Hvað þýðir orðið ferming?

SUMIR hafa, m.a. í þessu blaði, látið í ljós þá skoðun að orðið ferming eigi aðeins við um trúarathöfn og að ekki sé réttlætanlegt að tala um borgaralega fermingu. Ferming er dregið af latneska orðinu „confirmare“. Í bókinni Kirkjumál sem Kirkjuráð hefur gefið út er orðið „confirmation“ mest notað í upprunalegri mynd.

(meira…)

Borgaraleg ferming byggir upp siðferðiskennd ungmenna án trúarafstöðu

FERMING barna er stór stund í lífi hverrar fjölskyldu. Æ stærri hópur ungmenna kýs að fermast án kirkjulegrar leiðsagnar. Siðmennt, félag um borgaralegar athafnir, hefur haldið utan um fræðslustundir fyrir ungmenni sem huga að borgaralegri fermingu. Fyrirlesarar koma víða að úr þjóðfélaginu og fjalla um hugtökin mannréttindi, frelsi og ábyrgð og taka fyrir atriði eins og ákvörðunartöku, gildi lífs, fjölskylduna, mannleg samskipti, tilfinningar, tjáningu, jafnrétti og forvarnir um vímuefni.

(meira…)

Borgaraleg ferming er ekki gegn neinum

LESENDUR Morgunblaðsins eiga það skilið að fræðast nánar um hvað borgaraleg ferming er.

Borgaraleg ferming er undirbúningur þess að takast á við þá ábyrgð að verða fullorðin(n). Fræðslan sem er veitt hefur það markmið að unglingar sem taka þátt í fermingunni verði í senn heilsteyptir og víðsýnir. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigt og farsælt viðhorf unglinga til lífsins. Kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Undirbúa þá undir að vera ábyrga borgara. Borgaraleg ferming snýst ekki um trúarbrögð og er ekkert kennt á námskeiðinu sem er andstætt kirkjunni.

(meira…)

Fyrirmyndarferming í Ráðhúsinu

FÉLAGIÐ Siðmennt gekkst fyrir borgaralegri fermingu í 7. sinn sunnudaginn 26. mars sl. Undanfarin ár hafa athafnirnar verið í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði en nú var hópurinn of stór til að rúmast þar. Leitað var eftir stærra húsnæði og varð niðurstaðan Ráðhús Reykjavíkur. Fermingarbörnin voru 29 og gestirnir rúmlega 300 svo Tjarnarsalurinn fylltist. Athöfnin var einstaklega falleg og virðuleg.

(meira…)

Close Menu
×
×

Cart