Virk þátttaka í fermingarundirbúningi

ÞAÐ er flestum ljóst að það krefst nokkurs tíma að aðlagast nútímasamfélagi. Það er margt sem þarf að læra og margir siðir að taka upp. Það krefst líka nokkurs undirbúnings að verða unglingur og fullorðinn maður. Í okkar villta og fjölbreytta samfélagi er auðvelt að taka upp ósiði þannig að ekki verður aftur snúið. Þess vegna er lögð mikil áhersla nú á tímum á forvarnir t.d. gegn fíkniefnum. Enginn fæðist með siðferðisleg sjónarmið heldur lærast þau af samfélaginu. Það er ekki gefið að unglingur taki upp viðhorf og gildi sem foreldrar telja mikils virði. Afstaða til jafnréttis kynja, hörundslitar, lýðræðis, trúarbragða og frelsis er ekki meðfædd heldur lærist.

(meira…)

Ágrip af sögu fermingar og kristni

Ef við viljum skilja hvað felst í helstu athöfnum kirkjunnar eins og messum, skírn, altarisgöngu og fermingu, verðum við að skilja hvað sakramenti eru og ef við viljum skilja hvað sakramenti eru verðum við að vita hvaða guðfræði skilur kristna kirkju frá öðrum trúfélögum.

(meira…)

Fögnum unglingsárunum

BARN þroskast og verður að unglingi og síðar fullorðið. Trúlega voru skilin skarpari fyrr á öldum og unglingshlutverkið varla til. En unglingsárin eru mikilvæg og gegna hlutverki í nútíma samfélagi. Þau eru tími mikilla breytinga hjá unglingum. Þau eru mótunarár fyrir verðandi sjálfstæðan einstakling. En umgjörð sú sem þjóðfélagið býður unglingum hefur afgerandi áhrif á hvernig til tekst. Það er spennandi verkefni að bæta aðbúnað unglinga.

(meira…)

Close Menu
×
×

Cart