Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Páskaleyfi verður tekið vikuna 21-25 mars.
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 29. mars.

Í næstsíðustu kennslustund er foreldrum / forráðamönnum boðið að koma ásamt börnum sínum til að eiga með okkur stund. þar munum við ræða um hvað við höfum verið að gera á námskeiðinu í vetur, um athöfnina og sitthvað fleira.
Ekki er gert ráð fyrir að þessi tími verði lengur en í klukkustund. Þessi tímar eru sem hér segir:

Þriðjudagshópur 29. mars kl. 16.30.
Fimmtudagshópur 31. mars kl. 16.30
Föstudagshópur 1. apríl kl. 15.30

Þing unga fólksins var haldið í af ungliðahreyfingum allra stjórnmálaflokkanna dagana 11. – 13. mars 2005. Fulltrúar allra ungliðahreyfinga voru sammála um nauðsyn þess að aðskilja ríki og kirkju og tryggja trúfrelsi á Íslandi. Er þetta afar ánægjulegt sérstaklega í ljósi þess að fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa verið tvístígandi í þessum málum þrátt fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar styðji aðskilnað ríkis og kirkju.

Lesa áfram ...

2004 var erfitt ár hjá Siðmennt en ekki man ég nú eftir neinu auðveldu ári heldur! Mörg verkefni eru í biðstöðu og mikill kraftur og tími fara í leit að styrkjum og viðurkenningu sem lífsskoðunarfélag á sama grundvelli og trúfélög. En auðvitað gerðist ýmislegt jákvætt, spennandi og gefandi á árinu hjá okkur.

Lesa áfram ...

Aðalfundur Siðmenntar var haldinn í gær á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík. Tveir nýir félagar voru kosnir í stjórn Siðmenntar, þeir Jóhann Björnsson og Svanur Sigurbjörnsson. Þorsteinn Örn Kolbeinsson hættir nú í stjórn Siðmenntar og þakkar félagið honum vel unnin störf á síðasta starfsári. Hulda Katrín Stefánsdóttir, sem var kjörin í stjórn í fyrra, hætti á miðju kjörtímabili vegna anna.

Á fundinum í gær var nafni félagsins breytt í “Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi”. Einnig voru samþykktar töluverðar breytingar á stefnuskrá Siðmenntar í samræmi við stefnuskrár annarra siðrænna húmanista félaga.

Lesa áfram ...

Síðustu daga hefur verið ágætis umfjöllun um trúboð sem viðgengst í ýmsum opinberum skólum hér á landi. Siðmennt hefur lengi gagnrýnt hvers konar trúboð, bænahald og áróður í skólum og ekki talið slíkt í samræmi við hugsjónir um trúfrelsi og umburðarlyndi gagnvart ólíkum lífsskoðunum. Sjá nánar: http://www.sidmennt.is/trufrelsi/

Lesa áfram ...

Erindi flutt á opnu málþingi um trúfrelsi í tengslum við flokksráðsfund Vinstri Grænna á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 19. febrúar 2005.

Fundarstjóri, kæru fundarmenn. Ég vil þakka fyrir að fá tækifæri til að ræða við ykkur um trúfrelsi og umburðarlyndi í trúmálum. Eins og fram hefur komið sit ég bæði í stjórn SARK – Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, og Siðmenntar, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Bæði þessi félög hafa um árabil barist fyrir fullu trúfrelsi á Íslandi.

Lesa áfram ...

Aðalfundur Siðmenntar verður haldinn þann 28. febrúar, kl. 20:00, á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík við Vesturgötu 2.

Á dagskrá eru:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Hulda K. Stefánsdóttir hefur þegar látið af störfum sem stjórnarmaður. Þorsteinn Kolbeinsson lætur einnig af störfum nú. Bjarni Jónsson og Jóhann Björnsson hafa lýst sig tiltæka til stjórnarsetu.
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál

Hægt verður að kaupa kaffi og aðrar léttar veitingar á staðnum.

Mætum öll!

Stundatafla vegna Borgaralegrar Fermingar árið 2005 er nú komin á netið. Hana er hægt að finna á vefslóðinni:
http://www.sidmennt.is/archives/2004/28/12/stundatafla_bf_2005.php

Í Fréttablaðinu þann 4. desember birtist ítarleg grein um dauðann. Í greininni var gerð úttekt á kostnaði við legsteina, jarðafarir, erfidrykkju o.s.frv. Bent var á að “Þeir sem eru heiðnir og vilja ekki hvíla í vígðri mold hafa þann kost að hvíla í óvígðum grafreit í Gufuneskirkjugarði. Á þeim 8 árum sem reiturinn hefur staðið til boða hefur aðeins ein gröf verið tekin”

Lesa áfram ...

Athygli er vakin á nýju efni á www.sidmennt.is:

Stefnumið húmanismans: Yfirlýsing um gildismat og grundfallaratriði
http://www.sidmennt.is/humanismi/

Ræður sem hafa verið fluttar á vegum Siðmenntar
http://www.sidmennt.is/raedur/


Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun. Nákvæm dagskrá auglýst síðar.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login