Posts Tagged ‘Athafnaþjónusta Siðmenntar’

Söguleg stund – formlegt upphaf athafnaþjónustu Siðmenntar

Í dag 29. maí 2008 hefst athafnaþjónusta Siðmenntar við veraldlegar eða húmanískar athafnir, þ.e. nafngjafir, giftingar og útfarir.  Frá því fyrir ári síðan hefur þessi áfangi í sögu félagsins og húmanista / trúlausra á Íslandi verið í undirbúningi, en hann hófst með því að systurfélag Siðmenntar í Noregi, Human Etisk Forbund sendi okkur reyndan kennara að nafni Baard Thalberg, sem hélt fyrir okkur vandað námskeið í athafnarstjórnun, með megin áherslu á útfarir.

Af þeim tíu sem sóttu það námskeið eru sex sem hafa gefið kost á sér til þess að starfa sem athafnarstjórar á vegum félagsins.  Þetta eru Jóhann Björnsson kennari og heimspekingur, Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og leiðsögumaður, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri, Steinar Harðarson tæknifræðingur, Sveinn Kristinsson kennari og bæjarfulltrúi og Svanur Sigurbjörnsson læknir.  

Lesa áfram ...

Fyrsta húmaníska nafngjöfin á vegum Siðmenntar

Sá gleðilegi viðburður átti sér stað í dag 28. maí 2008, að Bjarni Jónsson athafnarstjóri hjá Siðmennt og varaformaður félagsins, stýrði fyrstu húmanísku nafngjafarathöfninni á vegum þess.  Athöfnin fór fram í heimahúsi og var það lítill drengur sem fékk formlega nafngjöf eftir stutta hugvekju um góð gildi í uppeldi og stuðning aðstandenda við það.   Foreldrar barnsins voru ánægð að athöfninni lokinni og fögnuðu með fjölskyldu og vinum.

Með þessari athöfn hefur Siðmennt nú staðið að öllum fjórum klassískum félagslegum athöfnum fjölskyldna; fermingu, giftingu, útför og nú nafngjöf, allt á veraldlegan máta með manngildið að leiðarljósi.  Það fer því vel á því að á morgun fimmtudaginn 29. maí mun Siðmennt formlega hefja athafnaþjónustu sína við nafngjafir, giftingar og útfarir.

Login