Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Laugardaginn 25. október verður haldinn kynningarfundur um borgaralegar fermingar árið 2004. Öllum þeim sem hafa nú þegar skráð sig, eða haft samband og sýnt áhuga, verður sent fundarboð.

Lesa áfram ...

Stjórn Siðmenntar – félags um borgaralegar athafnir afhenti í dag þingmönnum „Stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum“.

Lesa áfram ...

Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups vill mikill meirihluti landsmanna aðskilja ríki og kirkju. Gallup hefur rannsakað viðhorf almennings til aðskilnaðar ríkis og kirkju frá 1993 og hefur meirihluti landsmanna alltaf verið hlynntur aðskilnaði. Fylgið við aðskilnað hefur þó aukist jafnt og þétt á þessum tíma og nú vilja 67% landsmanna að ríki og kirkja verði aðskilin.

Lesa áfram ...

Nú þegar hafa nokkrir skráð sig til þátttöku í Borgaralegri fermingu árið 2004 (4. apríl). Athöfnin fer að venju fram í Háskólabíói. Nánari upplýsingar um borgaralegar fermingar eru að finna á www.sidmennt.is/ferming.

HumanistMargir hafa gagnrýnt Siðmennt fyrir að reyna að stela fermingunni frá kirkjunni. Byggist þessi ranghugmynd á því að margir halda að ferming sér sérstaklega kristið fyrirbæri, sem er rangt. Einnig eru þeir sem kjósa að fermast borgaralega stundum sakaðir um að vera hræsnarar. Sem einnig er alrangt. Þeir sem kjósa borgaralega fermingu* gera það þvert á móti oftast af mjög virðingarverðum ástæðum.

Lesa áfram ...

Þar sem ég er Íslendingur af erlendum uppruna, og ekki kristintrúar, hef ég tekið eftir því að nær allar dánartilkynningar og minningargreinar í blöðunum erum merktar með krossi, jafnvel oft hjá fólki sem hefur ekki verið trúað eða var ekki kristintrúar.

Lesa áfram ...

Eyrún Ósk Jónsdóttir, leiklistarnemi, flutti stórgóða ræðu á borgarlegu fermingarathöfninni sem haldin var í Háskólabíói þann 13. apríl síðastliðinn:

Lesa áfram ...

Í MIÐOPNUVIÐTALI Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag fjallaði biskup Íslands nokkuð um aðskilnað ríkis og kirkju. Af einhverjum ástæðum reyndi hann að gera lítið úr kröfum þeirra sem vilja trúfrelsi hér á landi. Í stað þess að tala um hið gríðarlega óréttlæti sem samband ríkis og trúarbragða hefur í för með sér, lagði hann áherslu á að tala um þjóðsönginn, íslenska fánann og hvort það ætti að vera frí á jólum og á páskum eða ekki. Sem formanni Siðmenntar, félags um borgaralegar athafnir, og áhugamanni um trúfrelsi fannst mér þessi áhersla biskups vægast sagt undarleg og í litlu samræmi við kröfur þeirra sem berjast fyrir trúfrelsi.Í stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum (sjá www.sidmennt.is) er fjallað um það sem þarf að gerast til að aðskilnaður ríkis og kirkju eigi sér stað. Þar er ekki einu orði minnst á þjóðfánann, þjóðsönginn eða jólin. Enda verða þessi atriði vart talin önnur en í besta falli aukaatriði.

Ástæðunum fyrir því að við viljum aðskilnað ríkis og kirkju má skipta lauslega í þrennt:

1. Á Íslandi á sér stað lögbundin mismunun milli ólíkra lífsskoðanahópa. Samkvæmt 62. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands frá 1944 nr. 33 17. júní, stendur:

Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.

Siðmennt telur þessa málsgrein vera í mótsögn við 1. málsgrein 65. greinar sömu stjórnarskrár þar sem segir að:

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Það er skoðun þeirra sem berjast fyrir trúfrelsi að önnur greinin verði augljóslega að víkja.

2. Þjóðkirkjan nýtur hundraða milljóna króna styrks árlega umfram önnur trúfélög. Við í Siðmennt teljum að ríkisvaldið eigi að sýna fyllsta hlutleysi þegar kemur að trú og lífsskoðunum manna. Ríkið á að vernda rétt okkar til að aðhyllast þær lífsskoðanir sem við kjósum. Ríkið á alls ekki að styrkja eina lífsskoðun umfram aðra. Við teljum því að ríkisvaldið eigi annað hvort að hætta öllum stuðningi við trúfélög eða, það sem er líklegra að fleiri sætti sig við, styrki alla hlutfallslega jafnt. Í þessu felst réttlæti.

3. Auk fjárhagslegs og lagalegs réttlætis felur aðskilnaður ríkis og kirkju einnig í sér félagslegt réttlæti. Í landi þar sem trúfrelsi ríkir og virðing er borin fyrir ólíkum hópum á ekki að nota stofnanir ríkisvaldsins til að gera einni ákveðinni lífsskoðun hærra undir höfði en öðrum. Ágæt dæmi um þetta er sá einhliða trúaráróður sem á sér stundum stað í opinberum skólum og fjölmiðlum landsmanna. Yfirvöld eiga að sýna ólíkum trúar- og lífsskoðanahópum sama hlutleysi og þeir sýna til dæmis ólíkum stjórnmálahópum. Ekki þætti við hæfi ef kenndur væri sérstakur áfangi í öllum skólum um stefnu Sjálfstæðisflokksins og í hverri viku væri sérstakur ræðutími sjálfstæðismanna í Ríkisútvarpi og -sjónvarpi. Skiptir þá engu máli þótt meirihluti landsmanna kysi þann annars ágæta flokk. Það sem skiptir máli er að yfirvöld eiga ávallt að vera hlutlaus.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er spurning um réttlæti

Að lokum vil ég fá að beina orðum mínum til Karls Sigurbjörnssonar biskups, og annarra þeirra ágætu manna sem vilja ekki aðskilnað ríkis og kirkju eða segjast ekki skilja hvað átt er við með umræðunni. Umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju hefur nú verið virk í mörg ár og fyrir flestum er þetta mjög mikið frelsis- og jafnréttismál. Aldrei man ég eftir að einhver hafi lagt áherslu á að afmá krossinn úr fánanum, banna þjóðsönginn eða leggja niður jólin. Enginn nema biskup. Þetta þrennt er einfaldlega ekki það sem skiptir máli og óháð kröfum okkar sem viljum trúfrelsi. Það sem skiptir máli er að við séum öll jöfn fyrir lögum, að við séum öll jafnréttháir borgarar og að ríkisvald alls almennings fjármagni ekki eina lífsskoðun umfram aðra, með skattpeningum okkar allra. Um þetta snýst réttlæti og þess vegna viljum við aðskilnað ríkis og kirkju. Sjá nánar www.sidmennt.is/trufrelsi.

Eftir Hope Knútsson

Höfundur er formaður Siðmenntar.

Fátt skiptir meira máli en hugsana- og tjáningarfrelsi manna. Réttur manna til að lifa eftir þeirri lífsskoðun sem þeir sjálfir kjósa, en ekki eftir lífsskoðunum annarra er það sem, að mati undirritaðs, skilur einna helst á milli frelsis og þrældóms, lýðræðis og einræðis.

Lesa áfram ...

Nei, trúarbrögð eru alls ekki forsenda siðferðis. Með því að fullyrða slíkt væri maður í raun að segja að menn gætu ekki verið siðprúðir án þess að vera trúaðir. Það er vitanlega ekki rétt. Siðferði er hins vegar óumdeilanlega tengd trúarbrögðum þar sem að í öllum trúarbrögðum (svo best sem ég veit) er að finna hugmyndir um það hvernig fólk á að haga sér gagnvart guði sínum, sjálfum sér og öðrum.

Lesa áfram ...


Login