Sérstök tilkynning í tilefni Menningarhátíðar Siðmenntar

Kæri Siðmenntarfélagi

Þér er boðið frítt á Menningarhátíð félagins á föstudaginn kemur 21. september kl. 20:00 í Salnum, Kópavogi.  Þú mátt bjóða tveimur gestum með þér frítt. Vinsamlegast láttu vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða. 

Á þessari hátíð sameinum við list og orð með tónlistarflutningi og örræðum í anda lífssýnar félagsmanna.  Þetta tókst ákaflega vel í fyrra og því ákvað stjórn Siðmenntar að láta á það reyna að gera Menningarhátíðina að árlegum viðburði, eins konar árshátíð Siðmenntarfélaga.  Stund sameiginlegrar upplifunar, ljúfra tóna, hugarfóðurs og skemmtunar.

Það er allt tilbúið fyrir hátíðina, frábær dagskrá en það verður engin hátíð án félaga Siðmenntar í áhorfendasætunum.

Meðal listamanna sem koma fram eru:

Jónas Sigurðsson, Kristjana Stefánsdóttir, Ari Eldjárn, Svavar Knútur, Hljómsveitin 1860 og fleiri.  Felix Bergsson kynnir.

Panta þarf frímiðana

Til hvatningar til félagsmanna að koma og njóta stundarinnar hefur stjórn Siðmenntar ákveðið að bjóða skráðum félögum Siðmenntar frítt á viðburðinn og mega þeir taka með sér tvo gesti sem einnig fá frítt inn (þurfa ekki að vera félagar).

Það er takmarkaður fjöldi sem kemst í Salinn (tæp 300 sæti) og því þarftu að láta vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða (1-3).  Bíðið svo staðfestingar til að tryggt sé að sætin hafi verið tekin frá í þínu nafni.  (Aukasæti kosta kr. 1200 og eru þau seld á www.salurinn.is).

Mikilvægt er að panta miða sem fyrst og til að skipulagning gangi vel fyrir sig helst fyrir kl. 18 á fimmtudaginn.

Það er von stjórnar Siðmenntar að boðið hleypi lífi í aðsókn félagsmanna að viðburðinum því að þessi skemmtilega hátíð verður ekki skemmtileg án ykkar.

Kær kveðja

Stjórn Siðmenntar

Menningarhátíð Siðmenntar 21. september 2012

Í ár verður Menningarhátíð Siðmenntar haldin í annað sinn í Salnum í Kópavogi þann 21. september. Fagnað verður því að alþjóðasamtök húmanista eru 60 ára og hátíðin markar upphaf kynningarátaks félagins í haust.

Stjórn Siðmenntar hefur ákveðið að bjóða skráðum félögum Siðmenntar frítt á viðburðinn og mega þeir taka með sér tvo gesti sem einnig fá frítt inn (þurfa ekki að vera félagar). Almennur aðgangseyrir aðeins kr. 1200.

Panta þarf frímiðana

Það er takmarkaður fjöldi sem kemst í Salinn (tæp 300 sæti) og því þarftu að láta vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða (1-3).  Bíðið svo staðfestingar til að tryggt sé að sætin hafi verið tekin frá í þínu nafni.  (Aukasæti kosta kr. 1200 og eru þau seld á www.salurinn.is).

Mikilvægt er að panta miða sem fyrst og til að skipulagning gangi vel fyrir sig helst fyrir kl. 18 á fimmtudaginn. 

Staðsetning: Salurinn í Kópavogi

Tími: 21. september klukkan 20:00

Hátíðin þótti heppnast afar vel í fyrra og nú verður ekki síðra listafólk sem heiðrar samkomuna að þessu sinni. Í ár mun einnig fleira gott fólk taka þátt með því að flytja nokkrar örræður.

Meðal listamanna í ár eru Jónas Sig, Díana Lind Monzon, 1860, Kristjana Stefánsdóttir, Ari Eldjárn, Mamiko Dís Ragnarsdóttir, Svavar Knútur og Felix Bergsson.

Sýnd verður stuttmynd með viðtölum við félagsmenn, lesið úr nýrri þýddri bók um húmanisma og Skype-viðtal við Sonju Eggerickx formann alþjóðasamtakanna sýnt.

Sjá nánar:

Menningarhátíð Siðmenntar

Menningarhátíð Siðmenntar fór fram í Salnum í Kópavogi í gær 15. september. Margir frábærir listamenn glöddu augu og eyru gesta og Sigrún Valbergsdóttir og Felix Bergsson sáu til þess að andinn í salnum væri hlýr og persónulegur. Lista- og ræðumenn voru hver öðrum betri og allir gestir sem við heyrðum í voru á einu máli um að kvöldið hafi verið afskaplega notalegt.

Siðmennt þakkar öllu dásamlega fólkinu sem kom fram hjartanlega fyrir ómetanlegt framlag sitt og gestunum fyrir komuna. Menningarviðburður af þessu tagi á greinilega vel heima í starfi Siðmenntar og við stefnum ótrauð að því að endurtaka leikinn að ári.

Fyrir neðan má sjá myndir frá hátíðinni.

Lesa

MENNING – LÍFSSÝN – SAMFÉLAG – Menningarhátíð Siðmenntar

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, efnir til menningarhátíðar í tilefni 20 ár afmælis félagsins (sem reyndar var á síðasta ári en betra seint en aldrei!) Húmanismi (manngildisstefna) er jákvæð lífsskoðun þar sem menning skiptir miklu máli og endurspeglast í blandaðri dagskrá tónlistar og ljóða menningarhátíðarinnar.

Fjölmargir listamenn koma fram en það eru þau Ragnheiður Gröndal, Hörður Torfason, Þórarinn Eldjárn Guðmundur Felixson, Díana Lind Monzon, Magga Stína, Birgir Baldursson, Erpur Eyvindarson, Thelma Hrönn Steindórsdóttir, Felix Bergsson.

Örávörp flytja Ari Trausti Guðmundsson, Halla Sverrisdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Hulda Þórisdóttir og Jóhann Björnsson. Kynnir verður Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri.

Tryggið ykkur miða á heimasíðu Salarinns en miðaverði er stillti í hóf og kostar miðinn aðeins 1.500 kr.

Tími:
15. september 2011 klukkan 20:00

Staðsetning:
Salurinn, Kópavogi

Nánari upplýsingar:

Vefsíða Siðmenntar (www.sidmennt.is)

Atburðurinn á Facebook