Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Dan Barker told his story without any written notes at our conference. This article gives the same information but not in exactly the same way as his talk now 22 years later. This article can also be found at: http://ffrf.org.

Lesa áfram ...

International Atheist Conference in Reykjavik Iceland June 24 & 25, 2006
Sigurdur Holm Gunnarsson’s speech:

Lesa áfram ...

International Atheist Conference in Reykjavik Iceland June 24 & 25, 2006
August Berkshire’s speech:

Lesa áfram ...

International Atheist Conference in Reykjavik Iceland June 24 & 25, 2006
Bobbie Kirkhart’s speech:

Lesa áfram ...

International Atheist Conference in Reykjavik Iceland June 24 & 25, 2006
Jón Baldvin Hannibalsson’s speech:

Lesa áfram ...

Eftir rúma viku (24. og 25. júní) verður haldin ákaflega vegleg trúleysisráðstefna á Kaffi Reykjavík. Það er óvíst hvort aftur gefist tækifæri til að hlusta á jafn marga og góða fyrirlesara ræða um trúleysi á Íslandi. Skráning hefur gengið vel en það eru þó laus sæti. Þetta er líka fyrirtaks tækifæri til að hitta trúleysingja víðs vegar að.

Erlendir ræðumenn:

Richard Dawkins: The God Delusion (einn þekktasti vísindamaður heims ræðir um ranghugmyndina Guð)
Dan Barker: Losing Faith in Faith (predikarinn sem missti trúnna)
Julia Sweeney: Letting go of God (Sweeney er ein af höfundum Desperate Houswives)
Margaret Downey: Celebrating Life the Secular Way (um borgaralegar athafnir)
Brannon Braga: Star Trek as Atheist Mythology (Braga hefur skrifað marga Star Trek þætti og myndir)
Annie Laurie Gaylor: No Gods – No Masters: Women vs. Orthodoxy (konur og trúarbrögð)
Hemant MPMta: The eBay Atheist: How a Small Idea became a Front Page Sensation (sett sál sína á sölu á eBay)
Mynga Futrell og Paul Geisert: Seizing the Elusive Positives (að beina sjónum samfélagsins að öllu því jákvæða sem trúleysingjar gera)

Við gleymum ekki Íslendingunum (sem tala þó á ensku):

Sigurður Hólm Gunnarsson: Staða trúleysis og trúfrelsis á Íslandi
Stefán Pálsson: Blekking og þekking (bók Níelsar Dungal)
Steindór J. Erlingsson: Áhrif trúar og vísinda í grunnskólakennslu

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun opna ráðstefnuna.

Það er ennþá tækifæri, ekki missa af þessu. Nánari upplýsingar má finna hér:
Dagskrá ráðstefnunnar (íslensk útgáfa)
Vefsíða ráðstefnunnar (skráning og upplýsingar)

Andri Snær Magnason, rithöfundur talaði að mestu leiti blaðalaust en helstu punktarnir í ræðu hans voru eftirfarandi:

Hvað skal segja við hóp af fermingarbörnum?

Einn sá sem ég hef litið mest upp til um ævina var afi minn sem fæddist árið 1919 árið eftir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk ég bað hann stundum um góð ráð eitt þeirra var á þessa leið:

Lesa áfram ...

Siðrænn húmanismi og skynsemisstefna (rationalismi): Yfirlýsing um gildismat mitt í lífinu, maí 2006. (Byggt að hluta til á yfirlýsingu Paul Kurtz[1]). Undirstrikun hér er gerð í tilefni fyrirlestrar 20.05.2006 en þar er að finna helstu viðbætur mínar við upphaflega yfirlýsingu Kurtz.

 • Sjálf ráðum við lífi okkar svo framarlega sem líferni okkar skaðar ekki aðra.
 • Grundvöllur hugmynda okkar er að skynsemi og vísindi skapi skilning okkar á alheiminum og viðfangsefnum samfélagsins. Nýjar hugmyndir eiga að standast fræðilega rannsókn; að öðrum kosti á að vantreysta þeim.
 • Við hörmum allar þær tilraunir sem í gangi eru til að gera sem minnst úr mannlegri skynsemi og leita í staðinn skýringa og björgunar í yfirnáttúrulegum fyrirbærum eða í óábyrgri afstæðishyggju þar sem skynsemisstefnu er hafnað.

 • Nauðsynlegt er að styðjast við réttmætar alhæfingar um samfélagið sem viðmið um þau sjónarmið sem mótar það, en um leið hafa í huga að ný sannindi og ný hugsun gera slíkar alhæfingar síbreytilegar.

 • Stuðla ber að opnu, víðsýnu og fjölþættu samfélagi. Lýðræði er besti kosturinn til að vernda mannréttindi bæði gagnvart einræðissinnuðum forréttindahópum og umburðarlitlum fjöldahreyfingum.
 • Efla ber hæfileikann til að ná samkomulagi og sáttum og á þann hátt reyna að leysa ágreining og efla gagnkvæman skilning manna á meðal.
 • Hjálpa þarf þeim sem eiga við fötlun eða sjúkdóma að stríða þannig að þau geti hjálpað sér sjálf.
 • Tryggja ber réttlæti og sanngirni og útrýma umburðarleysi og ofsóknum.Yfirstíga ber skiptingu manna í fjandsamlega hópa eftir kynáttum, trúarbrögðum, kyni, þjóðerni, stétt, tungumálum eða kynhneigð og fá fólk úr ólíkum hópum til að vinna saman að málefnum til góðs fyrir mannkyn allt.
 • Réttinn til einkalífs ber að virða. Fullorðið fólk á þar að hafa fullt frelsi til að velja og hafna, fylgja kynhneigð sinni hver sem hún er að eigin vild, að eignast börn samkvæmt eigin ákvörðunum, að hafa aðgang að víðtækri og góðri heilbrigðisþjónustu og fá að deyja í reisn.
 • Fylgja ber almennum siðrænum verðmætum: Tillitssemi, heiðarleika, drengskap, sannsögli, ábyrgð. Þetta eru skýlausar siðrænar reglur. Eigi að síður á ávallt að leggja á þessar reglur mælistiku gagnrýnnar og upplýstrar hugsunar.

 • Mikla áherslu ber að leggja á siðmennt barna okkar.
 • Efla ber listir engu minna en vísindi.
 • Stuðla ber að lærdómi en ekki kreddum, sannleika en ekki fáfræði, umburðarlyndi en ekki ótta, skynsemi en ekki blinda trú eða afneitun rökréttrar hugsunar.

Paul Kurtz , (f. 1925) er prófessor emeritus í heimspeki við New York State University (Buffalo). Hann hefur skrifað fjölmargar bækur til stuðnings bæði siðrænum og veraldlegum húmanisma og gegn öllum tilraunum til að gera lítið úr vísindahyggju og skynsemisstefnu hver sem hlut á að máli. Hann stofnaði samtökin Council for Secular humanism, útgáfufélagið Promotheus og var aðalmaðurinn við útgáfu tímaritsins FREE INQUIRY, Celebrating Reason and Humanity. Kurtz var einnig upphafsmaðurinn að stofnun ritsins SKEPTICAL INQUIRER., The magazine for Science and Reason. Mest hefur hann deilt á tvo hópa, annars vegar „töframenn“ og miðla sem þykjast gera „yfirnáttúrulega hluti“ og hins vegar kristna umburðarlausa bókstafstrúarmenn sem gnótt virðist vera af í heimalandi

hans.

—————————————————————————————————————————

Skv. almennri orðaskilgreiningu merkir húmanismi einfaldlega að lögð er áhersla á gildi og hegðun mannsins hér og nú á jörðinni en ekki að þetta mannlíf sé aðeins keðja í einhvers konar flökti milli jarðar annars vegar og himins og helvítis hins vegar (klassísk kristni og Islam) eða frá einum líkama til annars, sbr. kenningar um endurholgun (hindúismi, flestar greinar búddisma). Húmanismi rekur upphaf sitt til ítölsku endurreisnarinnar. Margir húmanistar fyrri alda töldu sig því vera kristna, sbr, Erasmus af Rotterdam. En þeir sættu ofsóknum í vaxandi mæli á 16. og l7. öld, rit þeirra voru bönnuð og sumir enduðu tilvist sína á bálinu.

Með Upplýsingunni (skynsemisstefnunni, rationalismanum) á 18. öld var hugmyndafræði húmanismans bæði endurreist og styrkt. Hún gat birst sem „rationalísk“ kristni; þá rökréttast í formi náttúruguðfræðinnar, vissulega skapaði guð heiminn en síðan lét hann manninn sjá um frekari útfærrslu sköpunarverksins með frjálsum vilja sínum. Þessi guðfræði varð mjög sterk á Íslandi og er það enn þá; kemur skýrt fram í þessu vísubroti Steingríms Thorsteinssonar: „Trúðu á tvennt í heimi/tign sem hæsta ber/Guð í alheimsgeimi/guð í sjálfum þér“. „Aldamótaguðfræðin“ íslenska bar framan af skýr mörk rationalískrar kristni en erlendis er það einkum Únitarisminn sem hefur haldið merki hennar á lofti í minnst tvær aldir

En nokkrir upplýsingarmenn vildu ganga lengra og afneituðu öllu yfirnáttúlegu í nafni húmanismans. Í Bandaríkjunum söfnuðust slíkir einstaklingar saman í sérstök lífskoðunar- eða trúarsamtök, þekktust eru samtökin sem Felix Adler stofnaði í New York, Ethical Culture. (Heitið Siðmennt á íslenska félaginu fyrir siðrænan húmanisma, er augljós bein þýðing á Ethical Culture). Í nafninu felst að í stað trúar á trúarleg siðalögmál sameinast frjálsir einstaklingar saman til að hugleiða lífið og tilveruna án trúar á guð og spyrja einkum hver ættu að vera réttmæt siðræn viðhorf sín. Þaðan kemur heitið siðrænn húmanismi.

Á 20. öldinni varð siðrænn húmanismi meginlífsskoðun víða, einkum í Evrópulöndum, og gömul félög rationalista hafa búið til sérstakar yfirlýsingar um sameiginleg siðræn gildi sín. Skilgreina má existantialisma Sartres sem góða viðbót við siðrænan húmanisma, sbr. upphafsorð frumkvöðuls bresks siðræns húmanisma., H.J. Blackhams, í grundavallarriti sínu, Humanism (1968): „Humanism proceeds from the assumption that man is on his own and this life is all…“ Blackham fannst Sartre að vísu vera full afdráttarlaus um mannlega sjálfsábyrgð og bætti við umtalsverðri siðrænni umhyggju fyrir náunga þínum. Fyrir tilstuðlan slíkra manna eins og Blackham varð hið siðræna æ sterkara í félögum húmanista og tók jafnvel á sig að mati sumra fremur trúarlegt yfirbragð sem var umdeilt.

Paul Kurtz var löngum meðal forystumanna siðrænna húmanista í BNA en þau samtök dugðu honum ekki til að deila á loddara og hættulega bókstafstrúarmenn. Hann stofnaði því, samtímis starfi sínu fyrir siðræna húmanista, samtök um veraldlegan húmanisma (Secular Humanism) sem hafði það meginmarkmið að berjast gegn hindurvitnum. Þessi samtök eru þannig sögulega séð í beinu framhaldi af atheistasamtökum evrópskum í tímans rás meðan siðrænn húmanismi styðst meira við agnostisma, en grundvöllur þess er: Ég trúi ekki meðan það er ekki sannað en hvað verður sannað um tilvist guðs í framtíðinni veit ég ekki..

Mismunur atheisma og agnostisisma er aðeins heimspekilegur og hindrar engan veginn náið samstarf sannfærðra guðleysingja og skýlausra efahyggjumanna.


[1] Um Paul Kurtz, svo og um húmanisma , sjá næstu síðu

Síðustu ár hafa athafnir Siðmenntar verið teknar upp og settar á DVD disk. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa svo getað keypt eintak til minningar um daginn. Hér er hægt að skoða 7 mínútna myndbrot af fermingunni 2006.

Horfa á kynningarmyndband

Um leið og Siðmennt fagnar framlögðu frumvarpi Allsherjarnefndar um bætta réttarstöðu samkynhneigðra harmar félagið að ekki skuli vera lögð fram tillaga þess efnis að trúfélögum skuli veita þá sjálfsöðgu heimild að gefa saman samkynhneigð pör. Ekkert mælir á móti slíkri lagabreytingu enda yrði trúfélögum þannig frjálst að velja hvort þau vilja nýta sér umrædda heimild. Það besta við slík lög er að þau myndu auka réttarstöðu samkynhneigðra umtalsvert án þess að skerða rétt trúfélaga til að taka ákvörðun á eigin forsendum. Þjóðkirkjan gæti til að mynda tekið sér allan þann tíma sem hún þarf til að ákveða hvort hún vilji nýta sér þessa heimild.

Lesa áfram ...


Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login