Fjölmenning og faglegt skólastarf

Nýverið birtist í dagblaði viðtal við móður nemanda í grunnskóla. Móðirin gerði athugasemd við að barnið hennar hefði ekki fengið þá kennslu sem því bar á meðan meirihluti árgangsins fór í fermingarfræðsluferð á vegum kirkjunnar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða. Grunnskólar hafa allt of oft fórnað fagmennskunni með þessum hætti. Börn sem ekki tilheyra stærsta trúfélaginu hafa allt of oft þurft að mæta afgangi í grunnskólum landsins, grunnskólum sem lögum samkvæmt eiga að vera fyrir alla.

Lesa

Kynningarfundur í Háskólabíó um borgaralega fermingu 2014

Kynningarfundur BF 2014Kynningarfundur um borgaralega fermingu verðu haldinn í stóra salnum í Háskólabíó á laugardaginn 16. nóvember klukkan 11.

Yfir 250 ungmenni skráð í borgaralega fermingu Siðmenntar 2014

Yfir 250 ungmenni hafa þegar skráð sig í borgaralega fermingu Siðmenntar 2014

Meira en tvöföldun aðsóknar á 5 árum og þreföldun á 10 árum 

IMG_6114Fjöldi skráninga í borgaralega fermingu Siðmenntar stefnir í enn eitt metið! Nú þegar hafa yfir 250 ungmenni skráð sig en 209 fermdust borgaralega árið 2013 og 214 á árinu þar áður. Enn eru fjórar vikur þar til skráningartíma lýkur og ef fram fer sem horfir er líklegt að um 270 ungmenni fermist á vegum Siðmenntar árið 2014 en það er þriðjungs aukning á milli ára. Um 6% ungmenna á fermingaraldri kjósa athafnir félagsins.

Lesa

Borgaraleg ferming 2013 – ræða Kára Gautasonar

Ræða sem Kári Gautason flutti við borgaralega fermingu sem fór fram á Egilsstöðum 22. júní 2013.

Komiði öll sæl og blessuð, fermingarbörn, foreldrar og gestir

Ég var beðin fyrir nokkru síðan að flytja nokkurs konar predikun við þessa Borgaralegu fermingu.

Nokkurn vegin um leið og ég lagði síman á eftir að ræða þetta við hana móður mína þá rann upp fyrir mér eftirfarandi spurning. Hvað í ósköpunum á ég að tala um?

Það er ekki beinlýnis eins og ég hafi nokkru sinni gert eitthvað merkilegt í mínu lífi. Hefur svosem gengið ágætlega hingað til, en ég kann engar sannar sögur af mér sem ókunnugt fólk hefði gaman af því að hlusta á ótilneytt.

Lesa