Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Síðustu daga hefur verið ágætis umfjöllun um trúboð sem viðgengst í ýmsum opinberum skólum hér á landi. Siðmennt hefur lengi gagnrýnt hvers konar trúboð, bænahald og áróður í skólum og ekki talið slíkt í samræmi við hugsjónir um trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart ólíkum lífsskoðunum. Sjá nánar: http://www.sidmennt.is/trufrelsi/

Lesa áfram ...

Erindi flutt á opnu málþingi um trúfrelsi í tengslum við flokksráðsfund Vinstri Grænna á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 19. febrúar 2005.

Fundarstjóri, kæru fundarmenn. Ég vil þakka fyrir að fá tækifæri til að ræða við ykkur um trúfrelsi og umburðarlyndi í trúmálum. Eins og fram hefur komið sit ég bæði í stjórn SARK – Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, og Siðmenntar, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Bæði þessi félög hafa um árabil barist fyrir fullu trúfrelsi á Íslandi.

Lesa áfram ...

Aðalfundur Siðmenntar verður haldinn þann 28. febrúar, kl. 20:00, á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík við Vesturgötu 2.

Á dagskrá eru:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Hulda K. Stefánsdóttir hefur þegar látið af störfum sem stjórnarmaður. Þorsteinn Kolbeinsson lætur einnig af störfum nú. Bjarni Jónsson og Jóhann Björnsson hafa lýst sig tiltæka til stjórnarsetu.
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál

Hægt verður að kaupa kaffi og aðrar léttar veitingar á staðnum.

Mætum öll!

Stundatafla vegna Borgaralegrar Fermingar árið 2005 er nú komin á netið. Hana er hægt að finna á vefslóðinni:
http://www.sidmennt.is/archives/2004/28/12/stundatafla_bf_2005.php

Í Fréttablaðinu þann 4. desember birtist ítarleg grein um dauðann. Í greininni var gerð úttekt á kostnaði við legsteina, jarðafarir, erfidrykkju o.s.frv. Bent var á að “Þeir sem eru heiðnir og vilja ekki hvíla í vígðri mold hafa þann kost að hvíla í óvígðum grafreit í Gufuneskirkjugarði. Á þeim 8 árum sem reiturinn hefur staðið til boða hefur aðeins ein gröf verið tekin”

Lesa áfram ...

Athygli er vakin á nýju efni á www.sidmennt.is:

Stefnumið húmanismans: Yfirlýsing um gildismat og grundfallaratriði
http://www.sidmennt.is/humanismi/

Ræður sem hafa verið fluttar á vegum Siðmenntar
http://www.sidmennt.is/raedur/

Morgunblaðið birtir hinn 2. des. síðastliðin grein eftir Rúnar Kristjánsson þar sem hann gangrýnir grein er undirritaður birti í sama blaði nokkrum vikum fyrr. Rúnar setur einkum út á tvennt.

Í fyrsta lagi er hann ósáttur við að ég leyfi mér að gagnrýna afturhaldssama og oft mannfjandsamlega stefnu kirkjunnar en í þessu tilfelli afstöðu hennar til mannréttinda samkynhneigðra. Margir kristnir hafa tekið þá afstöðu að fólk sem er samkynhneigt eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir. Sérstaklega gætir þessa meðal ofstækismanna meðal trúaðra. Ég bendi einnig á að kristnir menn hafa í nafni trúarinnar haldið ýmsu fram eða framkvæmt það sem er rangt, mannfjandsamlegt og andstætt almennum siðferðislegum gildum.

Ég get haldið langa tölu um ódæðisverk kirkjunnar í gegnum aldirnar eða rætt um afstöðu hennar til ýmissa mál en læt nægja að oftar en ekki hefur skoðun kirkjunnar verið andstæð vísindum og náttúrulögmálum. Kirkjan taldi jörðina flata og miðju alheimsins. Kirkjan starfaði með blessun Hitlers í Þýskalandi og kaþólskir skoðanabræður þeirra á Ítalíu voru hluti af valdakerfi fasista. Sama var upp á teningnum á Spáni á valdatíma fasista. Þetta leyfi ég mér að gagnrýna og hvika ekki frá þeirri skoðun. Þess ber að geta að á meðal trúaðra voru einstaklingar sem ekki studdu slíkt.

Hitt atriðið sem Rúnar er ósáttur við er að ég skuli leyfa mér að gagnrýna Biblíuna og þá sem fylgja henni án gagnrýninnar hugsunar. Það er rétt að það er mikil fjöldi manna sem leita sér leiðbeiningar í þeirri bók en það segir ekkert til um hve góð hún er.

Biblían er skrifuð af fjölda manna á mismunandi tímaskeiðum. Bókin inniheldur ýmislegt gott en ég leyfi mér einnig að benda á að margar ljótar sögur eru í henni sem enginn læsi fyrir börnin sín í dag. Bókin er kvenfjandsamleg og andstæð samkynhneigðum auk þess fer stundum lítið fyrir mannkærleika, þó sérstaklega er það slæmt í Gamla testamentinu. Nýja testamentið er einnig undir gagnrýni m.a þar sem engar sagnfræðilegar stoðir eru fyrir þeim sögum.

Þeir sem trúa fast á bókina ættu að svara einföldum spurningum: Trúir þú að kona geti fætt eingetið barn? Trúir þú því að hægt sé að ganga á vatni? Trúir þú því að hægt sé að lífga fólk upp frá dauða? Ef einhver svarar já við þessum spurningum er sá sami að tala gegn öllum viðurkenndum vísindalegum staðreyndum. Samt eru milljónir sem trúa þessu.

Ég vil einnig benda á að til eru u.þ.b. 35.000 kristnir söfnuðir um heim allan sem allir hafa sína túlkun á Biblíunni. Hvar er hin rétta trú? Staðreyndin er nefnilega sú að allir þykjast hafa sannleikann í hendi sér. Fyrir utan öll hin trúarbrögðin sem til eru í heiminum sem öll telja sig hinu einu réttu.

Ég er vændur um að þykjast styðja mannréttindi en hunsa rétt þeirra sem trúa. Hvergi fer ég inn á slíkar hugleiðingar og hef ekki haft slíka skoðun. Þvert á móti tel ég að allir eiga að hafa þann rétt að iðka trú sína eða trúa ekki. Ég skora á alla að skoða heimasíðu Siðmenntar á www.sidmennt.is og dæma sjálfir.

Nú að grunnatriðunum. Eftir sem áður stendur gagnrýni mín óhögguð á þá frelsisskerðingu sem samkynhneigðir búa við enn þann dag í dag. Ég krefst sömu réttinda þeim til handa og ég nýt í dag og staðfest eru í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og í Mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur samþykkt.

Og læt ég nú af þessari umræðu.

Bjarni Jónsson svarar Rúnari Kristjánssyni

Höfundur er félagsmaður í Siðmennt.

Þeir sem hafa ennþá áhuga á að skrá sig til þátttöku í borgaralegri fermingu sem fram fer í Háskólabíói sunnudaginn 17. apríl 2005 eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig sem fyrst (helst fyrir 15. desember næstkomandi). Nánari upplýsingar veitir Hope Knútsson í síma 557-3734 eða í gegnum tölvupóst (hope@sidmennt.is).

Stjórn Siðmenntar minnir á að námskeið vegna borgaralegrar fermingar 2005 hefjast í annarri viku janúarmánaðar. Fermingarbörn og foreldrar þeirra fá nánari upplýsingar um námskeiðin sendar til sín með pósti undir lok desembermánaðar. Allar upplýsingar um námskeiðin verða einnig birtar hér á vefsíðu Siðmenntar fljótlega.

Stjórn Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, mótmælir þeirri tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi um að skerða framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands og þar með hætta á að lama starfssemi hennar. Mannréttindaskrifstofan hefur alla tíð starfað óháð samtökum og stofnunum og verið óháður álitsgjafi og umsagnaraðili ýmissa álitamála er snerta mannréttindi. Það hefur verið eitt af grundvallaratriðum í stefnu siðrænna húmanista um heim allan að hafa í heiðri mannréttindi eins og kveðið er á um í mannréttindayfirlýsingu Sameinuð þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Á Íslandi hefur Mannréttindaskrifstofan verið sá aðili sem verið hefur þar fremst í flokki. Siðmennt átelur framkomnar hugmyndir um skerðingu framlags ríkisins og hvetur þingmenn til þess að hafna henni.

Lesa áfram ...


tenormin buy non prescription, cost of vermox online, cost of ceftin online, is there a generic of order crestor online quick does work, allergic reaction crestor without prescription quick does work


Login