Ræða vegna afhendingar Húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 2008

Ræða sem Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, flutti við afhendingu Húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 2008

Það er með mikilli ánægju að Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, veitir í dag, fjórða árið í röð, húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir framúrskarandi starf í þágu mannréttinda eða mannúðar á Íslandi.

Ég vil byrja á því að segja nokkur orð um hvað Siðmennt er og fyrir hvað félagið stendur. Siðmennt var formlega stofnað árið 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum og stendur fyrir félagslegum athöfnum fjölskyldna. Frá 1988 hefur Siðmennt haldið undirbúningsnámskeið og séð um borgaralegar fermingar árlega. Í ár getum við stolt upplýst að Siðmennt býður einnig uppá allar aðrar helstu athafnir fjölskyldna, en það eru gifting, nafngjöf og útför, allar í veraldlegum og húmanískum anda. Við teljum það mikilvægt að geta boðið þennan valkost og höfum við þjálfað athafnarstjóra til þess að annast þessar athafnir. Þá hefur félagið gengist fyrir umræðufundum um ýmis mál er tengjast manngildisstefnu, þ.e. siðrænum húmanisma, og má þar nefna málefni eins og lýst er í stefnu félagsins, t.d. kennslu um trúarbrögð og heimspeki í skólum, mannréttindi samkynhneigðra, um að taka dauðann í sátt, sorg og sorgarviðbrögð, um erlend félög siðrænna húmanista o.fl. Helsta baráttumál félagsins í dag er ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðunarfélaga sem m.a. hefur í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi og að Siðmennt öðlist sömu lagalega stöðu og önnur lífsskoðunarfélög. (meira…)

Húmanistaviðurkenning Siðmenntar 2007

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi veitti þann 1. nóvember Tatjönu Latinovic húmanistaviðurkenningu ársins 2007 fyrir óeigingjarnt starf í þágu mannréttinda á Íslandi.
Í áratug hefur Tatjana unnið að mestu í sjálfboðastarfi við málefni sem snerta mannréttindi, kvenréttindi og innflytjendamál og tekið virkan þátt í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi.
Ræða Hope Knútsson formanns Siðmenntar:

(meira…)

Borgaralegt samfélag

Ávarp Ragnars Aðalsteinssonar flutt við afhendingu Húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 5. október 2006

Heiðraða samkoma

Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur með þessari viðurkenningu Siðmenntar, sem ég veiti viðtöku af auðmýkt.

Siðmennt er meðal margra frjálsra félagasamtaka hér á landi, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Þessi frjálsu félagasamtök, sem eru óháð ríkisvaldinu og sækjast ekki eftir að fara með ríkisvald, standa varðstöðu um lýðræðið í landinu og aukinn þroska þess.

(meira…)

Húmanistaviðurkenning Siðmenntar 2006

Ræða eftir Hope Knútsson, formann Siðmenntar. Flutt við afhendingu Húmanistaviðurkenningar 5. október 2006

Það er með mikilli ánægju að Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, veitir í dag, annað árið í röð, húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir framúrskarandi starf í þágu mannréttinda á Íslandi.

Ég vil byrja á því að segja nokkur orð um hvað Siðmennt er og fyrir hvað félagið stendur. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi var formlega stofnað árið 1990. Félagið er málsvari mannúðarstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir borgaralegum athöfnum. Frá 1988 hefur Siðmennt haldið undirbúningsnámskeið og séð um borgaralegar fermingar árlega. Þá hefur félagið gengist fyrir umræðufundum um ýmis mál er tengjast mannúðarstefnu, þ.e. siðrænum húmanisma, og má þar nefna málefni eins og stefnu félagsins, trúarbragðafræðslu í skólum, mannréttindi samkynhneigðra, um að taka dauðann í sátt, sorg og sorgarviðbrögð, um erlend félög siðrænna húmanista o.fl. Helsta barráttumál félagsins í dag er ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðunarfélaga sem m.a. hefur í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi og að Siðmennt öðlist sömu stöðu og önnur lífsskoðunarfélög.

(meira…)

Close Menu