Húmanisminn frá Lúter til nútímans

Stærsti frumkvöðull mótmælendakristni, Marteinn Lúter (1483-1546) var í senn táknrænn afkomandi húmanismans og skýlaus andstæðingur hans eftir að hafði fært kenningar sínar í fastmótað form um 1524. Það var efinn og lærdómurinn sem fékk Lúter til að snúast gegn kaþólsku kirkjunni 1517 en það var óttinn við róttækni og samfélagslegt umrót sem gerðu lúterskuna að umburðalausri furstakirkju sem var mótfallin trúfrelsi og afneitaði frjálsum vilja mannsins. (meira…)

Hvað er húmanismi? Upphaf hans

Uppruni húmanismans var sannleiksleit nokkurra einstaklinga á 15. öld í Evrópu, mest upphaflega í nágrenni höfuðstöðva páfadæmisins í Róm, á Ítalíu. Í borgum þar blómstruðu verslun og viðskipti, tengsl við…

Trúin, menningin og kirkjan

Eftirfarandi grein birtist í fréttablaðinu 18. október 2007

Eftir að Siðmennt stóð fyrir veraldlegri athöfn fyrir brúðhjón í Fríkirkjunni í Reykjavík hefur áhugi á veraldlegum athöfnum aukist.

Margir hafa lýst ánægju sinni með framtak Siðmenntar sem mun framvegis bjóða upp á aðrar veraldegar athafnir en fermingar, en það hefur félagið gert lengi. Siðmennt hefur þegar staðið einu sinni að athöfn fyrir brúðhjón og má geta þess að önnur sambærileg athöfn hefur þegar verið ákveðin. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð hafa ekki allir verið sáttir og má þar nefna sóknarprestinn Gunnar Jóhannesson. Telur hann rangt að athafnir og uppákomur sem ekki teljast trúarlegar eigi sér stað í kirkju. Ræðir hann sérstaklega umrædda athöfn sem Siðmennt hélt í Fríkirkjunni.

(meira…)

Kirkjur og þverstæður mannleg lífs

Bróðursonur minn, séra Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli, birti vonda grein í Fréttablaðinu, föstudaginn 28. september sl. Efni hennar er að fordæma Siðmennt, félag siðrænna húmanista, fyrir veraldlega athöfn í Fríkirkjunni nýlega.

(meira…)

Close Menu