Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Logo_medium

Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi.

Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum.
Hope KnútssonHópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks.

Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför.

Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.

Lesa áfram ...

Setning alþingis 1. okt 2013

Arndís A. Kristínar- og Gunnarsdóttir

Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir lögfræðingur með sérhæfingu í mannréttindum flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 1. október 2013 á Hótel Borg. Í erindi sínu fjallaði Arndís Anna um Hið trúfrjálsa ríki.

Arndís skrifaði fyrri meistararitgerð sína á sviði réttarheimspeki en þá síðari á sviði mannréttinda, um trúfrelsi í Evrópu. Hún hefur nýlokið viðbótarnámi í Belgíu með áherslu á mannréttindi. Hún hefur starfað með Rauða krossinum frá árinu 2009 og veitt lögfræðilega aðstoð við hælisleitendur.

Þetta er í sjöunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert.

Í ár mættu tíu þingmenn frá þrem flokkum á hugvekju Siðmenntar. 

Komið þið sæl. Fyrst ég fékk svona ágæta kynningu ætla ég bara að bjóða ykkur velkomin og takk fyrir komuna.

Ég hafði hugsað mér að vera bara með smávegis hugvekju, og hugvekju er auðvitað fyrst og fremst ætlað að vekja fólk til umhugsunar frekar en að setja fram fullyrðingar eða kenningar um hvað er satt og rétt. Þess vegna hef ég líka ákveðið að vera ekki með neinar glærur eða annað slíkt.

Mig langar að tala um tvennt í dag. Hið fyrra er það sem mig langar til að kalla á íslensku hið veraldlega ríki, eða það sem á ensku er kallað the secular state.

Seinna efnið sem mig langar til að tala um snýr að mannréttindum, og þá í rauninni að lagalega hugtakinu mannréttindi, enda teljast mannréttindi til lagalegra réttinda á Íslandi í dag og í fleiri ríkjum. Þessi seinni hlutinn ber yfirskriftina Hið trúfrjálsa ríki, og langar mig þar aðeins að velta fyrir mér hugtakinu trúfrelsi og hvað í því felst.


Hið veraldlega ríki

Í tengslum við þetta fyrra efni mitt er ég væntanlega ekki að fara að segja ykkur neitt sem þið hafið ekki heyrt áður, en mig langaði að tala um það samt, þar sem ég held það sé mjög gott að stíga alltaf af og til nokkur skref til baka, til að rifja upp og skerpa á grundvallaratriðum.

Hvað er veraldlegt ríki?

Það er sú grundvallarhugmynd að stofnanir ríkisins og fólk sem skipað er til að vera í forsvari fyrir ríkið, séu óháð trúarlegum stofnunum og embættum.

Trú er mjög persónulegt fyrirbrigði. Trú er ekki bara persónuleg í þeim skilningi að fólk eigi rétt á að fá að hafa trúarskoðanir sínar í friði fyrir gagnrýni eða að trúarbrögð séu yfir gagnrýni hafin. Þau eru líka persónulegur hlutur í þeim skilningi að fólk túlkar sín trúarbrögð á mismunandi hátt, fólk trúir á mismunandi forsendum og með mismunandi útkomu.

Ástæða þess að það er mikilvægt að ríki sé hlutlaust gagnvart trú er einkum sú að reglur trúarbragða eru ólíkar. Og ekki nóg með að reglur trúarbragða séu ólíka, heldur er túlkunin á þeim líka margskonar og ólík.

Við getum verið ósammála um margt en við getum allavega örugglega verið sammála um það að það sem við öll viljum þegar upp er staðið er að fá að lifa í friði, lifa því lífi sem við kjósum okkur og þurfa ekki að óttast um líf okkar og limi í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að vera ósammála um margt og hafa mismunandi forsendur í lífinu og misjöfn markmið þá stefnum við þannig flest í meginatriðum að því sama.

Með þetta sameiginlega markmið, að tryggja frið, hamingju og lífsfyllingu hvers einstaklings, ættum við að geta náð saman, þó allavega um það að ríki sé trúhlutlaust, því það er forsenda þess að ríki geti skapað frið fyrir alla.

Hið trúfrjálsa ríki
Setning alþingis 1. okt 2013Seinni hluti þessarar stuttu hugvekju minnar ber sömu yfirskrift og hugvekjan sjálf, hið trúfrjálsa ríki.

Hvað er trúfrelsi?

Í 9. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir: „Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.“

Trúfrelsi má í raun skipta í tvennt. Það er annars vegar hið innra trúfrelsi, sem jafnan lagt að jöfnu við og samnefnt hugsana- og skoðanafrelsi, og það er frelsið til þess að hugsa það sem manni sýnist og hafa þær skoðanir sem manni sjálfum þykja réttar, án utanaðkomandi afskipta og án þvingunar. Augljós dæmi um inngrip í hið innra trúfrelsi er t.d. einfalt bann við tilteknum skoðunum eða tiltekinni trú. Í sumum ríkjum er brotið á innra trúfrelsi fólks með tilraunum til að þvinga það til skoðanaskipta, pyntingum og heilaþvotti.

Hin hliðin á trúfrelsinu er hið ytra trúfrelsi, sem er frelsið til að iðka sína trú eða lífsskoðun, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi. Þetta er ansi víðtækt og hafa ýmsar athafnir komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu undir formerkjum trúfrelsis á grundvelli þessa ákvæðis.

En trúfrelsi eru ekki einu mannréttindin sem viðurkennd hafa verið í heiminum, þó vissulega séu þau almennt talin á meðal grundvallar mannréttinda.

Það sem mig langar til að brydda upp á hér í dag er samspil hinna ýmsu mannréttinda, ekki síst samspil trúfrelsis og annarra mannréttinda, og mig langar til þess að vekja athygli á því hvernig hin ýmsu mannréttindi önnur en trúfrelsi eru í raun vel til þess fallin að tryggja hið sanna hugsana-, skoðana- og trúfrelsi. Tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi, friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og bann við mismunun eru þau réttindi helst sem mig langar til að nefna hér sérstaklega til samanburðar.

Það að bera kross um hálsinn eða slæðu um höfuð getur hæglega talist tjáning. Það að setja á fót samtök eða félag um sameiginlegar skoðanir eða viðhorf fellur vitanlega undir funda- og félagafrelsi og auðvelt er að ímynda sér tilvik þar sem friðhelgi einkalífs og hið mikilvæga bann við mismunum ná til þess að vernda trúfrelsi einstaklings.

Með því að tryggja að tjáningarfrelsið sé í heiðrum haft, að funda- og félagafrelsi sé virt, með því að vernda friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og framfylgja banni við allri mismunun er þannig hægt að tryggja raunverulegt trúfrelsi í mjög mörgum tilvikum, án þess jafnvel að tala um það sem slíkt. Í frjálsu samfélagi er trúfrelsið sjálfsagt.

Besta leiðin til að tryggja raunverulegt trúfrelsi, þ.e. frelsið til að hugsa og trúa því sem maður sjálfur velur sér, er að tryggja það að önnur mannréttindi séu einnig í hávegum höfð. Með því að setja trúhlutleysi ríkisins og vernd allra þeirra mannréttinda sem við höfum viðurkennt með lögum á oddinn, stuðlum við að möguleikum allra til þess að hugsa og trúa því sem þeir kjósa, og með því að tryggja það að landslög, ekki síst stjórnskipunarlög, feli í sér reglur sem öllum beri að fylgja jafnt, óháð trú eða öðrum skoðunum, stuðlum við að því að fólk geti lifað og búið í sátt og samlyndi.

Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir

Sigurður Hólm Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt.

Mynd: Hilmar Magnússon
shg12bw

Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.

Þegar Siðmennt var boðið að taka þátt í þessum ágæta viðburði tók ég það að mér að koma fyrir hönd félagsins og segja nokkur orð. Ég var viss um að ég hefði margt að segja og gæti örugglega talað í klukkutíma.

Svo settist ég niður og byrjaði að flokka hugsanir mínar og setja þær á blað.

Niðurstaðan var ein setning:

„Siðmennt, félag siðrænna húmanista, styður, og hefur alltaf stutt, sjálfsagða mannréttindabaráttu hinsegin fólks og mótmælir fordómum í garð þeirra.“

Lesa áfram ...

GayPride auglýsing-lokaútgáfa

GayPride auglýsing-lokaútgáfa

731-sidmennt-profilepic

731-sidmennt-profilepicStjórn Siðmenntar harmar að Þjóðkirkja Íslands skuli, ásamt öðrum íslenskum trúfélögum, boða til samkomu hér á landi með predikaranum Franklin Graham sem reglulega hefur boðað fordóma gagnvart hinsegin fólki.

Siðmennt, sem ávallt hefur barist fyrir mannréttindum hinsegin fólks og gegn fordómum í þeirra garð, minnir á að Þjóðkirkjan nýtur sérstaks stuðnings frá hinu opinbera og verndar í stjórnarskrá. Siðmennt telur ólíðandi að slík stofnun taki þátt í að breiða út fordóma gagnvart minnihlutahópum í íslensku samfélagi og annars staðar.

Siðmennt skráð lífsskoðunarfélag

Siðmennt skráð lífsskoðunarfélagStjórn Siðmenntar lýsir yfir mikilli ánægju yfir því að 213 manns hafa skráð sig í Siðmennt hjá Þjóðskrá Íslands. Aðeins eru um tveir mánuðir liðnir frá því að félagið fékk skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag með þeim skyldum og ábyrgð sem því fylgir og er félagið afar þakklátt þeim sem styðja starf þess á þennan hátt.
Mikilvægt er að þeir sem styðja lýðræðislegt, fjölbreytilegt og veraldlegt samfélag skrái sig í Siðmennt svo hægt sé að halda uppi öflugu starfi. Mikilvæg mál eru enn óleyst s.s. aðskilnaður ríkis og kirkju svo tryggt verði fullt trúfrelsi.

Siðmennt sinnir mikilvægu starfi í samfélaginu og býður m.a. fjölskyldum félagslegar athafnir eins og borgaralegar fermingar, giftingar, nafngjafir og útfarir. Fermingar hafa farið fram í 25 ár en aðrar athafnir í yfir 5 ár og hefur eftirspurn aukist stöðugt.

Skráðu þig í Siðmennt hjá Þjóðskrá!

731-sidmennt-profilepic

731-sidmennt-profilepicVegna umræðu undanfarna daga um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á lóð fyrir mosku, bænahúss múslima, vill stjórn Siðmenntar taka eftirfarandi fram:

1. Siðmennt styður fullt trúfrelsi og fjölbreytilegt samfélag.

2. Umsókn trúfélags múslima um byggingu mosku í Reykjavík hefur verið að velkjast í borgarkerfinu í vel á annan áratug og verður að teljast einstakt afrek að ekki hafi tekist að afgreiða beiðni þeirra á skemmri tíma. Siðmennt fagnar því að loks sér fyrir endann á þrautargöngu aðstandenda umsóknarinnar. Í lýðræðissamfélagi er lágmark að öllum lífsskoðunum sé gert jafn hátt undir höfði.

3. Siðmennt telur þó að það sé ekki hlutverk opinberra aðila, það er ríkis og sveitarfélaga, að úthluta ókeypis lóðum fyrir trúar- og lífsskoðunarfélög. Stjórn Siðmenntar er almennt þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að skipta sér að trú- og lífsskoðunum fólks nema með því að tryggja trúfrelsi.

Siðmennt hvetur því sveitarfélög og ríkið eindregið til að hætta að verja skattpeningum og almannagæðum í rekstur trúfélaga. Siðmennt telur að það sé hlutverk félagsmanna að standa straum af slíkum kostnaði.

Þess skal getið að Siðmennt, sem er skráð lífsskoðunarfélag, hefur ekki og mun ekki leita til ríkis eða sveitarfélaga um lóðir eða fjármagn til þess að byggja hús undir starfssemi félagsins.

Kári Gautason ræðumaður BF 2013 Egilsstaðir

Ræða sem Kári Gautason flutti við borgaralega fermingu sem fór fram á Egilsstöðum 22. júní 2013.

Komiði öll sæl og blessuð, fermingarbörn, foreldrar og gestir

Ég var beðin fyrir nokkru síðan að flytja nokkurs konar predikun við þessa Borgaralegu fermingu.

Nokkurn vegin um leið og ég lagði síman á eftir að ræða þetta við hana móður mína þá rann upp fyrir mér eftirfarandi spurning. Hvað í ósköpunum á ég að tala um?

Það er ekki beinlýnis eins og ég hafi nokkru sinni gert eitthvað merkilegt í mínu lífi. Hefur svosem gengið ágætlega hingað til, en ég kann engar sannar sögur af mér sem ókunnugt fólk hefði gaman af því að hlusta á ótilneytt.

Lesa áfram ...

Setning Alþingis 6. júní 2013

Ólafur Páll Jónsson, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands, flutti hugvekju fyrir þingmenn um Lýðræði og ríkisvald við setningu Alþingis þann 6. júní 2013 á Hótel Borg. 

Ríki og samfélag

Ólafur Páll Jónsson

Ólafur Páll Jónsson

Ríkið er umgjörð um samfélagið í tvennum skilningi. Annars vegar myndar það lagalegan og stofnanalegan ramma um samfélagið, hins vegar er það vettvangur valdabaráttu og valdbeitingar; í lýðræðisríki hefur ríkisvaldið einkaleyfi á valdbeitingu. Á meðan allt leikur í lyndi getur verið erfitt að greina ríkið, í þessum skilningi, frá samfélaginu. Lög og stofnanir ríkisins birtast þá sem eðlilegur rammi um þá samvinnu sem er grundvöllur samfélagsins og opinber valdabarátta á vettvangi ríkisins birtist einnig sem hluti af því að lifa og vinna saman.(1) En þegar talað er um að gjá hafi myndast á milli ríkisvaldsins og þjóðarinnar – hvort heldur framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins eða dómsvaldsins – þá birtist andstæða ríkisins og samfélagsins með einkar skýrum hætti. Þegar slíkt gerist skiptir ríkið um eðli, það umhverfist frá því að vera sameinandi afl yfir í að verða sundrandi afl; í stað þess að ríkið sé sterkasta einingarafl samfélagsins verður það sundrungar-afl sem heggur að rótum þess. Í stað þess að stofnanir ríkisins stuðli að samheldni samfélagsins, þá leiða þær til gliðnunar þess. Slík þróun getur síðan hæglega leitt til þess að eðli ríkisins sem eðlilegrar umgjarðar um samvinnu borgaranna víki fyrir eðli ríkisins sem vettvangi valdabaráttu. Lokastig þeirrar þróunar er svo að ríkið sjálft verði tæki valdbeitingar.

Lesa áfram ...

Hof - mynd fengin að láni frá www.menningarhus.is

Ræða sem Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild HA, flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Hofi á Akureyri 12. maí 2013.

Kæru fermingarbörn, foreldrar, forráðamenn og systkini, afar og ömmur og aðrir gestir.

Finnur Friðriksson

Finnur Friðriksson

Á dögum sem þessum er oft sagt við þann sem í hlut á “Til hamingju með daginn þinn!” Oftast er þetta sennilega notað á afmælisdögum og mér hefur stundum þótt það svolítið skrýtið þar sem hver svo sem á afmæli hefur í sjálfu sér lítið gert til að gera þetta að deginum sínum annað en að fæðast þennan dag einhverjum árum eða áratugum áður. Í ykkar tilviki held ég þó að það sé alveg óhætt að segja að dagurinn sé ykkar þar sem vera ykkar hér og nú byggist á því að þið hafið sjálf tekið býsna stóra ákvörðun um að vera hér frekar en að fljóta bara með straumnum án þess að velta því mikið fyrir ykkur hvar hann rennur til sjávar.

Lesa áfram ...


Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun. Nákvæm dagskrá auglýst síðar.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login