Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

FRÉTTATILKYNNING

Í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, á kirkjuþingi kennir ýmissa grasa sem stjórn Siðmenntar vill bregðast við.

Ráðherra gerir að umtalsefni reglur Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar um samskipti skóla við trú- og lífsskoðunarfélög. Ráðherra tjáir þá skoðun sína að hún telji réttlátt að trúboð sé stundað í opinberum skólum með dreifingu trúarrita, heimsóknum trúfélaga í skóla og kirkjuheimsóknum skólabarna. Að auki telur ráðherra í lagi að skólabörn þylji faðir vorið.

Reyndar fellur ráðherrann í þá gryfju að segja þetta vera í lagi þar sem enginn skaðist af því en einnig að það hljóti að vera mótvægi við skaða barna vegna óhefts aðgangs barna að netinu.

Fyrst af öllu þá eru skólar sem reknir eru fyrir opinbert fé ekki vettvangur trúfélaga. Skólar eiga að virða lífsskoðun allra og vera óháðir þegar kemur að slíkum málum. Foreldrar eiga að geta treyst því að skólarnir séu ekki leikvöllur trúfélaga né heldur að þeir þurfi stöðugt að gefa upp lífsskoðun sína. Hætta er á að slíkt ástand leiði af sér einelti og vanlíðan barna. Trúar- og lífsskoðun er einkamál hvers og eins.

Þar sem ráðherra notar Gídeon félagið sem dæmi um saklausa iðju þá er það að dreifa trúarritum skýrasta dæmið um trúboð sem ekki á heima innan veggja opinberra stofnanna. Að nota rök um skaða barna vegna netnotkunar til þess að réttlæta trúboð í skólum er í versta falli smjörklípa.

Siðmennt vill í þessu sambandi benda á að það er á ábyrgð foreldra að sjá um trúaruppeldi barna sinna en ekki hlutverk skólakerfisins. Kirkjur eru víða og sinna öflugu barnastarfi á sínum forsendum Þangað eiga þeir foreldrar að leita en ekki gera kröfu um að aðrir sjái um það fyrir sig.

Siðmennt gerir kröfu um að þingmenn og ráðherrar virði mannréttindi allra þegna landsins en geri ekki upp á milli lífsskoðana og hygli einni ákveðinni trú jafnvel þó þeir hafi kristna lífsskoðun sjálfir.

Fyrir hönd stjórnar Siðmenntar
Bjarni Jónsson, varaformaður

17.11.2013

Kynningarfundur BF 2014

Kynningarfundur BF 2014Kynningarfundur um borgaralega fermingu verðu haldinn í stóra salnum í Háskólabíó á laugardaginn 16. nóvember klukkan 11.

IMG_7996

Yfir 250 ungmenni hafa þegar skráð sig í borgaralega fermingu Siðmenntar 2014

Meira en tvöföldun aðsóknar á 5 árum og þreföldun á 10 árum 

IMG_6114Fjöldi skráninga í borgaralega fermingu Siðmenntar stefnir í enn eitt metið! Nú þegar hafa yfir 250 ungmenni skráð sig en 209 fermdust borgaralega árið 2013 og 214 á árinu þar áður. Enn eru fjórar vikur þar til skráningartíma lýkur og ef fram fer sem horfir er líklegt að um 270 ungmenni fermist á vegum Siðmenntar árið 2014 en það er þriðjungs aukning á milli ára. Um 6% ungmenna á fermingaraldri kjósa athafnir félagsins.

Lesa áfram ...

Pétur Halldórsson

Húmanistaviðurkenning Siðmenntar 29. okt. 2013

Komið þið sæl og þakka ykkur hjartanlega fyrir að koma hingað í dag til að gleðjast með okkur og verðlaunahöfum okkar. Fyrir 9 árum tók stjórn Siðmenntar ákvörðun um að veita árlega Húmanistaviðurkenningu. Einstaklingar, félagasamtök eða aðrir sem hafa lagt talsvert af mörkum í þágu mannréttinda á Íslandi eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna. Aðilar sem hafa fengið húmanistaviðurkenningu Siðmenntar hingað til eru Samtökin ’78, Ragnar Aðalsteinsson, Tatjana Latinovic, Rauði Kross Íslands, Alþjóðahús, Hörður Torfason, Páll Óskar Hjálmtýsson, og í fyrra  þrír aðilar sem allir starfa við að fræða almenning um og vekja athygli á afleiðingum eineltis: Liðsmenn Jerico, Viðar Freyr Guðmundsson og Gunnar Halldór Magnússon Diego.

Lesa áfram ...

Jón Gnarr

Jón GnarrÍ dag, þriðjudaginn 29. október, var Húmanistaviðurkenning Siðmenntar afhent í níunda sinn. Á sama tíma afhenti Siðmennt Fræðslu- og vísindaviðurkenningu félagsins sjötta árið í röð.  Afhendingin fór fram á Grand Hótel Reykjavík.

Einstaklingar og félagasamtök sem hafa lagt eitthvað mikilvægt af mörkum í anda húmanismans eiga möguleika á að hljóta viðurkenningar félagsins.

Húmanistaviðurkenninguna í ár fær Jón Gnarr, borgarstjóri, fyrir mikilvæg störf í þágu mannréttinda og mannúðar á Íslandi.

Eftirtaldir aðilar hafa fengið viðurkenninguna hingað til:  Samtökin 78, Ragnar Aðalsteinsson,Tatjana Latinovic, Rauði Kross Íslands, Alþjóðahús, Hörður Torfason, Páll Óskar Hjálmtýsson og á síðasta ár fengu samtökin Liðsmenn Jeríco ásamt Viðari Frey Guðmundssyni og Gunnari Halldóri Magnússyni Diego viðurkenninguna.

IMG_1193Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár fær Pétur Halldórsson fyrir útvarpsþátt sinn Tilraunaglasið sem er á dagskrá á RÁS 1.

Þeir sem hafa fengið Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar á undanförnum árum eru: Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, Orri Harðarson, Ari Trausti Guðmundsson, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn og í fyrra Örnólfur Thorlacius.

 

Úr stefnuskrá Siðmenntar

IMG_1203Siðferðilegur grunnur
Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Félagið byggir starfsemi sína og lífssýn á siðrænum húmanisma (manngildishugsjóninni), sem er lífsviðhorf óháð trúarsetningum. Félagið stendur vörð um rétt einstaklinga til að þroskast á ólíkum forsendum og hvetur þá til ábyrgðar bæði á eigin velferð og annarra.

Þekking og menntun
Siðmennt telur að uppgötvanir í vísindum og nýjungar í tækni geti stuðlað að betra lífi. Siðmennt hvetur til gagnrýninnar hugsunar og telur að nýjar hugmyndir eigi að standast fræðilega rannsókn; að öðrum kosti eigi að vantreysta þeim.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar
Sími: 896 8101
Netfang: bjarni@sidmennt.is

Hér fyrir neðan fer myndband af allri dagskránni:

—————————————

Dómkirkjan og Alþingi

Logo_largeStjórn Siðmenntar hefur sent þingmönnum eftirfarandi erindi:

Ágætu þingmenn

Stjórn Siðmenntar vill við upphaf þings óska ykkur velfarnaðar á komandi kjörtímabili og um leið vekja athygli ykkar á nokkrum málum sem félagið telur mikilvægt að fái málefnalega umfjöllun þingsins.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trú- eða lífsskoðunarfélaga. Félagið fer því fram á aðskilnað ríkis og kirkju og berst fyrir breytingum á lagaákvæðum sem mismuna þeim er standa utan trúfélaga.

Siðmennt leggur því eftirfarandi til:

Lesa áfram ...

Logo_medium

Siðmennt, félag siðrænna húmanista, er skráð lífsskoðunarfélag. Félagið er málsvari húmanisma (manngildisstefnu) og frjálsrar hugsunar óháð trúarsetningum og hefur siðferði og skynsemi að leiðarljósi.

Félagið stendur fyrir veraldlegum og húmanískum athöfnum.
Hope KnútssonHópurinn sem skipulagði fyrstu borgaralegu ferminguna á Íslandi veturinn 1988-1989 stofnaði Siðmennt ári seinna, í febrúar 1990, til þess að tryggja að þessi valkostur við kirkjulega fermingu mundi halda áfram að vera fyrir hendi. Þá var strax stefnt að því að bjóða upp á fleiri veraldlegar athafnir á mikilvægum tímamótum í lífi fólks.

Árið 2007 sendi systurfélag Siðmenntar, Human-Etisk Forbund í Noregi, kennara sem þjálfaði fyrsta hóp íslenskra veraldlegra athafnarstjóra og síðan 2008 höfum við boðið upp á veraldlega eða húmaníska nafngjöf, giftingu og útför.

Fjöldi athafna er kominn upp í rúmlega 160. Í maí síðastliðnum varð Siðmennt lögformlegt skráð lífsskoðunarfélag og með því urðu athafnarstjórar félagsins lögformlegir vígslumenn í giftingum. Í kjölfarið hefur fjöldi giftinga hjá félaginu þrefaldast. Um 2000 Íslendingar hafa fermst borgaralega og undanfarin ár hafa rúmlega 200 börn kosið að fermast borgaralega ár hvert. Félagið heldur nú sjö undirbúningsnámskeið og 6-7 athafnir á ýmsum stöðum á landinu á hverju ári.

Lesa áfram ...

Setning alþingis 1. okt 2013

Arndís A. Kristínar- og Gunnarsdóttir

Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir lögfræðingur með sérhæfingu í mannréttindum flutti hugvekju við setningu Alþingis þann 1. október 2013 á Hótel Borg. Í erindi sínu fjallaði Arndís Anna um Hið trúfrjálsa ríki.

Arndís skrifaði fyrri meistararitgerð sína á sviði réttarheimspeki en þá síðari á sviði mannréttinda, um trúfrelsi í Evrópu. Hún hefur nýlokið viðbótarnámi í Belgíu með áherslu á mannréttindi. Hún hefur starfað með Rauða krossinum frá árinu 2009 og veitt lögfræðilega aðstoð við hælisleitendur.

Þetta er í sjöunda skiptið sem Siðmennt býður þingmönnum upp á valkost við messu í Dómkirkjunni fyrir setningu Alþingis ár hvert.

Í ár mættu tíu þingmenn frá þrem flokkum á hugvekju Siðmenntar. 

Komið þið sæl. Fyrst ég fékk svona ágæta kynningu ætla ég bara að bjóða ykkur velkomin og takk fyrir komuna.

Ég hafði hugsað mér að vera bara með smávegis hugvekju, og hugvekju er auðvitað fyrst og fremst ætlað að vekja fólk til umhugsunar frekar en að setja fram fullyrðingar eða kenningar um hvað er satt og rétt. Þess vegna hef ég líka ákveðið að vera ekki með neinar glærur eða annað slíkt.

Mig langar að tala um tvennt í dag. Hið fyrra er það sem mig langar til að kalla á íslensku hið veraldlega ríki, eða það sem á ensku er kallað the secular state.

Seinna efnið sem mig langar til að tala um snýr að mannréttindum, og þá í rauninni að lagalega hugtakinu mannréttindi, enda teljast mannréttindi til lagalegra réttinda á Íslandi í dag og í fleiri ríkjum. Þessi seinni hlutinn ber yfirskriftina Hið trúfrjálsa ríki, og langar mig þar aðeins að velta fyrir mér hugtakinu trúfrelsi og hvað í því felst.


Hið veraldlega ríki

Í tengslum við þetta fyrra efni mitt er ég væntanlega ekki að fara að segja ykkur neitt sem þið hafið ekki heyrt áður, en mig langaði að tala um það samt, þar sem ég held það sé mjög gott að stíga alltaf af og til nokkur skref til baka, til að rifja upp og skerpa á grundvallaratriðum.

Hvað er veraldlegt ríki?

Það er sú grundvallarhugmynd að stofnanir ríkisins og fólk sem skipað er til að vera í forsvari fyrir ríkið, séu óháð trúarlegum stofnunum og embættum.

Trú er mjög persónulegt fyrirbrigði. Trú er ekki bara persónuleg í þeim skilningi að fólk eigi rétt á að fá að hafa trúarskoðanir sínar í friði fyrir gagnrýni eða að trúarbrögð séu yfir gagnrýni hafin. Þau eru líka persónulegur hlutur í þeim skilningi að fólk túlkar sín trúarbrögð á mismunandi hátt, fólk trúir á mismunandi forsendum og með mismunandi útkomu.

Ástæða þess að það er mikilvægt að ríki sé hlutlaust gagnvart trú er einkum sú að reglur trúarbragða eru ólíkar. Og ekki nóg með að reglur trúarbragða séu ólíka, heldur er túlkunin á þeim líka margskonar og ólík.

Við getum verið ósammála um margt en við getum allavega örugglega verið sammála um það að það sem við öll viljum þegar upp er staðið er að fá að lifa í friði, lifa því lífi sem við kjósum okkur og þurfa ekki að óttast um líf okkar og limi í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að vera ósammála um margt og hafa mismunandi forsendur í lífinu og misjöfn markmið þá stefnum við þannig flest í meginatriðum að því sama.

Með þetta sameiginlega markmið, að tryggja frið, hamingju og lífsfyllingu hvers einstaklings, ættum við að geta náð saman, þó allavega um það að ríki sé trúhlutlaust, því það er forsenda þess að ríki geti skapað frið fyrir alla.

Hið trúfrjálsa ríki
Setning alþingis 1. okt 2013Seinni hluti þessarar stuttu hugvekju minnar ber sömu yfirskrift og hugvekjan sjálf, hið trúfrjálsa ríki.

Hvað er trúfrelsi?

Í 9. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir: „Sérhver maður á rétt á að vera frjáls hugsana sinna, samvisku og trúar. Í þessu felst frelsi manna til að breyta um trú eða sannfæringu svo og til að rækja trú sína eða sannfæringu, hvort heldur einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi.“

Trúfrelsi má í raun skipta í tvennt. Það er annars vegar hið innra trúfrelsi, sem jafnan lagt að jöfnu við og samnefnt hugsana- og skoðanafrelsi, og það er frelsið til þess að hugsa það sem manni sýnist og hafa þær skoðanir sem manni sjálfum þykja réttar, án utanaðkomandi afskipta og án þvingunar. Augljós dæmi um inngrip í hið innra trúfrelsi er t.d. einfalt bann við tilteknum skoðunum eða tiltekinni trú. Í sumum ríkjum er brotið á innra trúfrelsi fólks með tilraunum til að þvinga það til skoðanaskipta, pyntingum og heilaþvotti.

Hin hliðin á trúfrelsinu er hið ytra trúfrelsi, sem er frelsið til að iðka sína trú eða lífsskoðun, opinberlega eða á einkavettvangi, með guðsþjónustu, boðun, breytni og helgihaldi. Þetta er ansi víðtækt og hafa ýmsar athafnir komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu undir formerkjum trúfrelsis á grundvelli þessa ákvæðis.

En trúfrelsi eru ekki einu mannréttindin sem viðurkennd hafa verið í heiminum, þó vissulega séu þau almennt talin á meðal grundvallar mannréttinda.

Það sem mig langar til að brydda upp á hér í dag er samspil hinna ýmsu mannréttinda, ekki síst samspil trúfrelsis og annarra mannréttinda, og mig langar til þess að vekja athygli á því hvernig hin ýmsu mannréttindi önnur en trúfrelsi eru í raun vel til þess fallin að tryggja hið sanna hugsana-, skoðana- og trúfrelsi. Tjáningarfrelsi, funda- og félagafrelsi, friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og bann við mismunun eru þau réttindi helst sem mig langar til að nefna hér sérstaklega til samanburðar.

Það að bera kross um hálsinn eða slæðu um höfuð getur hæglega talist tjáning. Það að setja á fót samtök eða félag um sameiginlegar skoðanir eða viðhorf fellur vitanlega undir funda- og félagafrelsi og auðvelt er að ímynda sér tilvik þar sem friðhelgi einkalífs og hið mikilvæga bann við mismunum ná til þess að vernda trúfrelsi einstaklings.

Með því að tryggja að tjáningarfrelsið sé í heiðrum haft, að funda- og félagafrelsi sé virt, með því að vernda friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og framfylgja banni við allri mismunun er þannig hægt að tryggja raunverulegt trúfrelsi í mjög mörgum tilvikum, án þess jafnvel að tala um það sem slíkt. Í frjálsu samfélagi er trúfrelsið sjálfsagt.

Besta leiðin til að tryggja raunverulegt trúfrelsi, þ.e. frelsið til að hugsa og trúa því sem maður sjálfur velur sér, er að tryggja það að önnur mannréttindi séu einnig í hávegum höfð. Með því að setja trúhlutleysi ríkisins og vernd allra þeirra mannréttinda sem við höfum viðurkennt með lögum á oddinn, stuðlum við að möguleikum allra til þess að hugsa og trúa því sem þeir kjósa, og með því að tryggja það að landslög, ekki síst stjórnskipunarlög, feli í sér reglur sem öllum beri að fylgja jafnt, óháð trú eða öðrum skoðunum, stuðlum við að því að fólk geti lifað og búið í sátt og samlyndi.

Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir

Sigurður Hólm Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt.

Mynd: Hilmar Magnússon
shg12bw

Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.

Þegar Siðmennt var boðið að taka þátt í þessum ágæta viðburði tók ég það að mér að koma fyrir hönd félagsins og segja nokkur orð. Ég var viss um að ég hefði margt að segja og gæti örugglega talað í klukkutíma.

Svo settist ég niður og byrjaði að flokka hugsanir mínar og setja þær á blað.

Niðurstaðan var ein setning:

„Siðmennt, félag siðrænna húmanista, styður, og hefur alltaf stutt, sjálfsagða mannréttindabaráttu hinsegin fólks og mótmælir fordómum í garð þeirra.“

Lesa áfram ...

GayPride auglýsing-lokaútgáfa

GayPride auglýsing-lokaútgáfa


Síða 6 af 4212345678910111213...203040...Elst »
using for cost of crestor per day, alcohol generic crestor mg with alcohol


Login