Siðmennt fær Mannréttindverðlaun Samtakanna’78

Hope-Knutsson-Samtokin-78Í gærkvöldi föstudaginn 27. júní 2008, héldu Samtökin ’78 uppá 30 ára afmæli sitt með miklum myndarbrag í húskynnum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarstræti.  Samtökin ’78 veittu nú í annað sinn mannréttindaverðlaun sín og hlaut Siðmennt þau ásamt Bjarna Karlssyni presti og Böðvari Björnssyni sem var einn af fyrstu meðlimum samtakanna.  Kynningarorð Samtakanna’78 um Siðmennt voru ákaflega falleg og Hope Knútsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Siðmenntar. Í þakkarræðu sinni sagði Hope m.a. að húmanistar um allan heim hefðu alltaf stutt réttindabaráttu samkynhneigðra og að að mörgu leyti væru Samtökin’78 fyrirmynd fyrir okkur.  Hope lýsti því yfir að við í Siðmennt værum djúpt snortin yfir þessari viðurkenningu.  Ræðu hennar var ákaflega vel tekið.  Siðmennt óskar Samtökunum ’78 til hamingju með þrítugsafmælið!

Lesa

Jöfn mannréttindi allra – álit Siðmenntar á hjónabandinu

Vegna umræðu undanfarna daga vill Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, árétta skoðun sína á hjónabandinu og giftingum.

Víðast í Evrópu tíðkast það fyrirkomulag að opinberir aðilar annist giftingar þar sem um löggerning er að ræða. Siðmennt tekur undir þessa afstöðu og telur að það eigi að vera á valdi og forræði opinberra aðila að sjá um lagalega hjónavígslu og staðfestingu þess.

Siðmennt hvetur því Alþingi að setja ein lög um hjúskap sem gilda fyrir alla óháð kynhneigð. Í þeim lögum verði kveðið á um að það sé á valdi ríkisins að annast lagalega giftingu (borgaraleg athöfn). Vilji síðan hjónin fá blessun á vegum síns lífsskoðanafélags getur það leitað til prests eða athafnarstjóra síns félags.

Siðmennt hefur þegar framkvæmt fyrstu húmanísku (veraldlegu) giftinguna fyrir skemmstu og er að sjálfsögðu einnig reiðubúið að aðstoða samkynhneigð pör til þess að halda athöfn til að fagna og opinbera hjónaband þeirra.

Fréttatilkynning um stefnu Siðmenntar send fjölmiðlum þ. 1. nóvember 2007

Siðmennt vill að trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör

Að gefnu tilefni vill Siðmennt ítreka þá afstöðu sína að samkynhneigðir eigi að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi.

Fyrir rúmu ári sendi Siðmennt Allsherjarnefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til laga um réttarstöðu samkynhneigðra. Í greinargerð félagsins kom skýrt fram að Siðmennt studdi eindregið þær breytingar sem lagðar voru til á réttarstöðu samkynhneigðra samkvæmt lögum. Enn fremur kom fram í umsögn Siðmenntar skýr vilji til þess að lögum um hjúskap yrði breytt:

Lesa

Tryggjum mannréttindi samkynhneigðra í Færeyjum

Opið bréf til færeyskra stjórnvalda

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, vill með þessu bréfi hvetja færeysk stjórnvöld til að taka verulega á mannréttindamálum samkynhneigðra. Siðmennt hefur fylgst með málum Rasmus Rasmussen sem hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga og hefur félagið áhyggjur af öryggi hans og velferð.

Lesa

Siðmennt á Facebook

15. 12. 2017

Siðmennt - Félag siðrænna húmanista á Íslandi

For humanists morality is not a divine gift! We're more likely to think it's something like "an intrinsic part of human nature based on understanding and a concern for others", as stated in the Amsterdam Declaration (goo.gl/bj4DdM).

David Pineda, President of Humanistas Guatemala, reaffirms this idea in his entry for the #HumanistPrism series. Help us by sharing his quote!
... Sjá meiraSjá minna