Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Fátt skiptir meira máli en hugsana- og tjáningarfrelsi manna. Réttur manna til að lifa eftir þeirri lífsskoðun sem þeir sjálfir kjósa, en ekki eftir lífsskoðunum annarra er það sem, að mati undirritaðs, skilur einna helst á milli frelsis og þrældóms, lýðræðis og einræðis.

Lesa áfram ...

Nei, trúarbrögð eru alls ekki forsenda siðferðis. Með því að fullyrða slíkt væri maður í raun að segja að menn gætu ekki verið siðprúðir án þess að vera trúaðir. Það er vitanlega ekki rétt. Siðferði er hins vegar óumdeilanlega tengd trúarbrögðum þar sem að í öllum trúarbrögðum (svo best sem ég veit) er að finna hugmyndir um það hvernig fólk á að haga sér gagnvart guði sínum, sjálfum sér og öðrum.

Lesa áfram ...

Eftir að ljóst varð að hryðjuverkamennirnir sem stóðu að árásinni á Bandaríkin þann 11. september voru bókstafstrúaðir múslimar hafa margir, eðlilega, velt fyrir sér tengslum trúarbragða og siðmenningar. Þær raddir gerast sífellt háværari sem telja að trúarbragðastríð sé yfirvofandi, stríð milli bókstafstrúaðra múslima og kristinnar siðmenningar. Þessar vangaveltur um yfirvofandi trúarbragðastríð tveggja útbreiddustu trúarbragða heims hafa haft í það minnsta tvær ranghugmyndir í för með sér. Í fyrsta lagi að menning múslima þurfi endilega að fela í sér ofsatrú og villimennsku og í öðru lagi að hin vestræna siðmenning sé til komin vegna trúarbragða kristinna.

Lesa áfram ...

Íhaldsmenn og aðrir varðhundar óbreytts ástands hafa í gegnum tíðina brugðist við kröfum fólks um breytingar í réttlætisátt með því að fullyrða að engra breytinga sé þörf því ekkert sé óréttlætið. Þetta er sú aðferð sem andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju nota óspart þegar þeir eru beðnir um að rökstyðja afstöðu sína.

Lesa áfram ...

Um þessar mundir taka ungmenni um allt land ákvörðun um hvort og þá hvernig þau hyggjast fermast næsta vor. Fyrir flesta er þessi ákvörðun auðveld. Fyrir aðra væri nær að segja að ekki væri um yfirvegaða ákvörðun að ræða heldur réði hefð, vani eða óskir fjölskyldunnar ferðinni. En fyrir ákveðinn hóp má búast við að hér sé um að ræða allmikla ákvörðun og þungbært mál sem gefur tilefni til mikilla vangaveltna. Það er síður en svo auðvelt að þora að leggja á aðrar brautir en þær hefðbundnu þegar að fermingunni kemur. Flestir fermast kirkjulega og þjóðkirkjan á víða greiðan aðgang að grunnskólum landsins þrátt fyrir títtnefnt „trúfrelsi“ í landinu.

Lesa áfram ...

Löngum hefur mönnum tekist að halda fram allskyns vitleysu með tilvísun í eitthvað sem kallað hefur verið „vilji guðs“. Ekki átta ég mig á hver þessi vilji er nákvæmlega, enda hefur guð, mér vitanlega ekki komið fram og tjáð sig skýrt og og skorinort um vilja sinn. Líklega er það vegna þess að guð er að öllum líkindum ekki til sem sjálfstætt fyrirbæri fyrir utan hugmyndaflug mannfólksins. Guð og hugsanlegur vilji hans er því væntanlega bara heilabrot mannanna sem þeir hafa síðan farið að trúa á. En þessi heilabrot sem sumir kalla „vilja guðs“ er sí og æ að verki í nútmímasamfélögum og eru afleiðingarnar ekki allar þær æskilegustu.

Lesa áfram ...

Kristnitökuhátíðin síðastliðið sumar gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Ekki vantaði glæsileikann og góða veðrið, en það var eitthvað sem ekki var eins og til var ætlast. Þátttaka almennings var ekki sú sem búist hafði verið við. Ein helsta skýringin sem gefin hefur verið á dræmri þátttöku er einkum í þeim anda að þjóðin sé fúl og nísk. Og enn herja timburmenn á stuðningsmenn kristnitökuhátíðarinnar.

Lesa áfram ...

Fyrir allnokkru síðan sótti ég um starf sem auglýst var hjá Nýrri dögun sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema hvað ég fékk á tilfinninguna eftir spjall við fulltrúa samtakanna að syrgjendur mættu hvorki vera trúyleysingjar né trúarlegir efahyggjumenn. Samt hafa samtökin gefið það út að vera vettvangur fyrir alla syrgjendur.

Lesa áfram ...

UNDANFARIN tólf ár hefur íslenskum ungmennum staðið til boða að fermast borgaralega. Um fimmtíu ungmenni hafa valið þennan kost á hverju ári undanfarin fjögur ár. Allnokkur umræða hefur farið fram um ágæti og réttmæti borgaralegrar fermingar og hefur sú umræða iðulega snúist um hvort rétt sé að kalla viðburð þennan fermingu eður ei. Minna hefur hinsvegar verið rætt um það sem mestu máli skiptir þ.e. fyrir hverja borgaraleg ferming er og hvað er gert á undirbúningsnámskeiðunum.

Lesa áfram ...

PÉTUR Pétursson prófessor og rektor Skálholtsskóla ritar grein í Morgunblaðinu 20. júlí sl. þar sem hann annars vegar leitast við að svara spurningunni hvað er þjóðkirkja Íslendinga og hins vegar skammar hann fjölmiðlafólk fyrir að hafa skemmt kristnihátíðina á Þingvöllum. Jafnframt býðst hann til að bæta úr fáfræði þess í kristni og kirkjudeildum á Íslandi með endurmenntunarnámskeiði. Ekki er ætlun mín að ræða þann málflutning.

Lesa áfram ...


Login