Húmanismi – lífsskoðun til framtíðar

Lífsskoðanir okkar hafa djúp áhrif á það hvernig okkur reiðir af og hvernig lífshlaup okkar verður í því samfélagi sem við búum í. Uppgangur húmanískra siðferðishugmynda hefur orðið til þess að miklar framfarir hafa orðið í mannréttindamálum víða um heim og þá sérstaklega í hinum „vestræna“ hluta hans. Fólk hefur losað sig undan kreddukenndum hugmyndum trúarbragða, afvegaleiddrar þjóðernishyggju og forræðishyggju, sem lifði góðu lífi á gullöldum kirkjulegra valda í Evrópu.

(meira…)

Lífsskoðanir – hvað er húmanismi?

Húmanistar eru þeir einstaklingar sem aðhyllast svokallaðan húmanisma (manngildishyggju) en hann hefur í raun fylgt manninum frá örófi alda þó að skilgreiningin sjálf sé ekki nema um 150 ára gömul. Húmanismi birtist t.d. í því að manneskjan hefur þurft að reiða sig á rökvísi sína, fyrirhyggju og jákvætt samstarf við annað fólk til þess að komast af. Þegar við lýsum tegundinni manninum (homo sapiens) sem „hinum viti borna manni“ erum við í raun að höfða til kjarna húmanismans. Það er geta mannsins til að skoða umhverfið og finna í því eiginleika sem eru jafnvel utan beinnar skynjunar skilningarvitanna og nota þá sér í hag. það er hin greinandi hugsun og getan til að búa til verkfæri og flytja þekkinguna á milli kynslóða.

(meira…)

Topp tíu ranghugmyndir um Siðmennt, trúleysi og húmanisma

Alltaf þegar Siðmennt – félag siðrænna húmanista – lætur í sér heyra birtast fullyrðingar um Siðmennt, trúleysi og húmanisma í fjölmiðlum og á netinu sem eiga lítið eða ekkert skylt við sannleikann. Ég vil því nota tækifærið og afhjúpa topp tíu ranghugmyndir um Siðmennt, trúleysi og húmanisma.

1. Siðmennt er á móti trúarbragðafræðslu í skólum.
Þessi fullyrðing heyrist oft. Oft reyndar frá fólki sem veit betur. Sannleikurinn er sá að Siðmennt hefur alltaf stutt öfluga kennslu um trúarbrögð. Siðmennt mótmælir aðeins því að trúboð og trúarlegar athafnir fari fram í opinberum skólum. Opinberir skólar eiga að vera fyrir alla og eiga að vera lausir við hvers kyns áróður.

(meira…)

Close Menu