Stjórn Siðmenntar

Formaður

Jóhann Björnsson er fæddur 1966. Jóhann hefur verið formaður Siðmenntar frá febrúar 2015 en setið í stjórn síðan 1997. Jóhann hefur kennt á undirbúningsnámskeiðum fyrir borgaralega fermingu frá 1997 ásamt því að vera kennslustjóri námskeiðanna.

Athafnastjórn

Jóhann er athafnarstjóri frá 25. mars 2007 og er auk þess ábyrgðarmaður athafnaþjónustu Siðmenntar.

Athafnir:
Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Tungumál athafna: íslenska, enska (jafnvel franska).

Menntun, störf og annað:

 • BA í heimspeki frá Háskóla íslands. MA í heimspeki frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu, Kennsluréttindi frá Háskóla íslands. Jóhann hefur stundað kennslu í grunnskóla og í fullorðinsfræðslu undanfarin ár.

Netfang: johann[at]sidmennt.is

Varaformaður

Sigurður Hólm Gunnarsson er fæddur 1976  og er varaformaður Siðmenntar síðan 2015 en hefur setið í stjórn síðan um 1996. Sigurður er jafnframt vefstjóri og fjölmiðlafulltrúi Siðmenntar.

Sigurður er menntaður iðjuþjálfi og starfar sem forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg.

Sigurður hefur haldið úti vefnum Skodun.is síðan 1999.

Sími: 898 7585
Netfang: siggi[at]sidmennt.is

Stjórnarmaður

Hope Knútsson er einn af stofnendum Siðmenntar. Hún tók þátt í að skipuleggja fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi og var formaður Siðmenntar á árunum 1996 til 2015. Hope situr nú í stjórn Siðmenntar og hefur umsjón með borgaralegri fermingu.

Menntun, störf og annað:
Hope Knútsson er iðjuþjálfi og aðgerðasinni. Hún hefur starfað í þágu mannréttinda og jafnréttis mismunandi hópa á Íslandi í 4 áratugi.

 • BA sálfræði og heimspeki, masters í iðjuþjálfun
 • Vann á Kleppsspítalanum (2.5 ár)
 • Einn af stofnendum Iðjuþjálfafélags Íslands,(formaður 22 ár)
 • Starfaði að stofnun námsbrautar í iðjuþjálfun (2 áratug)
  Fulltrúi Íslands til Heimssambands Iðjuþjálfa (28 ár)
 • Formaður Geðhjálpar (5 ár)
 • Stofnaði Félag nýrra íslendinga, samtök enskumælandi útlendinga formaður þess (5 ár).
 • Stofnaði Fjölmenningarráð: málsvari útlendinga á Íslandi, til að standa vörð um mannréttindi útlendinga. (Formaður 6 ár)
 • 1989 stofnaði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi. Verið framkvæmdastjóri BF síðan.
 • Tók þátt í að stofna Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi 1990. Formaður 1996-2015.

Sími: 557 3734
Netfang: hope[at]sidmennt.is

Gjaldkeri

Auður Sturludóttir er gjaldkeri Siðmenntar.

Ritari

Helgi Hrafn Gunnarsson er ritari Siðmenntar.

Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri

Bjarni Jónsson er fæddur 1959 og er framkvæmdastjóri Siðmenntar frá september 2015

Athafnastjórn

Bjarni hefur verið athafnarstjóri frá 25. mars 2007.

Athafnir: Útfarir, giftingar, fermingar og nafngjafir
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Tungumál athafna:  íslenska, sænska.

Menntun, störf og annað:

 • Ráðinn framkvæmdastjóri Siðmenntar frá september 2015.
 • Framkvæmdastjórn og umsýsla athafnaþjónustu félagins.
 • Prentiðn.  Starfað við framkvæmdastjórn fyrirtækja.
 • Varaformaður Siðmenntar 2006-2/2015.
 • Stýrði fyrstu nafngjöfinni á vegum Siðmenntar.
 • Fulltrúi Siðmenntar í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands.
 • Fulltrúi Siðmenntar á Norðurlöndum.
 • Áhugamaður og baráttumaður um mannréttindi.

Netfang: bjarni[at]sidmennt.is

Fagstjóri athafnaþjónustu

Forsvar athafnaráðs

Svanur Sigurbjörnsson er fæddur 1965 og hefur verið athafnarstjóri frá 25. mars 2007.

Hann undirbjó og kom á fót, ásamt stjórn Siðmenntar, athafnaþjónustu félagsins sem stofnsett var 29. maí 2008.

Stýrði fyrstu útförinni á vegum Siðmenntar.

 

Umsjónarmaður athafnaþjónustu Siðmenntar frá 2007 – 8/2015.

Fagstjóri athafnaþjónustunnar frá 9/2015 til 2/2017.

Situr í Athafnaráði athafnaþjónustu Siðmenntar frá 2/2017

ásamt Ingu Auðbjörgu Straumland og Tinnu Jóhannesdóttur.

Menntun, störf og annað:

 • Fulltrúi í stjórn Siðmenntar frá 2005-2012 og gjaldkeri 2008-2011.
 • Umsjónarmaður fréttabréfs Siðmenntar (2007-2011).
 • Gestakennsla í fermingarnámsskeiði Siðmenntar frá 2006-2013.
 • Höfundur kafla um húmanisma í bókinni: “Trú og útfararsiðir”.
 • Læknir.
 • Diploma í Prisma: heimspeki, listfræði og miðlun, frá HB og LHÍ 2009.
 • Stundar nám í heimspeki við HÍ (frá hausti 2015).

Netfang: svanur[at]sidmennt.is
GSM: 896 3465

Varamenn í stjórn Siðmenntar:
Hrafnkell Stefánsson
Kristinn Theodórsson
Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir
Þorsteinn Örn Kolbeinsson
Þorgerður Anna Björnsdóttir
Steinar Harðarson
Margrét Pétursdóttir

– Samkvæmt ákvörðun félagsmanna á aðalfundi 24. mars 2010, en þá var samþykkt lagabreyting þess efnis að fjöldi manna í varastjórn má vera allt að sjö í stað fimm áður.

  Um Siðmennt - efnisyfirlit       Skráning í Siðmennt