Ragnar Aðalsteinsson hlýtur húmanistaviðurkenningu Siðmenntar 2006

  • Post Category:Fréttir

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur ákveðið að veita Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni, húmanistaviðurkenningu ársins 2006 til heiðurs ötulli baráttu hans fyrir auknum mannréttindum á Íslandi.

Í tæplega hálfa öld hefur Ragnar tekið að sér fjölda mála sem snerta ekki einungis einstaklinga heldur þjóðina í heild. Ragnar hefur á starfsferli sínum vakið athygli á mikilvægum málum svo sem: réttindum flóttamanna, friðhelgi einkalífsins, réttinum til að mótmæla, lýðræði, málefni öryrkja, samkynhneigðra og fanga. Auk þess að hafa sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum síðan 1973 má geta þess að Ragnar var í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands í mörg ár og formaður hennar frá 1994-1995 og 1998-2001. Ef það væri ekki fyrir baráttu Ragnars væri staða mannaréttindamála á Íslandi önnur og verri en hún er í dag.

(meira…)

Húmanistaviðurkenning 2005

  • Post Category:Ræður

Ræða sem Hope Knútsson formaður Siðmenntar flutti við afhendingu fyrstu húmanistaviðurkenningarinnar 21. október 2005.

Í dag er mikill gleðidagur fyrir íslenska húmanista. Þetta er í fyrsta sinn sem Siðmennt veitir einstaklingi eða félagasamtökum viðurkenningu Húmanista.

Það er mér því sönn ánægja að tilkynna það hér að Siðmennt hefur ákveðið að veita Samtökunum 78 fyrstu íslensku viðurkenningu húmanista.

(meira…)

Samtökin ´78 fá húmanistaviðurkenningu Siðmenntar

  • Post Category:Fréttir

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur veitt Samtökunum ´78 húmanistaviðurkenningu ársins 2005 til heiðurs ötulli baráttu Samtakana fyrir almennum mannréttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Siðmennt veitir þessa viðurkenningu sem ætlunin er að veita árlega eftirleiðis.

(meira…)