Efnisorð: ‘Húmanismi’

World Humanist Congress 2011

Heimsþing húmanista árið 2011 verður haldið í Osló í dagana 12.-14. ágúst 2011. Hér á eftir kemur tilkynningin frá IHEU (International Humanist and Ethical Union) á ensku. Það má fylgjast með þinginu sem haldið verður af IHEU á Twitter, YouTube, FaceBook og að sjálfsögðu á heimasíðu samtakanna.

Lesið meira um þingið eða skráið ykkur á það með því að heimsækja: www.human.no/oslo2011.

Lesa áfram ...

Laugardaginn 8. maí 2010 hélt Siðmennt málþing í tilefni 20 ára afmæli félagsins. Hér fyrir neðan má skoða upptökur af málþinginu.

Veraldlegt samfélag – gildi þess og framtíð

Efnisyfirlit:

1. Veraldlegt samfélag – er gildi þess gleymt …eða var það aldrei fyllilega lært? Svanur Sigurbjörnsson, læknir

2. Vísindaskáldsögur og veraldarhyggja. Halldór Benediktsson, líffræðinemi við HÍ

3. Aðskilnaður ríkis og kirkju. Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi.

4. Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur

5. Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt? Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda. Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari.

Smelltu á hlekkinn „lesa meira“ hér fyrir neðan til að fara á síðuna með myndböndunum.

Lesa áfram ...

Nýlega birti sænska dagblaðið Dagens Nyheter (dn.se) stefnuyfirlýsingu tólf vel þekktra mennta- og framámanna í Svíþjóð þar sem þeir kalla eftir veraldlegu samfélagi. Meðal þeirra eru:

Björn Ulvaeus – söngvari, lagahöfundur og hljóðfæraleikari ABBA,

Hans Bergström – fyrrum ritstjóri Dagens Nyheter,

Eva Dahlgren –  söngkona og lagahöfundur,

Christer Fuglesang – geimfari,

Morgan Johansson – fyrrum félagsmálaráðherra,

Stellan Skarsgård – leikari

og Christer Sturmark – formaður sænsku siðrænu húmanistasamtakanna Humanisterna.

Tvö textabrot úr yfirlýsingunni eru sem hér segir:

„Why is it important to have a secular society? Because it is the only kind of society that shows the same respect for all people, whatever their cultural or religious background. In the secular society there is freedom of religion, the right to believe in any god you wish – but also the right to not believe in any god at all.“

„For too many people in the world religion … means an obligation to submit to other people’s perceptions of God’s will. Women are stoned to death under Sharia law. Girls’ schools are destroyed by the Taliban in the name of God. 70,000 women die as a result of illegal abortions each year. Those who survive are condemned by the clergy, or thrown into prison, in many Catholic countries. In several countries, LGBT people are imprisoned and harassed; in some places, they are even in danger of being executed. Every day, we read about beaten LGBT activists and Pride parades prohibited for religious reasons.“

Hægt er að lesa alla stefnulýsinguna (á sænsku) á vef Dagens Nyheter

Oft hefur borið á þeim misskilningi að trúabrögðin séu forsenda góðs siðferðis og að gott siðferði sé aðeins til vegna tilvist guðs. Svo er alls ekki. Siðferðilegar spurningar, hvað telja má gott og hvað slæmt, hvað rétt og hvað rangt og hvernig lifa skuli réttlátu og dyggðugu líferni leitar á alla menn burtséð frá lífsskoðunum. Sumir leita svara við siðferðisspurningum í trúarbrögðunum sbr. Boðorðunum 10 þar sem talið er að guð hafi lagt til að menn skuli ekki myrða, stela, ljúga osfrv.  Húmanistar og aðrir sem ekki aðhyllast trúarbrögð er ekki síður umhugað um gott siðferði og mikilvægi þess.  Einn er sá mælikvarða á rétt og rangt sem er til staðar í öllum mönnum þó misjafnlega þroskaður sé. Sá mælikvarði er samviskan. Samviskan kennir okkur að ánægja og hamingja er betri en óánægja og óhamingja, að réttlæti og góðvild er betri en óréttlæti og mannvonska og að samvinna skilar oft mun betri árangri en ósamvinna.

Lesa áfram ...

Stærsti frumkvöðull mótmælendakristni, Marteinn Lúter (1483-1546) var í senn táknrænn afkomandi húmanismans og skýlaus andstæðingur hans eftir að hafði fært kenningar sínar í fastmótað form um 1524. Það var efinn og lærdómurinn sem fékk Lúter til að snúast gegn kaþólsku kirkjunni 1517 en það var óttinn við róttækni og samfélagslegt umrót sem gerðu lúterskuna að umburðalausri furstakirkju sem var mótfallin trúfrelsi og afneitaði frjálsum vilja mannsins.

Lesa áfram ...

Síða 1 af 512345

Login