Siðmennt fær Mannréttindverðlaun Samtakanna’78

Hope-Knutsson-Samtokin-78Í gærkvöldi föstudaginn 27. júní 2008, héldu Samtökin ’78 uppá 30 ára afmæli sitt með miklum myndarbrag í húskynnum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarstræti.  Samtökin ’78 veittu nú í annað sinn mannréttindaverðlaun sín og hlaut Siðmennt þau ásamt Bjarna Karlssyni presti og Böðvari Björnssyni sem var einn af fyrstu meðlimum samtakanna.  Kynningarorð Samtakanna’78 um Siðmennt voru ákaflega falleg og Hope Knútsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Siðmenntar. Í þakkarræðu sinni sagði Hope m.a. að húmanistar um allan heim hefðu alltaf stutt réttindabaráttu samkynhneigðra og að að mörgu leyti væru Samtökin’78 fyrirmynd fyrir okkur.  Hope lýsti því yfir að við í Siðmennt værum djúpt snortin yfir þessari viðurkenningu.  Ræðu hennar var ákaflega vel tekið.  Siðmennt óskar Samtökunum ’78 til hamingju með þrítugsafmælið! (meira…)

Siðmennt vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör

Að gefnu tilefni vill Siðmennt ítreka þá afstöðu sína að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi.

Fyrir rúmu ári sendi Siðmennt Allsherjarnefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra. Í greinargerð félagsins kom skýrt fram að Siðmennt studdi eindregið þær breytingar sem lagðar voru til á réttarstöðu samkynhneigðra samkvæmt lögum. Enn fremur kom fram í umsögn Siðmenntar skýr vilji til þess að lögum um hjúskap yrði breytt:

(meira…)

Close Menu
×
×

Cart