Tryggjum mannréttindi samkynhneigðra í Færeyjum

Opið bréf til færeyskra stjórnvalda

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, vill með þessu bréfi hvetja færeysk stjórnvöld til að taka verulega á mannréttindamálum samkynhneigðra. Siðmennt hefur fylgst með málum Rasmus Rasmussen sem hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga og hefur félagið áhyggjur af öryggi hans og velferð.

(meira…)

Kemur kirkjunni ekki við

Merkilegt hefur verið að fylgjast með umræðum síðustu daga um hjónavígslur samkynhneigðra. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur hvatt ríkisstjórnina sérstaklega til að samþykkja ekki lög sem heimila trúfélögum almennt að gefa saman samkynhneigð pör. Fjöldi guðfræðinga og presta á vegum Þjóðkirkjunnar hafa tekið undir orð biskups. Þeir hvetja yfirvöld til að “bíða” með réttarbætur til handa samkynhneigðum þar til Þjóðkirkjan er “tilbúin” til þess að taka afstöðu.

(meira…)

Stjórn Siðmenntar fagnar tillögum Allsherjarnefndar Alþingis um breytingar á lögum til að tryggja frekar réttarstöðu samkynhneigðra

Tillögur Allsherjarnefndar eru í samræmi við stefnuskrá Siðmenntar þar sem segir meðal annars:

“Siðmennt virðir réttinn til einkalífs. Fullorðið fólk á þar að hafa fullt frelsi til að velja og hafna, fylgja kynhneigð sinni að eigin vild […].”

Og

“Siðmennt leggur áherslu á ábyrgð hvers einstaklings gagnvart náunga sínum. Félagið stendur vörð um rétt einstaklinga til að þroskast á ólíkum forsendum og hvetur þá til ábyrgðar bæði á eigin velferð og á velferð annarra.”

Siðmennt er þeirrar skoðunar að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og gagnkynhneigðir að öllu leyti.

(meira…)

Close Menu
×
×

Cart