Viðurkenningar Siðmenntar 2012
HÚMANISTAVIÐURKENNING SIÐMENNTAR 2012
Í dag fór fram í áttunda skiptið úthlutun á Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar. Handhafar hennar árið 2012 eru tveir aðilar. Samtökin Liðsmenn Jerico sem eru landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda en einnig þeir Viðar Freyr Guðmundsson og Gunnar Halldór Magnússon Diego sem hafa staðið að gerð heimildarþátta um einelti sem heita „Allt um Einelti“.
FRÆÐSLU- OG VÍSINDAVIÐURKENNING SIÐMENNTAR 2012
Einnig var í fimmta sinn úthlutað Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar. Hana hlaut að þessu sinni Örnólfur Thorlacius en hann hefur verið brautryðjandi við miðlun vísindamiðlunar í sjónvarpi, dagblöðum, bókum og tímaritum. (meira…)