Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Hinn 18. maí næstkomandi, kl. 16:15-18:00, munu Mannréttindaskrifstofa Íslands og Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, standa að málþingi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi og lífsskoðanafélög. Lífsskoðanafélög eru félög sem fjalla um siðferði og lífsskoðanir og sjá meðlimum fyrir félagslegum athöfnum eins og nafngift, fermingu, giftingu og greftrun (dæmi Siðmennt á Íslandi og Human Etisk Forbund í Noregi) en tilgangur málþingsins er að fjalla um jafnræði trúfélaga, skráningu lífsskoðanafélaga og trúfrelsi á Íslandi.

Lesa áfram ...

Kæru börn og fjölskyldur,

Innilega til hamingju með daginn! Það er mér sannarlega heiður að fá að ávarpa ykkur hér í dag. Ég er ekki óvön því að halda ræðu en þetta skipti er dálitið ólíkt því sem ég hef gert áður, sérstaklega í ljósi þess að ég hef mjög litla þekkingu á fermingum og því sem í þeim fellst. Mér reiknast til að þið voruð tveggja ára þegar ég flutti til Íslands. Á þessum árum sem ég hef búið hér á landi hef ég reyndar sótt nokkrar fermingarveislur og gat ekki komist framhjá því að fylgjast með fermingartískunni og hvernig hún breytist frá ári til árs, enda nóg af auglýsingum í kringum okkur sem höfða til ykkar kæru krakkar á vormánuðum. Talandi um tískuna, þá gleður mig að sjá að tíska í dag er ekki ólík tískunni sem ég og jafnaldrar mínir eltumst við á fyrri hluta níunda áratugarins, þá á sama aldri og þið eruð núna. Hins vegar bjuggum við á öðrum stað á þessum bláa hnetti okkar allra, í landi langt í burtu þar sem fermingar tíðkuðust ekki. Þær voru ekki til. Reyndar vandast málin fyrir mig þegar ég reyni að útskýra fyrir einhverjum heima hvað ferming er, þar sem ég hef enn ekki fundið rétta orðið á serbnesku yfir fermingu. Samt, hér er ég í dag og mér skilst að í ykkar hópi er stúlka frá mínu heimalandi. Svona getur lífið lumað á skemmtilegum snúningum. Gaman af því.

Lesa áfram ...

Tvær fermingarathafnir voru haldnar 23. apríl síðastliðinn í Háskólabíói. Fjölmenni var á báðum athöfnunum en um 2000 gestir voru viðstaddir. Sérstök athöfn var haldin í Dýrafirði 20. apríl fyrir tvo þátttakendur frá Ísafirði. Metþátttaka var í borgaralegri fermingu þetta árið en 130 börn tóku þátt að þessu sinni, samanborið við 93 í fyrra.

Andri Snær Magnason og Tatjana Latinovic héldu hátíðarræður í Háskólabíó og börnin sáu um skemmtileg atriði.

Ræður, myndir og aðrar upplýsingar um athafnirnar verða birtar fljótlega á vef Siðmenntar.

Skráning í Borgaralegra fermingu árið 2007 er þegar hafin. Athöfnin verður haldin sunnudaginn 29. apríl 2007 í Háskólabíói. Allir þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hér á vefsíðu Siðmenntar.

Mikilvægar upplýsingar er varða fermingarathöfnina.
(Þessar upplýsingar hafa einnig verið sendar bréfleiðis til þátttakenda)

Kæra fermingarbarn, foreldri eða forráðamaður!
Nú eru línur varðandi fermingarathöfnina farnar að skýrast og því tímabært að láta ykkur vita um gang mála.

Lesa áfram ...

Á aðalfundi Siðmenntar voru félagsgjöldin endurskoðuð. Almennt félagsgjald verður framvegis 3000 krónur en námsmenn, öryrkjar og aldraðir fá nú helmingsafslátt óski þeir eftir því og greiða þá 1500 krónur. Hægt er að skrá sig í félagið hér á vefsíðunni.

Stjórn Siðmenntar var endurkjörin á aðalfundi félagsins þann 27. febrúar síðastliðinn. Þar að auki voru þrír varamenn kosnir í stjórn félagsins. Stjórn Siðmenntar er því þannig skipuð:

Hope Knútsson – formaður
Sigurður Hólm Gunnarsson – varaformaður
Karolína Geirsdóttir – gjaldkeri
Jóhann Björnsson – meðstjórnandi
Svanur Sigurbjörnsson – meðstjórnandi

Varamenn:
Bjarni Jónsson
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Þorsteinn Örn Kolbeinsson

27. FEBRÚAR 2006
Þegar ég lít yfir síðasta starfsár sé ég tvö megin þemu: alveg ótrúlega virkni hjá stjórninni og stigmagnandi tengsl milli stjórnarmanna. Við vinnum afar vel saman og er þetta mjög jákvætt! Það er mjög spennandi og krefjandi að taka þátt í því hugsjónastarfi sem Siðmennt stendur fyrir. Enn það væri miklu árangursríkara fyrir íslenskt samfélag ef Siðmennt væri með sömu lagalegu og fjárhagslegu stöðu og hin lífsskoðunarfélögin hér á landi, staða sem flest húmanistafélög í hinum vestræna heimi hafa í dag og hafa haft í mörg ár. Þá gætum við veitt alla þá þjónustu við helstu tímamót lífsins sem fólk er oft að biðja okkur um. Þá gætum við starfað eðlilega og haft einhvers konar þekkingarmiðstöð, bókasafn, kennslustofu, og starfsfólk. Þetta er draumurinn sem við stefnum að.

Lesa áfram ...

Aðalfundur SARK (Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju) var haldinn í dag og ný stjórn kosin. Á fundinum var samþykkt mjög góð ályktun þar sem tekið er undir baráttu Siðmenntar að trúlaus lífsskoðunarfélög fá jafna lagalega stöðu og trúfélög.

Hér fyrir neðan ályktunin:

Lesa áfram ...

Stjórnarmeðlimir í Siðmennt funduðu með Allsherjarnefnd Alþingis síðastliðinn þriðjudag og óskuðu eftir breytingar á lögum um skráningu trúfélaga og á lögum um sóknargjöld. Erindi Siðmenntar í er að finna hér (Power Point glærur). Nánari upplýsingar um baráttu Siðmenntar fyrir jafnri stöðu lífsskoðanafélaga er að finna á www.sidmennt.is/lifsskodanafelag.
Login