Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Merkilegir hlutir eru að gerast í Noregi. Árið 2010 setti þáverandi menningarmálaráðherra á laggirnar 15 manna vinnuhóp sem hafði það markmið að leggja fram heildstæða stefnu í trúar- og lífsskoðunarmálum eða eins og það heitir á norsku – „helhetig tros- og livssynspolitikk“. Ekki átti að móta kirkjustefnu ríkisins heldur hvaða stefnu Noregur ætti að fylgja í fjölbreytilegu samfélagi. Í upphafi gerðu fulltrúar norsku húmanistasamtakanna Human-Etisk Forbund, systursamtaka Siðmenntar, athugasemdir við að meirihluti nefndarmanna höfðu sterkar tengingar í kristin samfélög. Þarna voru einnig fulltrúar múslima og vísindasamfélagsins en það varð síðan úr að fulltrúi HEF, Bente Sandvik, varð varaformaður nefndarinnar.

 

Það kom því skemmtilega á óvart að þegar niðurstöður nefndarinnar voru kynntar 7. janúar að ágæt samstaða náðist í mörgum málum og voru mörg af þeimbaráttumálum sem húmanistar hafa unnið að í mörg ár sem fengu þar brautargengi og samþykkt í nefndinni. Það má segja að jafnræði lífsskoðana hafi verið megin stefið í niðurstöðu vinnuhópsins og flestar af þeim tillögum sem lagðar eru fram eru til þess að bæta úr núverandi ástandi.

 

Markmið nefndarinnar

Í upphafi var hlutverk nefndarinnar m.a.:

–          Að skoða endurskoða gjöld („sóknargjöld“) til trúar- og lífsskoðunarfélaga og hvaða kröfur ríkið gerir til þeirra félaga sem fá þau.

–          Meta hvort núverandi kerfi til skráningar á trúfélögum skuli standa og þá hvort greina eigi á milli skráðra og óskráðra trúfélaga.

–          Meta hvort trú- og lífsskoðunarfélög eigi að framkvæma löggerningarhluta giftingar. Rétt er að geta að Venstre telur að trú- og lífsskoðunarfélög eigi einungis að sjá um athafnir á meðan bindandi löggjörningar eigi að lúta veraldlegri stjórn.

Lesa áfram ...

Um húmanisma
Bókin sem við höfum beðið eftir allt árið, Um húmanisma, er nú komin út og er til sölu í helsu bókaverslunum.  Bókin er gefin út frá bókaútgáfunni Ormstungu í samvinnu við Siðmennt, sem hafði frumkvæði af útgáfunni.

Um húmanisma, er eftir enska heimspekiprófessorinn Richard J. Norman og er hún djúpstæður vitnisburður um húmanisma nútímans.  Richard Norman er heiðursprófessor í heimspekilegri siðfræði við háskólann í Kent. Þá er hann varaforseti bresku húmanistasamtakanna, British Humanist Association.

Það hefur lengi staðið til að gefa út bók sem gæfi íslenskum lesendum vandaða innsýn í húmanismann (manngildishyggju, mannhyggju) og í þeirri leit bentu norsku samtökin Bjarna Jónssyni varaformanni Siðmenntar á þessa bók sem þeir höfðu þýtt og gefið út nýlega. Hún þótti vera vandlega skrifuð og sýna hófsemd og gott jafnvægi í þeim siðferðislegu álitamálum og meðferð hugtaka tengdri þeirri heimspekilegu umræðu sem í henni er.

Richard Norman segir um húmanismann:
“Veraldlegur húmanismi er sú útgáfa húmanismans sem ég set fram og held upp vörnum fyrir í þessri bók – húmanismi sem kemur í stað trúarbragða eða trúar.”

Lesa áfram ...

flettispjald_nafngjof

Athafnaþjónusta Siðmenntar á Suðvesturlandi og Norðurlandi

Siðmennt hefur starfrækt athafnaþjónustu fyrir tímamótaathafnir fjölskylda frá 29. maí 2008 (jarðskjálftadaginn) og hefur nú þjónað ríflega hundrað fjölskyldum yfir þann tíma við nafngjafir, heimafermingar, giftingar og útfarir.  Athafnirnar hafa verið á víð og dreif á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Kjósinni, Mosfellsbæ, Heiðmörk, Hveragerði, Selfossi, Grindavík, Búðum, Þrastarskógi, Haukadal og Skagafirði.  Útigiftingar hafa verið vinsælar á sumrin, sérstaklega í Elliðaárdalnum.

Um 9 af hverjum 10 sem biðja um athafnarstjórn hjá Siðmennt eru utan félagsins.  Athafnir félagsins eru ekki með  trúarlegu innihaldi, heldur byggja þær á heimspekilegu siðferði (húmanisma) og þáttum sem eru persónulegir og vekja upp góðar tilfinningar.  Athafnir á vegum félagsins miðla hlýleika, hátíðleika og gleði.  Margir sjá sammannlega þætti í þeim og vilja athöfn hjá Siðmennt, t.d. foreldrar barns sem eru sitt hvorrar skoðunar í málum trúar eða lífsskoðana.  Athafnir Siðmenntar hafa þann eiginleika að þær geta sameinað fólk um þann grunn sem er sameiginlegur öllu mannfólki.

Siðmennt hefur í þjónustu sinni athafnarstjóra á Suðvesturhorni landsins og á Akureyri – Dalvíkursvæðinu. Smám saman er áætlað að auka þjónustuna og bjóða á fleiri stöðum.

Lagahliðin

Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp sem á að jafna stöðu veraldlegra lífsskoðunarfélaga eins og Siðmenntar fyrir lögunum og fái frumvarpið brautargengi er þess ekki langt að bíða að pör þurfi ekki að fara fyrst til sýslumanns til að gifting hjá Siðmennt sé bæði á lagalegum og fjölskyldulegum forsendum.  Nafngjafir hafa svo sem ekki haft neinn lagalegan tilgang þó að prestar hafi tekið af ómakið af foreldrunum og sent inn tilkynninguna um nafn barnsins.  Í lögum segir að það þurfi að nefna barn og skila inn skýrslu til Þjóðskrár áður en það er 6 mánaða gamalt.  Foreldrarnir geta gert það sjálfir og þurfa ekki neinn lögaðila til að koma að því.  Í tilviki útfara þarf að liggja fyrir leyfisbréf sýslumanns um að útför megi fara fram og þarf sá aðili sem stýrir útförinni að hafa það bréf í höndum hvort sem að það er ættingi, prestur eða athafnarstjóri.

Víð skírskotun

Athafnir Siðmenntar eru tilvaldar fyrir fólk sem vill ekki hafa trúarlega þætti í sinni athöfn sem það trúir ekki á eða höfðar ekki til þeirra.  Við það verður athöfnin mun persónulegri.  Þá eru nafngjafirnar einungis til að gefa barninu nafn og fagna komu þess í fjölskylduna en ekki til að fara með trúarjátningar eða skrá barnið í söfnuð eða félag.  Með því að fá nafngjafarathöfn gegnum Siðmennt er barninu leyft að vera barn.  Réttur þess til að velja þegar það er orðið sjálfráða um flókin efni er virtur.  Sama gildir um fermingar hjá Siðmennt.  Engar játningar um hollnustu gagnvart sérstökum hugmyndum eða leiðtogum.  Borgaraleg ferming er tími uppbyggilegrar fræðslu og þátttöku í umræðum um margt það sem skiptir máli í daglegu lífi.  Virt er að barnið fái að velja þegar það er orðið fullorðið.

Auðvelt að fá athöfn

Það er auðvelt að panta athöfn hjá Siðmennt.  Hér á síðunni fyrir ofan má finna hlekki á hverja athöfn og opna síðu með rafrænu umsóknarformi.  Eftir að það er sent mun umsjónarmaður athafnaþjónustunnar hafa samband innan fárra daga og finna athafnarstjóra fyrir umbeiðanda.  Verðið er hóflegt því að þessi þjónusta er að miklu leyti hugsjónavinna athafnarstjóranna. Fólk sem fær athöfn hjá félaginu og vill jafnframt ganga í það fær fyrsta ár aðildar frítt.  Í ár stefnir í tvöföldun á fjölda athafna frá í fyrra og það er von okkar að með hverju ári notfæri sér fleiri og fleiri þennan góða kost þegar að tímamótum kemur.

F.h. Athafnaþjónustu Siðmenntar, Svanur Sigurbjörnsson

 

Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir ungmenni og aðstandendur þeirra sem hafa áhuga á borgaralegri fermingu verður haldinn

Laugardaginn 10. nóvember 2012 kl. 11:00 – 12:00, í sal 1 í Háskólabíói

Á kynningarfundinum verður næsta fermingarnámskeið Siðmenntar kynnt. Ennfremur verður greint frá fyrirkomulagi væntanlegrar athafnar næsta vor og sýnt verður kynningarmyndband frá athöfnunum sem haldnar voru vorið 2012.

Lesa áfram ...

Frá viðurkenningum Siðmenntar 2012

HÚMANISTAVIÐURKENNING  SIÐMENNTAR  2012
Í dag fór fram í áttunda skiptið úthlutun á Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar. Handhafar hennar árið 2012 eru tveir aðilar. Samtökin Liðsmenn Jerico sem eru landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda en einnig þeir Viðar Freyr Guðmundsson og Gunnar Halldór Magnússon Diego sem hafa staðið að gerð heimildarþátta um einelti sem heita “Allt um Einelti”.

FRÆÐSLU- OG VÍSINDAVIÐURKENNING SIÐMENNTAR 2012
Einnig var í fimmta sinn úthlutað Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar. Hana hlaut að þessu sinni Örnólfur Thorlacius en hann hefur verið brautryðjandi við miðlun vísindamiðlunar í sjónvarpi, dagblöðum, bókum og tímaritum.

Lesa áfram ...

Dómkirkjan og Alþingi
Tilkynning um mikilvægan fund í Iðnó á miðvikudaginn um þjóðkirkjuákvæði stjórnarskrárinnar.
Siðmennt berst fyrir jafnrétti lífsskoðunarfélaga, hvort sem þau byggja á trú eða veraldlegri lífssýn.  Hluti af þeirri baráttu er að afnema þjóðkirkjuskipanina því ekkert eitt félag getur verið fulltrúi allra landsmanna í þessum efnum.
Nú fer að líða að þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að tillögur Stjórnlagaráðs eigi að nota sem grunn að gerð nýrrar stjórnarskrár eða ekki og er þar sérstaklega spurt um hvort að ákvæði um Þjóðkirkjuna eigi heima í nýrri stjórnarskrá eða ekki.
Stjórnarskrárfélagið stendur fyrir spennandi borgarafundi í Iðnó á miðvikudag 10. október kl. 20.   Sjá tilkynningu Stjórnarskrársfélagsins:
….

„Þjóðkirkjan og nýja stjórnarskráin – Hvaða áhrif mun ný stjórnarskrá hafa á stöðu Þjóðkirkjunnar?“

Frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
  • Dögg Harðardóttir, fyrrum fulltrúi í Stjórnlagaráði
  • Hjalti Hugason, prófessor
  • Sigurður Hólm Gunnarsson, frá Siðmennt – Félagi siðrænna húmanista á Íslandi
  • Valgarður Guðjónsson, hugbúnaðarsérfræðingur
  • Fundarstjóri: Egill Helgason, fjölmiðlamaður

Þórir Baldursson tónlistarmaður leikur af fingrum fram á Hammond-orgel meðan fundargestir koma sér fyrir.

Fjölmennum! Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn á facebook: http://www.facebook.com/events/487996351224296/?fref=ts

Vinsamlega  látið fleiri vita af fundinum t. d. með því að deila viðburðinum og bjóða vinum.

Kveðja,

Stjórnarskrárfélagið

—-

Við hvetjum alla félaga Siðmenntar og áhugafólk um málefnið að mæta og sýna þannig áhuga í verki á þessu mikilvæga málefni.

Auglysing-MHS-2012-ps3

Kæri Siðmenntarfélagi

Þér er boðið frítt á Menningarhátíð félagins á föstudaginn kemur 21. september kl. 20:00 í Salnum, Kópavogi.  Þú mátt bjóða tveimur gestum með þér frítt. Vinsamlegast láttu vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða. 

Á þessari hátíð sameinum við list og orð með tónlistarflutningi og örræðum í anda lífssýnar félagsmanna.  Þetta tókst ákaflega vel í fyrra og því ákvað stjórn Siðmenntar að láta á það reyna að gera Menningarhátíðina að árlegum viðburði, eins konar árshátíð Siðmenntarfélaga.  Stund sameiginlegrar upplifunar, ljúfra tóna, hugarfóðurs og skemmtunar.

Það er allt tilbúið fyrir hátíðina, frábær dagskrá en það verður engin hátíð án félaga Siðmenntar í áhorfendasætunum.

Meðal listamanna sem koma fram eru:

Jónas Sigurðsson, Kristjana Stefánsdóttir, Ari Eldjárn, Svavar Knútur, Hljómsveitin 1860 og fleiri.  Felix Bergsson kynnir.

Panta þarf frímiðana

Til hvatningar til félagsmanna að koma og njóta stundarinnar hefur stjórn Siðmenntar ákveðið að bjóða skráðum félögum Siðmenntar frítt á viðburðinn og mega þeir taka með sér tvo gesti sem einnig fá frítt inn (þurfa ekki að vera félagar).

Það er takmarkaður fjöldi sem kemst í Salinn (tæp 300 sæti) og því þarftu að láta vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða (1-3).  Bíðið svo staðfestingar til að tryggt sé að sætin hafi verið tekin frá í þínu nafni.  (Aukasæti kosta kr. 1200 og eru þau seld á www.salurinn.is).

Mikilvægt er að panta miða sem fyrst og til að skipulagning gangi vel fyrir sig helst fyrir kl. 18 á fimmtudaginn.

Það er von stjórnar Siðmenntar að boðið hleypi lífi í aðsókn félagsmanna að viðburðinum því að þessi skemmtilega hátíð verður ekki skemmtileg án ykkar.

Kær kveðja

Stjórn Siðmenntar

Hugvekja á vegum Siðmenntar við þingsetningu 2012

Við setningu Alþingis í dag 11. september 2012 flutti Svanur Sigurbjörnsson, læknir og stjórnarmaður í Siðmennt, hugvekju um „heilbrigði þjóðar“. Er þetta í fimmta sinn sem Siðmennt býður Alþingismönnum upp á veraldlegan valkost í stað messu við setningu Alþingis. Að þessu sinni mættu níu þingmenn ásamt nokkrum góðum gestum á Hótel Borg. Hugvekju Svans má lesa í heild sinni hér á vefsíðu Siðmenntar.

Athygli vekur að séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, sem predikaði yfir alþingismönnum í Dómkirkjunni í dag, notaði tækifærið til að segja þingmönnum að tilvist þjóðkirkju ógnaði ekki trúfrelsi í landinu. Er þetta að mati Siðmenntar dæmi um það hvernig Þjóðkirkjan getur nýtt sér aðstöðu sína til að breiða út einhliða áróður. Siðmennt er einmitt þeirrar skoðunar að þjóðkirkjufyrirkomulagið samræmist ekki trúfrelsi.

 

Hugvekja á vegum Siðmenntar við þingsetningu 2012

Flutt í athöfn Siðmenntar fyrir alþingismenn í Silfursal Hótel Borgar vegna setningar Alþingis þriðjudaginn 11. september 2012.  Svanur Sigurbjörnsson samdi og flytur.

Kæru alþingismenn og aðrir gestir

Þennan dag fyrir 11 árum síðan vaknaði ég í þáverandi heimili mínu, í háhýsi í New York borg, við þá frétt að stór herflugvél hefði flogið inn í annan af tvíburaturnunum á Manhattan.  Um 17 mínútum síðar flaug önnur flugvél inn í hinn turninn. Tvíburaturnarnir loguðu og af þeim lagði þykkan reykmökk. Skelfing greip um sig og allt lamaðist. Í ljós kom að flugvélarnar voru ekki hervélar, heldur breiðþotur fullar af fólki, fólki sem átti sér einskis ills von. Tvær aðrar árásir með farþegavélum áttu sér stað þennan dag í Pennsylvaniu og Washington D.C. og samtals létu nærri þrjú þúsund manns lífið í þessum fjórum árásum. Að kveldi þessa dags var erfitt að kyngja þessu sem veruleika.

Um leið og ég vil minnast fórnarlamba þessara hræðilegu hryðjuverkaárása á friðsama borgara, þá er það ekki aðeins vegna dagsetningarinnar að ég nefni þetta í tengslum við yfirskrift hugvekju minnar, heilbrigði þjóðar, til ykkar kæru þingmenn.

Lesa áfram ...

Menningarhátíð Siðmenntar - félagsmenn

Í ár verður Menningarhátíð Siðmenntar haldin í annað sinn í Salnum í Kópavogi þann 21. september. Fagnað verður því að alþjóðasamtök húmanista eru 60 ára og hátíðin markar upphaf kynningarátaks félagins í haust.

Stjórn Siðmenntar hefur ákveðið að bjóða skráðum félögum Siðmenntar frítt á viðburðinn og mega þeir taka með sér tvo gesti sem einnig fá frítt inn (þurfa ekki að vera félagar). Almennur aðgangseyrir aðeins kr. 1200.

Panta þarf frímiðana

Það er takmarkaður fjöldi sem kemst í Salinn (tæp 300 sæti) og því þarftu að láta vita af komu þinni með því að senda netpóst á sidmennt@sidmennt.is og tilgreina fullt nafn og fjölda miða (1-3).  Bíðið svo staðfestingar til að tryggt sé að sætin hafi verið tekin frá í þínu nafni.  (Aukasæti kosta kr. 1200 og eru þau seld á www.salurinn.is).

Mikilvægt er að panta miða sem fyrst og til að skipulagning gangi vel fyrir sig helst fyrir kl. 18 á fimmtudaginn. 

Staðsetning: Salurinn í Kópavogi

Tími: 21. september klukkan 20:00

Hátíðin þótti heppnast afar vel í fyrra og nú verður ekki síðra listafólk sem heiðrar samkomuna að þessu sinni. Í ár mun einnig fleira gott fólk taka þátt með því að flytja nokkrar örræður.

Meðal listamanna í ár eru Jónas Sig, Díana Lind Monzon, 1860, Kristjana Stefánsdóttir, Ari Eldjárn, Mamiko Dís Ragnarsdóttir, Svavar Knútur og Felix Bergsson.

Sýnd verður stuttmynd með viðtölum við félagsmenn, lesið úr nýrri þýddri bók um húmanisma og Skype-viðtal við Sonju Eggerickx formann alþjóðasamtakanna sýnt.

Sjá nánar:
Login