fara í bresku samfélagi. Hún skrifar:

Það er knýjandi þörf nú á dögum fyrir borgara í lýðræðisríki að hugsa vel. Prentfrelsi og frelsi þingsins nægja ekki. Vandi okkar stafar að hluta til af okkar eigin heimsku, að hluta til af hagnýtingu þessarar heimsku og að hluta til af okkar eigin fordómum og persónulegu löngunum.

(meira…)

Heimspekileg hugvekja í stað messu

  • Post Category:Fréttir

  Fjórir þingmenn mættu í samverustund Siðmenntar á Hótel Borg í dag, þar sem Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur, flutti erindi um vandaðar hugsanir. Þingmennirnir voru Katrin Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson,…

Góður rómur gerður að hugvekju Siðmenntar

  • Post Category:Fréttir

Í gær þann 1. október 2009, hélt Siðmennt hugvekjustund fyrir þá alþingismenn sem ekki kjósa að vera við messu fyrir setningu Alþingis. Steinar Harðarson, athafnarstjóri hjá Siðmennt, flutti hugvekju sem hann nefndi: Eru stjórnmálamenn gagnrýnir? og fjallaði hún um mikilvægi gagnrýninnar hugsunnar fyrir þjóðina.