Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Siðmennt á Facebook

Í þessari viku hafa fermingarbörnin fengið að kynnast gagnrýninni hugsun og hvernig hún getur gagnast okkur við að fást við hin ýmsu mál. Með gagnrýninni hugsun skoðum við sem flestar hliðar málanna áður en við myndum okkur skoðun. Við veltum því fyrir okkur hvað er líklegt og hvað ekki, hvað trúverðugt og hvað ekki, hvað sé mögulegt og hvað ómögulegt.Tímarnir hafa farið fram í samræðuformi og hafa ýmis mál verið rædd með gagnrýnu hugarfari. Þannig hafa fermingarbörnin fengið að beita þessari hugsun í verki.

Um síðustu helgi var námskeið á Selfossi sem rúmlega 20 börn sóttu.
Þar sem námskeiðið þeirra stóð yfir í tvo daga var ýmislegt annað gert en að vinna með gagnrýna hugsun, Við ræddum meðal annars um fordóma, fjölmenningarlegt samfélag og flóttamenn, gerðum æfingu þar sem spurt var hvort ein manneskja geti verið mikilvægari en önnur og ef svo væri þá hvernig. Fermingarbörnin fengu að mynda sér skoðanir á ýmsum staðhæfingum sem settar voru fram eins og t.d. þessari: "Þegar ég er í flugvél þá er ég að fljúga."
Þar sem tímarnir fara fram í samræðuformi þá er misjafnt eftir hópum hversu lengi samræðan er um hvert mál.
Námskeiðið er hugsað til þess að efla vitsmunalega hugsun en ekki afgreiða ákveðið magn af efni, þess vegna gætu sumir hópar þurft að halda áfram í næstu viku samræðunni frá síðasta tíma á meðan aðrir fara í næsta viðfangsefni sem er siðfræði, þ.e. greinin sem fjallar um rétt og rangt og gott og illt.
... Sjá meiraSjá minna

Í þessari viku hafa fermingarbörnin fengið að kynnast gagnrýninni hugsun og hvernig hún getur gagnast okkur við að fást við hin ýmsu mál. Með gagnrýninni hugsun skoðum við sem flestar hliðar málanna áður en við myndum okkur skoðun. Við veltum því fyrir okkur hvað er líklegt og hvað ekki, hvað trúverðugt og hvað ekki, hvað sé mögulegt og hvað ómögulegt.Tímarnir hafa farið fram í samræðuformi og hafa ýmis mál verið rædd með gagnrýnu hugarfari. Þannig hafa fermingarbörnin fengið að beita þessari hugsun í verki.
Um síðustu helgi var námskeið á Selfossi sem rúmlega 20 börn sóttu.
Þar sem námskeiðið þeirra stóð yfir í tvo daga var ýmislegt annað gert en að vinna með gagnrýna hugsun, Við ræddum meðal annars um fordóma, fjölmenningarlegt samfélag og flóttamenn, gerðum æfingu þar sem spurt var hvort ein manneskja geti verið mikilvægari en önnur og ef svo væri þá hvernig. Fermingarbörnin fengu að mynda sér skoðanir á ýmsum staðhæfingum sem settar voru fram eins og t.d. þessari: Þegar ég er í flugvél þá er ég að fljúga.
Þar sem tímarnir fara fram í samræðuformi þá er misjafnt eftir hópum hversu lengi samræðan er um hvert mál. 
Námskeiðið er hugsað til þess að efla vitsmunalega hugsun en ekki afgreiða ákveðið magn af efni, þess vegna gætu sumir hópar þurft að halda áfram í næstu viku samræðunni frá síðasta tíma á meðan aðrir fara í næsta viðfangsefni sem er siðfræði, þ.e. greinin sem fjallar um rétt og rangt og gott og illt.

Til foreldra og forráðamanna barna í fermingarfræðslunni hjá okkur:
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Kennsla verður samkvæmt áætlun en hér er orðsending frá kennslustjóranum okkar varðandi veðrið:

Kæru foreldrar og forráðamenn
Reynsla okkar er sú að þegar veður eru slæm eins og spáð er í dag höfum við ítrekað það
við foreldra að meta aðstæður og senda börnin sín ekki út í neina óvissu. Í þeim tilvikum sem þetta hefur gerst hefur kennari verið mættur og tekið á móti þeim börnum sem koma í sinn hóp, en börnin búa víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Sum hafa séð sér fært að koma t.d vegna búsetu í nágrenni við kennslustaðinn eða veðurs á sínu svæði, á meðan
önnur hafa ekki haft tök á að komast.

Forföll tilkynnist á johann@sidmennt.is eða í síma 844-9211

www.vedur.is/vidvaranir
... Sjá meiraSjá minna

Load more
Close Menu