Fyrir hverja er borgaraleg ferming?

UNDANFARIN tólf ár hefur íslenskum ungmennum staðið til boða að fermast borgaralega. Um fimmtíu ungmenni hafa valið þennan kost á hverju ári undanfarin fjögur ár. Allnokkur umræða hefur farið fram um ágæti og réttmæti borgaralegrar fermingar og hefur sú umræða iðulega snúist um hvort rétt sé að kalla viðburð þennan fermingu eður ei. Minna hefur hinsvegar verið rætt um það sem mestu máli skiptir þ.e. fyrir hverja borgaraleg ferming er og hvað er gert á undirbúningsnámskeiðunum.

(meira…)

Virk þátttaka í fermingarundirbúningi

ÞAÐ er flestum ljóst að það krefst nokkurs tíma að aðlagast nútímasamfélagi. Það er margt sem þarf að læra og margir siðir að taka upp. Það krefst líka nokkurs undirbúnings að verða unglingur og fullorðinn maður. Í okkar villta og fjölbreytta samfélagi er auðvelt að taka upp ósiði þannig að ekki verður aftur snúið. Þess vegna er lögð mikil áhersla nú á tímum á forvarnir t.d. gegn fíkniefnum. Enginn fæðist með siðferðisleg sjónarmið heldur lærast þau af samfélaginu. Það er ekki gefið að unglingur taki upp viðhorf og gildi sem foreldrar telja mikils virði. Afstaða til jafnréttis kynja, hörundslitar, lýðræðis, trúarbragða og frelsis er ekki meðfædd heldur lærist.

(meira…)

Ágrip af sögu fermingar og kristni

Ef við viljum skilja hvað felst í helstu athöfnum kirkjunnar eins og messum, skírn, altarisgöngu og fermingu, verðum við að skilja hvað sakramenti eru og ef við viljum skilja hvað sakramenti eru verðum við að vita hvaða guðfræði skilur kristna kirkju frá öðrum trúfélögum.

(meira…)

Close Menu