Lífsskoðunarfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör

  • Post Category:Fréttir

Um leið og Siðmennt fagnar framlögðu frumvarpi Allsherjarnefndar um bætta réttarstöðu samkynhneigðra harmar félagið að ekki skuli vera lögð fram tillaga þess efnis að trúfélögum skuli veita þá sjálfsöðgu heimild að gefa saman samkynhneigð pör. Ekkert mælir á móti slíkri lagabreytingu enda yrði trúfélögum þannig frjálst að velja hvort þau vilja nýta sér umrædda heimild. Það besta við slík lög er að þau myndu auka réttarstöðu samkynhneigðra umtalsvert án þess að skerða rétt trúfélaga til að taka ákvörðun á eigin forsendum. Þjóðkirkjan gæti til að mynda tekið sér allan þann tíma sem hún þarf til að ákveða hvort hún vilji nýta sér þessa heimild.

(meira…)

Borgaralegar athafnir

  • Post Category:Greinar

Mér finnst ekki úr vegi að í þessum helsta trúarumræðudálki íslenskra dagblaða, sem Bréf til blaðsins óneitanlega er, komi fréttir af okkur efasemdarmönnunum. Mánudaginn 20. apríl fór fram fjórða borgaralega…