Að standa fyrir fólkið

  • Post Category:Ræður

Nanna Hlín Halldórsdóttir doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 8. september 2015 sem hún nefnir: „Að standa fyrir fólkið“. Að þessu sinni mættu níu þingmenn frá fjórum þingflokkum.

Nanna Hlín er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og B.A gráðu í heimspeki frá HÍ. Í doktorsverkefni sínu skoðar Nanna samband siðfræði og stjórnspeki út frá femínískum og Marxískum kenningum en hún hefur einnig skrifað greinar um gagnrýni, vald og jafnrétti. (meira…)

Verðum að gera betur – Upplýsingabyltingin og nútíminn

  • Post Category:Ræður

Huginn Freyr Þorsteinsson, doktorsnemi í heimspeki, flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 9. september 2014 á Hótel Borg sem hann nefnir: Verðum að gera betur – Upplýsingabyltingin og nútíminn.

Huginn Freyr er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hann er með B.A gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í vísindaheimspeki og vísindasögu frá háskólanum í Bristol á Suðvestur Englandi. Huginn er einnig með M.Phil gráðu í vísindaheimspeki frá sama skóla og hefur ritað fjölda fræðigreina og greina um þjóðfélagsmál.

Ágætu þingmenn.

Huginn FreyrSú stefnuyfirlýsing húmanista sem Siðmennt sækir sinn boðskap og finna má á heimasíðu félagsins, er góður vitnisburður um jákvæð áhrif þeirrar stefnu í sögu mannsandans sem við kennum við upplýsingu. Áhersla á vísindi sem uppsprettu þekkingar, náttúrulegar skýringar, lýðræðislega ákvarðanatöku, lausn undan ótta og mikilvægi gagnrýni, trúarbragðafrelsi og rétt til einkalífs eru gildi sem varða stöðu okkar sem borgara í samfélagi manna og eru gildi sem okkur eiga að vera kær og liðsinna okkur í að bæta samfélag okkar. (meira…)

Hið trúfrjálsa ríki

  • Post Category:Ræður

Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir lögfræðingur með sérhæfingu í mannréttindum flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 1. október 2013 á Hótel Borg. Í erindi sínu fjallaði Arndís Anna um Hið trúfrjálsa ríki. Arndís…

Lýðræði og ríkisvald

  • Post Category:Ræður

Ólafur Páll Jónsson, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, flutti hugvekju fyrir þingmenn um Lýðræði og ríkisvald við setningu Alþingis þann 6. júní 2013 á Hótel Borg. 

Ríki og samfélag

Ólafur Páll Jónsson
Ólafur Páll Jónsson

Ríkið er umgjörð um samfélagið í tvennum skilningi. Annars vegar myndar það lagalegan og stofnanalegan ramma um samfélagið, hins vegar er það vettvangur valdabaráttu og valdbeitingar; í lýðræðisríki hefur ríkisvaldið einkaleyfi á valdbeitingu. Á meðan allt leikur í lyndi getur verið erfitt að greina ríkið, í þessum skilningi, frá samfélaginu. Lög og stofnanir ríkisins birtast þá sem eðlilegur rammi um þá samvinnu sem er grundvöllur samfélagsins og opinber valdabarátta á vettvangi ríkisins birtist einnig sem hluti af því að lifa og vinna saman.(1) En þegar talað er um að gjá hafi myndast á milli ríkisvaldsins og þjóðarinnar – hvort heldur framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins eða dómsvaldsins – þá birtist andstæða ríkisins og samfélagsins með einkar skýrum hætti. Þegar slíkt gerist skiptir ríkið um eðli, það umhverfist frá því að vera sameinandi afl yfir í að verða sundrandi afl; í stað þess að ríkið sé sterkasta einingarafl samfélagsins verður það sundrungar-afl sem heggur að rótum þess. Í stað þess að stofnanir ríkisins stuðli að samheldni samfélagsins, þá leiða þær til gliðnunar þess. Slík þróun getur síðan hæglega leitt til þess að eðli ríkisins sem eðlilegrar umgjarðar um samvinnu borgaranna víki fyrir eðli ríkisins sem vettvangi valdabaráttu. Lokastig þeirrar þróunar er svo að ríkið sjálft verði tæki valdbeitingar. (meira…)