Skráning í Siðmennt

Ef þú ert trúlaus eða húmanisti og vilt styðja Siðmennt, félags siðrænna húmanista á Íslandi, þá hvetjum við þig til að skrá þig í Siðmennt hjá Þjóðskrá. Siðmennt er eina veraldlega lífsskoðunarfélagið sem er opinberlega skráð og fær þannig svokölluð „sóknargjöld“ félagsmanna.  „Sóknargjöld“ þeirra sem standa utan félaga renna í ríkissjóð (þau fara ekki til háskólans eins og áður).

Skráning í Siðmennt hjá Þjóðskrá – Einfaldar leiðbeiningar í fimm skrefum:

1) Farðu inn á https://minarsidur.island.is/frontpage/thjodskra/ og skráðu þig inn með því að nota Íslykil (ef þig vantar Íslykil getur þú sótt um hann á sömu síðu)
2) Smelltu á „Skráningin mín“
3) Undir  „Grunnupplýsinga“ veldu „Breyta trú- og lífsskoðunarfélagi“
4) Finndu „Breyting á skráningu“ og hakaðu í „Velja trú- og lífsskoðunarfélag“ og veldu svo„Siðmennt“ úr listanum.
5) Smelltu svo á: „Senda tilkynningu“.

Skráðu þig beint í Siðmennt (og/eða á póstlista Siðmenntar) hér fyrir neðan

Við  hvetjum sem flesta til að skrá sig einnig beint í Siðmennt og greiða árgjald.  Siðmennt er á móti sóknargjaldakerfinu og því mikilvægt að sem flestir sem vilja styðja Siðmennt skrái sig beint í félagið, greiði árgjald og tryggi þar með fjárhagslegan grundvöll félagsins óháð sóknargjaldakerfinu.  Árgjaldið er 5000 kr. (ákveðið á aðalfundi 2016).

Ljóst er að margir eiga í erfiðleikum fjárhagslega og því geta félagar óskað eftir 50% afslætti af árgjaldinu þar til betur árar (Siðmennt spyr engra spurninga!)

Skráning í Siðmennt - utan eða samhliða Þjóðskrá

  • Þetta form þarf ekki að fylla út og senda félaginu ef að þú hefur nú þegar skráð þig í Siðmennt hjá Þjóðskrá. Það er ætlað fyrir: A. Skráningu í félagið utan Þjóðskrár B. Skráningu styrktargjalds C. Skráningu á fréttapóstlista félagsins. Hér má skrá sig á fréttapóstlista félagsins hafi maður skráð sig hjá Þjóðskrá í félagið því að skráning á listann er ekki sjálfkrafa.
    Fyrir þá sem eru að skrá sig sem greiðendur viðbótar-styrktargjalds skal haka í þessa reiti til að tilgreina upphæð styrksins (í samræmi við upphæð félagsgjalds) eða tilgreina upphæð í athugasemdaboxinu neðst. Bestu þakkir.