Húmanistaviðurkenning Siðmenntar 2007

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi veitti þann 1. nóvember Tatjönu Latinovic húmanistaviðurkenningu ársins 2007 fyrir óeigingjarnt starf í þágu mannréttinda á Íslandi.
Í áratug hefur Tatjana unnið að mestu í sjálfboðastarfi við málefni sem snerta mannréttindi, kvenréttindi og innflytjendamál og tekið virkan þátt í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi.
Ræða Hope Knútsson formanns Siðmenntar:

(meira…)

Borgaralegt samfélag

Ávarp Ragnars Aðalsteinssonar flutt við afhendingu Húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 5. október 2006

Heiðraða samkoma

Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur með þessari viðurkenningu Siðmenntar, sem ég veiti viðtöku af auðmýkt.

Siðmennt er meðal margra frjálsra félagasamtaka hér á landi, sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Þessi frjálsu félagasamtök, sem eru óháð ríkisvaldinu og sækjast ekki eftir að fara með ríkisvald, standa varðstöðu um lýðræðið í landinu og aukinn þroska þess.

(meira…)

Húmanistaviðurkenning Siðmenntar 2006

Ræða eftir Hope Knútsson, formann Siðmenntar. Flutt við afhendingu Húmanistaviðurkenningar 5. október 2006

Það er með mikilli ánægju að Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, veitir í dag, annað árið í röð, húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir framúrskarandi starf í þágu mannréttinda á Íslandi.

Ég vil byrja á því að segja nokkur orð um hvað Siðmennt er og fyrir hvað félagið stendur. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi var formlega stofnað árið 1990. Félagið er málsvari mannúðarstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir borgaralegum athöfnum. Frá 1988 hefur Siðmennt haldið undirbúningsnámskeið og séð um borgaralegar fermingar árlega. Þá hefur félagið gengist fyrir umræðufundum um ýmis mál er tengjast mannúðarstefnu, þ.e. siðrænum húmanisma, og má þar nefna málefni eins og stefnu félagsins, trúarbragðafræðslu í skólum, mannréttindi samkynhneigðra, um að taka dauðann í sátt, sorg og sorgarviðbrögð, um erlend félög siðrænna húmanista o.fl. Helsta barráttumál félagsins í dag er ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðunarfélaga sem m.a. hefur í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi og að Siðmennt öðlist sömu stöðu og önnur lífsskoðunarfélög.

(meira…)

Ragnar Aðalsteinsson hlýtur húmanistaviðurkenningu Siðmenntar 2006

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur ákveðið að veita Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni, húmanistaviðurkenningu ársins 2006 til heiðurs ötulli baráttu hans fyrir auknum mannréttindum á Íslandi.

Í tæplega hálfa öld hefur Ragnar tekið að sér fjölda mála sem snerta ekki einungis einstaklinga heldur þjóðina í heild. Ragnar hefur á starfsferli sínum vakið athygli á mikilvægum málum svo sem: réttindum flóttamanna, friðhelgi einkalífsins, réttinum til að mótmæla, lýðræði, málefni öryrkja, samkynhneigðra og fanga. Auk þess að hafa sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum síðan 1973 má geta þess að Ragnar var í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands í mörg ár og formaður hennar frá 1994-1995 og 1998-2001. Ef það væri ekki fyrir baráttu Ragnars væri staða mannaréttindamála á Íslandi önnur og verri en hún er í dag.

(meira…)

Close Menu