Efnisorð: ‘Húmanismi’

Trú, menning og samfélag

Trú, menning og samfélagÞann 11. janúar síðastliðinn flutti Jóhann Björnsson, heimspekingur og stjórnarmaður í Siðmennt, fyrsta erindi af fjórum í þættinum Trú, menning og samfélag á Rás 1. Þættirnir eru á dagskrá á sunnudögum klukkan 18:17.

Hægt er að nálgast upptökur af erindum Jóhanns hér:

WHC 2014

Heimsráðstefna húmanista 2014 var haldin í Oxford á Englandi, 8.–10. ágúst 2014. Á ráðstefnunni var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing um hugsana- og tjáningarfrelsi:
WHC 2014

„Um allan heim, á öllum tímum, hefur hugsana- og tjáningarfrelsi reynst mikilvægasta verkfæri sem völ er á til að stuðla að velferð mannkyns, en hver kynslóð verður að takast á við nýjar hættur sem steðja að þessu grundvallarfrelsi. Með þessa vitneskju að leiðarljósi lýsum við yfir eftirfarandi:

Rétturinn til hugsana- og trúfrelsis er einn og sami réttur fyrir alla. Mannréttindi, eins og þau eru orðuð í 18. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og nánari útfærslum hennar, eru og ættu að vera ein og óskipt réttindi sem vernda mannlega reisn og frelsi allra manna með því að standa vörð um rétt þeirra til að hafa persónulega sannfæringu af hvaða tagi sem er, trúarlega eða ekki trúarlega. Í 7. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna stendur: „Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar.“

Lesa áfram ...

World Humanist Congress 2011

Heimsþing húmanista árið 2011 verður haldið í Osló í dagana 12.-14. ágúst 2011. Hér á eftir kemur tilkynningin frá IHEU (International Humanist and Ethical Union) á ensku. Það má fylgjast með þinginu sem haldið verður af IHEU á Twitter, YouTube, FaceBook og að sjálfsögðu á heimasíðu samtakanna.

Lesið meira um þingið eða skráið ykkur á það með því að heimsækja: www.human.no/oslo2011.

Lesa áfram ...

Laugardaginn 8. maí 2010 hélt Siðmennt málþing í tilefni 20 ára afmæli félagsins. Hér fyrir neðan má skoða upptökur af málþinginu.

Veraldlegt samfélag – gildi þess og framtíð

Efnisyfirlit:

1. Veraldlegt samfélag – er gildi þess gleymt …eða var það aldrei fyllilega lært? Svanur Sigurbjörnsson, læknir

2. Vísindaskáldsögur og veraldarhyggja. Halldór Benediktsson, líffræðinemi við HÍ

3. Aðskilnaður ríkis og kirkju. Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi.

4. Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur

5. Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt? Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda. Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari.

Smelltu á hlekkinn “lesa meira” hér fyrir neðan til að fara á síðuna með myndböndunum.

Lesa áfram ...

Nýlega birti sænska dagblaðið Dagens Nyheter (dn.se) stefnuyfirlýsingu tólf vel þekktra mennta- og framámanna í Svíþjóð þar sem þeir kalla eftir veraldlegu samfélagi. Meðal þeirra eru:

Björn Ulvaeus – söngvari, lagahöfundur og hljóðfæraleikari ABBA,

Hans Bergström – fyrrum ritstjóri Dagens Nyheter,

Eva Dahlgren –  söngkona og lagahöfundur,

Christer Fuglesang – geimfari,

Morgan Johansson – fyrrum félagsmálaráðherra,

Stellan Skarsgård – leikari

og Christer Sturmark – formaður sænsku siðrænu húmanistasamtakanna Humanisterna.

Tvö textabrot úr yfirlýsingunni eru sem hér segir:

“Why is it important to have a secular society? Because it is the only kind of society that shows the same respect for all people, whatever their cultural or religious background. In the secular society there is freedom of religion, the right to believe in any god you wish – but also the right to not believe in any god at all.”

“For too many people in the world religion … means an obligation to submit to other people’s perceptions of God’s will. Women are stoned to death under Sharia law. Girls’ schools are destroyed by the Taliban in the name of God. 70,000 women die as a result of illegal abortions each year. Those who survive are condemned by the clergy, or thrown into prison, in many Catholic countries. In several countries, LGBT people are imprisoned and harassed; in some places, they are even in danger of being executed. Every day, we read about beaten LGBT activists and Pride parades prohibited for religious reasons.”

Hægt er að lesa alla stefnulýsinguna (á sænsku) á vef Dagens Nyheter

Síða 1 af 6123456

Login