Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt

Fyrsta gifting samkynhneigðra hjá Siðmennt

Fyrsta gifting samkynhneigðra sem athafnarstjóri hjá Siðmenntar stýrði átti sér stað laugardaginn 11. ágúst. Það voru þær Jana Björk Ingadóttir og Jóhanna Kristín Gísladóttir sem giftu sig með persónulegri athöfn í viðurvist sinna nánustu, að morgni dags rétt fyrir Gay Pride gönguna. Það var ánægjulegt að Hörður Torfason, einn af 15 athafnarstjórum Siðmenntar og handhafi húmanistaviðurkenningar félagsins 2010, sá um athöfnina en hann er upphafsmaður réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Siðmennt fagnar þessum tímamótaviðburði, enda hefur félagið alltaf stutt jafnréttisbaráttu samkynhneigðra.

Lesa

Meirihluti Skota giftir sig með veraldlegum hætti

Húmanistar í Skotlandi hafa náð einstökum árangri í að veita veraldlega/húmanískar athafnir. Samkvæmt tölum um giftingar fyrir 2011 kjósa 52% Skota að gifta sig með veraldlegum hætti og þá eru með taldar athafnir á vegum borgaralegra yfirvalda.. Árið 1971 kusu 31% veraldlega athöfn og því ljóst að vinsældir húmanískra athafna hafa aukist mjög hratt.

Humanist Society Scotland (HSS), systurfélag Siðmenntar, fékk lagalega stöðu árið 2005 til að gifta. Það árið giftu sig um 100 pör á vegum HSS. Árið 2010 giftu sig 2.092 pör hjá HSS og árið 2011 2.846 pör. Til samanburðar fyrir árið 2011 giftu sig 1.729 pör hjá kaþólsku kirkjunni og 5.557 pör hjá Church of Scotland (CoS) og er því gifting á vegum HSS önnur vinsælust. Með sama áframhaldandi vexti í húmanískum athöfnum munu fleiri velja giftingu hjá HSS en hjá CoS árið 2015

Lesa

Húmanískar giftingar í Skotlandi

Húmanískar giftingar eru vinsælli en kaþólskar giftingar í Skotlandi. IHEU segir frá þessu á heimasíðu sinni hér.

Húmanískar giftingarathafnir er þriðja vinsælasta athafnarformið fyrir giftingar og sú eina sem hefur aukist í vinsældum. Húmanískar giftingar voru gerðar löglegar í skotlandi í júní 2005 sem gerir Skotland eitt af aðeins sex löndum þar sem húmanísk gifting er lagalega bindandi.

Húmanistar í Noregi gifta fyrsta samkynhneigða parið!

Fyrsta gifting samkynhneigðs pars í Noregi fór fram á vegum Human-Etisk Forbund (HEF) þann 22. febrúar síðastliðin. Með henni var stigið enn eitt skrefið í átt til jafnra mannréttinda samkynhneigðra í Noregi. Hjúskaparlögum í Noregi var breytt á þann veg að í stað sérstakra laga um vígslu samkynhneigðra voru sett ein lög um giftingar fyrir alla óháð trú eða kynhneigð. HEF, sem er stærsta lífsskoðunarfélag Noregs að undanskyldu ríkiskirkjunni, hefur um árabil gift pör. Lagabreytingin er með beina vísun í Mannréttindayfirlýsinguna og er raunverulegt skref í átt til jafnræðis lífsskoðana.

Einungis tvö lífsskoðunarfélög hafa ákveðið að framkvæma vígslu samkynhneigðra para samkvæmt nýju lögunum – HEF og Unitarar. Þjóðkirkjan norska felldi á þingi sínu í haust að virða mannréttindi allra í þjóðfélaginu og ætlar ekki að gifta samkynhneigða. HEF var síðan fyrsta lífsskoðunarfélagið sem framkvæmdi vígslu samkynhneigðra í Noregi! HEF er systurfélag Siðmenntar og hefur verið skráð sem lífsskoðunarfélag frá árinu 1981. Félagið stendur fyrir þúsundum félagslegra athafna á ári hverju og hefur Siðmennt einnig hafið slíka starfssemi.

Cecilia Patricia Stensland og Janne Lemvig Abrahamsen gengu í hjónaband laugardaginn 21. febrúar með fána samkynhneigðra í bakgrunni við Kjelsås Folkets hus í Oslo.

“Loksins eru við jöfn gagnkynhneigðum pörum. Við höfum fengið sömu réttindi og skyldur. Það er yndisleg tilfinning”, segir Janne Lemvig Abrahamsen við Aftenposten.