Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Erindi flutt á málþingi Kristilegra skólasamtaka í húsi KFUM & K þann 21. febrúar 2004 um hvort kristin trú sé úrelt.

Fundarstjóri, kæru fundarmenn.
Ég vil byrja á því að þakka Jóni Magnúsi og KSS fyrir að bjóða mér að taka þátt í þessum fundi. Opnar og yfirvegaðar umræður um trúmál og lífsviðhorf geta ekki aðeins verið áhugaverðar heldur einnig lífsnauðsynlegar til að draga úr fordómum og koma í veg fyrir átök ólíkra hópa. Ekki það að ég telji að miklir fordómar séu við lýði hér á landi enn sem komið er þá vitum við öll hættan er fyrir hendi. Átök ólíkra trúarhópa víðs vegar um heiminn ættu að vera okkur sterk viðvörun um nauðsyn umburðarlyndis og opinnar umræðu.

Lesa áfram ...

Nú styttist óðum í að borgaralega fermingarathöfnin verður haldin í ár. Þetta árið sem fyrr fer fermingin fram í Háskólabíói þann 4. apríl klukkan 11:00. Athöfnin sjálf tekur um eina klukkustund en að henni lokinni fer fram hópmyndataka. Æfingin fer fram laugardaginn 3. apríl klukkan 10:00 í Háskólabíói.

Lesa áfram ...

Nokkrir meðlimir í Siðmennt hafa haft samband við stjórn félagsins og bent á að einstaklingar eru í sumum tilfellum ranglega skráðir í trúfélög hjá Hagstofunni. Nokkur dæmi eru til að mynda um að fólk hafi skráð sig úr Þjóðkirkjunni en verið skráð í hana aftur eftir að hafa flutt til útlanda og svo aftur heim. Einnig hefur þetta komið fyrir eftir flutninga innanlands.

Lesa áfram ...

Vefur Siðmenntar hefur verið færður á nýjan vefþjón. Vinsamlegast sýnið biðlund ef allt á síðunni virkar ekki eins og það á að gera. Síðan ætti að vera komin í samt lag eftir örfáa daga.

Siðmennt hefur nú sent fermingarbörnum og foreldrum þeirra upplýsingar um fermingarnámskeið Siðmenntar sem hefjast í janúar 2004. Upplýsingarnar voru póstlagðar 27. desember og ættu að komast á leiðarenda eftir tvo til þrjá daga. Sömu upplýsingar hafa einnig verið settar inn á vefsíðu Siðmenntar.

1) Upplýsingablað vegna BF 2004
2) Stundaskrá
3) Könnun til aðstandenda fermingarbarna skilafrestur til 9. janúar

Í bæjarfélaginu Eiker í Noregi munu 122 börn fermast borgaralega á næsta ári. Það er rétt um fjórða hvert barn á fermingaraldri þar en fjöldi þeirra sem velja að fermast borgaralega hefur hækkað svotil óslitið á hverju ári. Í ár er enn og aftur met slegið.

Lesa áfram ...

Skráningu í Borgaralega fermingu 2004 er nú formlega lokið og hefjast fermingarnámskeiðin strax í byrjun janúar. Allir þeir sem hafa nú þegar skráð sig til þátttöku fá sendar nánari upplýsingar heim til sín bréflega á milli jóla og nýárs. Í bréfinu mun koma fram hvenær og hvert viðkomandi á að mæta.

Lesa áfram ...

Nokkur atriði til umhugsunar
Enn heldur umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju. Ástæða þess að ég sest niður og rita þetta greinarkorn er að ég vildi koma á framfæri ákveðnum atriðum sem ég tel vera grundvallaratriði umræðunnar. Einnig langar mig að ræða þær röksemdir sem notaðar eru með og á móti í umræðunni.

Lesa áfram ...

ENN heldur áfram umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju. Ástæða þess að ég sest niður og rita þetta greinarkorn er að ég vil koma á framfæri ákveðnum atriðum sem ég tel vera grundvallaratriði umræðunnar. Einnig langar mig að ræða þær röksemdir sem notaðar eru með og á móti í umræðunni.

Grundvallaratriðin

Sú röksemd sem ég legg til grundvallar afstöðu minni til aðskilnaðar ríkis og kirkju, og sú sem nægir mér ein og sér, er að núverandi ástand tryggir ekki trúfrelsi þrátt fyrir að í stjórnarskrá Íslands sé getið um slíkt. Núverandi ástand brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það að eitt trúfélag hafi lögbundinn rétt fram yfir aðra stenst ekki þá jafnræðisreglu. Sama trúfélag hefur annað aðgengi að fé, vel að merkja skattfé almennings, sem aðrir hafa ekki. Slík forréttindi ber að afnema en ekki að bæta fleiri trúfélögum á jötuna eins og stungið hefur verið upp á til þess að slá á gagnrýnisraddir.Önnur rök sem notuð eru í umræðunni af aðskilnaðarsinnum, til að tryggja jafnrétti allra þegna Íslands, er að hér hafi átt sér stað mikil breyting á þjóðfélagsgerð, að þjóðfélagið sé orðið fjölmenningarlegt með fjölda fólks af öðrum trúarbrögðum og trúlausum. Sú röksemd er rétt og styður því grundvallarröksemdina sem minnst er á hér að ofan. Íslenskt þjóðfélag hefur breyst gífurlega á síðastliðnum 10 árum hvað þetta varðar.

Frelsi einstaklingsins eru einnig rök sem styðja við og eru fyllilega réttmæt rök aðskilnaðarsinna. Það að hér skuli vera ríkiskirkja er andstætt frelsishugsuninni. Að hér geti einstaklingur ekki ráðið hvort hann greiði sóknargjöld hvað þá hvert þau skuli renna er andstætt frelsi einstaklingsins. Mikil breyting í frelsisátt hefur átt sér stað síðastliðin 10 ár á mörgum sviðum þjóðfélagsins, s.s. í viðskiptum og ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd undir formerkjum frelsis en það er eins og trúfrelsi sé ekki eins mikilvægt.

Hvað þá um þau rök að 85% þjóðarinnar eru skráð í þjóðkirkjuna? Það þýðir ekki að 15% þjóðarinnar þurfi að líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegnum og sætta sig við að búa ekki við sömu skilyrði. Og þá staðreynd að um 8-10% þjóðarinnar fara reglulega í kirkju vegna trúar sinnar. Hin 90% fara í besta falli í kirkju vegna giftinga, jarðarfara eða á jólum til hátíðabrigða eða jafnvel bara á tónleika í kirkjum eins og undirritaður.

Hvað þá um þá afstöðu 2/3 hluta Íslendinga sem ár eftir ár í tíu ár hafa lýst þeirri afstöðu sinni að vera fylgjandi aðskilnaði. Nú í byrjun október birti Gallup árlega skoðanakönnun sína um afstöðu almennings til aðskilnaðar og staðfestir hún 10. árið í röð yfirgnæfandi stuðning við aðskilnað. Stuðningurinn hefur aukist úr 56% árið 1994 í 67% í ár.

Verða þá engin jól?

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með rökum andstæðinga trúfrelsis sem nota ýmis sérkennileg rök til að mæla gegn aðskilnaði ríkis og kirkju. Grípa menn til röksemda eins og: Er fólk að mælast til þess að jólin verði lögð af? Hvað um alla frídaga sem ber upp á kirkjulega daga – er fólk tilbúið að fórna þeim? Er fólk að kjósa gegn kirkjunni? Þetta eru ekki málefnaleg rök heldur byggjast á því að hræða almenning með “rökum” sem þessum.Ef við reynum hins vegar að svara þessum rökum, því sjálfsagt dettur einhverjum í hug að þetta gæti gerst, er því til að svara að að sjálfsögðu hverfa jólin ekki. Undirritaður hefur haldið jól alla tíð án kristilegra formerkja og kemur til með að gera það áfram. Að mínu mati er þetta tími fjölskyldunnar og til þess að rækta slík sambönd.

Hvað varðar kirkjulega frídaga (t.d. jól og daga í kringum páska) þá er því til að svara að þeir koma ekkert því við hvort ríki og kirkja verði aðskilin. Það eru fyrst og fremst samningar milli stéttarfélaga og vinnuveitenda sem skapað hafa þessa frídaga. Að sjálfsögðu byggjast þeir samningar á þeim viðhorfum sem þá ríktu um friðhelgi þessara daga. Helgidagalöggjöfin verður að öllum líkindum endurskoðuð með það fyrir augum að ekki verði bannað að vinna á ákveðnum dögum. Slíkt er eðlilegt þar sem nú á dögum á ekki að vera ákvörðun ríkisins að ákveða hvernig vinnutíma fólks er háttað.

Sú röksemd sem mér finnst einna veikust er að þeir sem væru að taka afstöðu gegn núverandi ástandi væru að taka afstöðu gegn kirkjunni. Það er dapurlegt að grípa þurfi til slíkra raka. Eflaust verður gripið til þeirra á næstu misserum en þau rök eru einkum til þess að koma að sektarkennd og skömm hjá einstaklingum. Það er ekki verið að taka afstöðu gegn einhverju heldur með jafnræði þegnanna.

Hvað breytist?

Rétt þykir mér að rekja, í stórum dráttum þó, hvaða breytingar verða við aðskilnað ríkis og kirkju þó að ekki sé um tæmandi lista að ræða.Það sem ég tel helstu breytinguna er kannski ekki áþreifanlegt en það er að hér muni ríkja trúfrelsi. Allir trúarhópar sem og trúlausir munu hafa sömu stöðu. Enginn þeirra mun hafa sérréttindi og geta sótt sér fé í ríkissjóð eins og nú er. Að sama skapi verður að breyta sóknargjaldakerfinu og heimila trúlausum að ákveða sjálfir hvert þeirra sóknargjöld renna. Viðurkenna þarf þá kröfu samtaka trúlausra að Siðmennt verði skráð sem lífsskoðunarfélag með sömu stöðu og trúfélög. Tveir áratugir eru síðan slíkt var heimilt í Noregi og er félag trúlausra þar næststærsta lífsskoðunarfélagið sem skráð er á eftir þjóðkirkjunni. Einnig á að heimila þeim sem ekki vilja vera skráðir í trúfélag eða lífsskoðunarfélög að velja það að greiða engin gjöld.

Sjálfvirkri skráningu nýfæddra barna í trúfélög verður hætt. Slík skráning fer ekki fram nema við skírn og formlega beiðni um inngöngu í eitthvert lísskoðunarfélag. Þeir sem ekki gera slíkt verða skráðir utan félaga.

Trúaruppeldi í grunnskólum, hverju nafni sem það nefnist, verður ekki heimilt og foreldrar gerðir ábyrgir fyrir slíkri fræðslu eftir vilja hvers og eins í stað skólans. Breyting verður því í skólum en kristnifræðslu verður breytt í trúarbragðafræði og ekki verður heimilt að vera með trúboð í grunn- og leikskólum eins og því miður gerist enn í dag. Meginatriðið er að hver og ein fjölskylda beri ábyrgð á trúaruppeldi barna sinna.

Horfið verður frá því lögbroti að nota allt að 2 kennsludaga í skólum á hausti í fermingarfræðslu kirkjunnar. Því miður hefur þessi árátta aukist á undanförnum árum og er ótrúlegt að skólayfirvöld skuli heimila slíkt.

Breyting verður á messuhaldi í ríkisfjölmiðlum. Ríkisútvarpið mun ekki flytja messur eins og gert er nú í dag. Einnig verður sjáanleg breyting á setningu Alþingis þar sem messuhaldi verður sleppt.

Evangelíska kirkjan þarf að standa á eigin fótum. Í því felast mikil tækifæri fyrir kirkjuna. Ég hef fulla trú á því að kirkjan muni eflast þó svo að skráðum félögum muni sjálfsagt fækka þegar frá líður.

Langur ferill

Þegar að aðskilnaði ríkis og kirkju kemur er mjög mikilvægt að slíkt ferli fái að taka þann tíma sem þörf er á. Skilgreina þarf ferlið vel og ekki er ólíklegt að það taki 4-8 ár. Ég tel að ríkiskirkjan þurfi ákveðinn aðlögunartíma til þess að aðlaga starf sitt breyttum aðstæðum.Fara verður sérstaklega yfir þann þátt er snýr að samningi ríkisins við kirkjuna frá 1997. Sá samningur fól í sér að ríkið yfirtók allar eigur kirkjunnar en skuldbatt sig til þess að halda kirkjunni uppi um aldur og ævi. Þessi samningur er að mínu mati afar einkennilegur. Það getur ekki staðist ströngustu löggjöf að slík skuldbinding geti átt sér stað óháð því hvert virði eignanna var. Það merkilega er að slíkt var aldrei reiknað út. Hvernig er þá hægt að skuldbinda fjárútlát skattborgaranna á þennan hátt?

Hvað nú?

Ég á von á því að flutt verði a.m.k. tvö frumvörp þegar í haust sem koma inn á þessi mál. Í fyrsta lagi á ég von á því að flutt verði frumvarp um að vinna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Hitt frumvarpið mun taka á því óréttlæti sem ég hef reifað í grein minni þ.e. um sóknargjöld.Það er von mín að þau verði tekin á málefnaskrá og afgreidd. Ég tel það Alþingi til vansa ef þessi mál verða enn og aftur þögguð niður með því að setja þau ofan í skúffur til þess að þurfa ekki að afgreiða þau. Ég vil taka undir orð fyrrverandi formanns allsherjarnefndar Alþingis, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, frá því á seinasta þingi. Þorgerður benti á að allsherjarnefnd ætti að taka til umfjöllunar aðskilnað ríkis og kirkju til þess að geta skilgreint áhrif aðskilnaðar þegar til þess kæmi.

Ég vona einnig að þungaviktarmenn ríkisstjórnarflokkanna eins og Björn Bjarnason og Jónína Bjartmarz láti af andstöðu sinni við þetta mannréttindamál. Það væri ágæt viðbót við frelsisbylgju íslensks þjóðfélags undanfarinna tíu ára að trúfelsi yrði staðfest með aðskilnaði ríkis og kirkju.

Eftir Bjarna Jónsson

Höfundur er félagi í Siðmennt og er áhugamaður um mannréttindi.

Laugardaginn 25. október verður haldinn kynningarfundur um borgaralegar fermingar árið 2004. Öllum þeim sem hafa nú þegar skráð sig, eða haft samband og sýnt áhuga, verður sent fundarboð.

Lesa áfram ...


Login