Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Stundatafla vegna Borgaralegrar Fermingar árið 2006 er nú komin á netið. Hana er hægt að finna á vefslóðinni:
http://www.sidmennt.is/archives/2006/07/01/stundatafla_bf_2006.php

Lesa áfram ...

Þann 15. nóvember skrifaði Hulda Guðmundsdóttir djákna-kandidat í MA-námi í guðfræði nokkuð harðorðan pistil um baráttu Siðmenntar fyrir trúfrelsi og umburðarlyndi í opinberum skólum landsins. Sakar Hulda Siðmennt um “endurtekin gífuryrði og rangfærslur” sem í sjálfu sér er athyglisvert þar sem flest allt sem Hulda segir um baráttu Siðmenntar er beinlínis rangt og málflutningur hennar því lítið annað en gífuryrðaflaumur.

Lesa áfram ...

Í Tímariti Morgunblaðsins þann 18. september s.l. skrifar Steinunn Ólína ágætan pistil frá Bandaríkjunum þar sem hún segir m.a. frá skóla dóttur sinnar og þeim margbreytileika í mannlífi sem þar fyrirfinnst. Steinunn segir það vera “brottrekstrarsök að gera grín eða hæðast að öðrum vegna útlits, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar foreldra.”

Lesa áfram ...

Nú er hver að verða síðastur til þess að skrá sig í borgaralega fermingu 2006. Skráningarfrestur rennur út þann 15. nóvember næstkomandi. Ánægjulegt er að geta þess að aldrei hafa fleiri skráð sig í borgaralega fermingu eða 116 alls. Í fyrstu borgaralegu fermingunni hér á landi sem haldin var árið 1989 voru 16 þátttakendur. Síðastliðið vor
fermdust alls 93 ungmenni.

Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu vorið 2006 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 29. október kl.11:00-12:00 í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu 1. hæð.

Nánari upplýsingar um fundinn eru að finna hér.

Ræða sem Hope Knútsson formaður Siðmenntar flutti við afhendingu fyrstu húmanistaviðurkenningarinnar 21. október 2005.

Í dag er mikill gleðidagur fyrir íslenska húmanista. Þetta er í fyrsta sinn sem Siðmennt veitir einstaklingi eða félagasamtökum viðurkenningu Húmanista.

Það er mér því sönn ánægja að tilkynna það hér að Siðmennt hefur ákveðið að veita Samtökunum 78 fyrstu íslensku viðurkenningu húmanista.

Lesa áfram ...

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur veitt Samtökunum ´78 húmanistaviðurkenningu ársins 2005 til heiðurs ötulli baráttu Samtakana fyrir almennum mannréttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Siðmennt veitir þessa viðurkenningu sem ætlunin er að veita árlega eftirleiðis.

Lesa áfram ...

Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 2006 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 29. október 2005 kl. 11:00 – 12:00.
Fundarstaður verður auglýstur þegar nær dregur fundi og ljóst er hversu margir hyggjast mæta. Þeir sem hafa ekki nú þegar skráð sig í borgaralega fermingu en hafa áhuga á að mæta á kynningarfundinn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hope Knútsson. Símar 557-3734 eða 567-7752.

Lesa áfram ...

Stjórn Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, leggst alfarið gegn þeim tillögum Þjóðkirkjunnar að hækka beri skatta á almenning sem í dag ganga undir nafninu sóknargjöld. Hvetur Siðmennt stjórnvöld til að hafna öllum slíkum tillögum sem einungis auka óréttmætar álögur á almenning.

Lesa áfram ...

Samfélag trúlausra (SAMT) mun ásamt Atheist Alliance International (AAI) standa fyrir ráðstefnu um trúleysi dagana 24. og 25. júní næsta sumar. Ráðstefnan verður haldin í samvinnu við nokkur innlend félög um efahyggju og trúleysi. Þar á meðal Siðmennt, Skeptikus og Vantrú. Þekktir fyrirlestrar hafa boðað komu sína í júní og er því von á spennandi ráðstefnu.

Lesa áfram ...


Login