Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Aðalfundur Siðmenntar verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2009, kl. 20:00, í græna salnum á annarri hæð veitingahússins Restaurant Reykjavík (áður Kaffi Reykjavík) við Vesturgötu 2.

Félagið býður upp á kaffi/te og hægt verður að
kaupa aðrar léttar veitingar á staðnum.

Allir félagsmenn velkomnir!

Fyrsta gifting samkynhneigðs pars í Noregi fór fram á vegum Human-Etisk Forbund (HEF) þann 22. febrúar síðastliðin. Með henni var stigið enn eitt skrefið í átt til jafnra mannréttinda samkynhneigðra í Noregi. Hjúskaparlögum í Noregi var breytt á þann veg að í stað sérstakra laga um vígslu samkynhneigðra voru sett ein lög um giftingar fyrir alla óháð trú eða kynhneigð. HEF, sem er stærsta lífsskoðunarfélag Noregs að undanskyldu ríkiskirkjunni, hefur um árabil gift pör. Lagabreytingin er með beina vísun í Mannréttindayfirlýsinguna og er raunverulegt skref í átt til jafnræðis lífsskoðana.

Einungis tvö lífsskoðunarfélög hafa ákveðið að framkvæma vígslu samkynhneigðra para samkvæmt nýju lögunum – HEF og Unitarar. Þjóðkirkjan norska felldi á þingi sínu í haust að virða mannréttindi allra í þjóðfélaginu og ætlar ekki að gifta samkynhneigða. HEF var síðan fyrsta lífsskoðunarfélagið sem framkvæmdi vígslu samkynhneigðra í Noregi! HEF er systurfélag Siðmenntar og hefur verið skráð sem lífsskoðunarfélag frá árinu 1981. Félagið stendur fyrir þúsundum félagslegra athafna á ári hverju og hefur Siðmennt einnig hafið slíka starfssemi.

Brúðkaup
Cecilia Patricia Stensland (t.v.) og Janne Lemvig Abrahamsen gengu í hjónaband laugardaginn 21. febrúar með fána samkynhneigðra í bakgrunni við Kjelsås Folkets hus í Oslo.

Brúðkaup
“Loksins eru við jöfn gagnkynhneigðum pörum. Við höfum fengið sömu réttindi og skyldur. Það er yndisleg tilfinning”, segir Janne Lemvig Abrahamsen (t.h.) við Aftenposten.

Í tilefni Darwin daga 2009 og málþings í Háskóla Íslands sem Siðmennt er samstarfsaðili að.

Charles Darwin

Charles Darwin

Fimmtudaginn 12. febrúar nk. verður víða um heim haldið uppá 200 ára fæðingarafmæli vísindamannsins Charles Robert Darwins og um leið fagnað 150 ára afmæli útgáfu tímamótaverks hans, Uppruna tegundanna, þar sem færð vorufram í fyrsta sinn sannfærandi gögn og rök fyrir þeirri tilgátu að lífverur jarðar hefðu tekið þróunarlegum breytingum yfir milljónir ára. Nokkru síðar birti Darwin útskýringar á þróun mannsins og kynbundnu vali í náttúrunni í bókinni  Ætterni mannsins og kynbundið náttúruval (1871), en sú bók olli miklum usla meðal margra samtímamanna hans, sem fannst niðurlægjandi að vera bendlaðir við sameiginlegan uppruna með öpum.

Lesa áfram ...

Þann 1. desember sl. sendi Jafnréttisstofa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu til stjórnvalda í kjölfar erindis Reynis Harðarsonar, félaga í Siðmennt, til hennar um þá lagagrein laga um skráð trúfélög frá 1999, sem kveður á um að ungabörn skulu sjálfkrafa vera skráð í trúfélag móður frá fæðingu:

„Jafnréttisstofa telur annmarka á þessu ákvæði laganna um skráð trúfélög. Í fyrsta lagi er það tæpast í samræmi við jafnréttislögin og bann þeirra við mismunun á grundvelli kyns að kyn þ.e. móðerni ráði því alfarið í hvaða trúfélag barn er skráð frá fæðingu. “

Lesa áfram ...

Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 2009 og aðstandendur þeirra verður haldinn Laugardaginn 15. nóvember 2008 kl. 11:00 – 12:00 í Háskólabíói sal 1.

Lesa áfram ...

Í dag voru viðurkenningar Siðmenntar afhentar við hátíðlegt tækifæri í Restaurant Reykjavík við Vesturgötu. Að þessu sinni voru viðurkenningarnar tvær. 

Hin fyrri var Húmanistaviðurkenning Siðmenntar sem var afhent í 4. sinn.  Þau voru veitt Rauða krossi Íslands fyrir einstakt og óeigingjarnt starf í þágu mannúðar og heilsuverndar á Íslandi og víða um heim.  Í ræðu Hope Knútsson, formanns Siðmenntar sagði m.a. að hjálparstarf Rauða krossins kæmi víða að, t.d. við kaup og rekstur sjúkrabifreiða, athvörf fyrir geðfatlaða og heimilislausar konur, aðstoð við fanga og fátæka, neyðaraðstoð í náttúruhamförum, opin neyðarsímalína 1717 fyrir fólk í erfiðleikum, móttaka flóttamanna og aðstoð við erlenda hælisleitendur.  Listi góðverka Rauða kross Íslands er of langur til að telja upp.  Starfsemi samtakanna er í anda húmanisma og taldi stjórn Siðmenntar Rauða krossinn einstaklega verðugan þessarar viðurkenningar félagsins.  Það var Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands sem veitti Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar 2008 viðtöku.   Auk viðurkenningarskjals fékk Rauði krossinn skúlptúrlistaverkið “Flæði” eftir Elísabetu Ásberg að gjöf.

Síðari viðurkenning kvöldsins var Fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar 2008, en það er ný viðurkenning sem veitt fyrir mikilvægt framlag í þágu fræslu um vísindi á Íslandi.  Handhafi viðurkenningarinnar var Pétur Tyrfingsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, sem gegnum greinaskrif og framkomu í ljósvakamiðlum hefur gefið þjóðinni heilsteypta mynd af því hvað eru vísindi og hvað gervivísindi.  Pétur hefur þannig sýnt gott fordæmi í því að fræða almenning um tilurð vísindalegrar þekkingar og að það skipti máli að ekki sé öllu því sem borið er á borð tekið sem staðreyndum án faglegrar skoðunar og gagnrýni.  Auk viðurkenningarskjals fékk Pétur bókargjöf frá Siðmennt við afhendinguna.  Hann sagði í þakkarræðu sinni m.a. að það ylli honum áhyggjum að vissar lyfjabúðir væru farnar að selja smáskammtaremidíur hómopata, en hann vildi treysta því að þegar hann kæmi í lyfjabúð fengi hann aðeins vörur sem stæðust gæðastaðla lyfjafyrirtækja og hefðu þá virkni sem lofað væri.

Báðum viðurkenningarhöfum kvöldsins var klappað lof í lófa af viðstöddum.  Að lokum sungu trúbadorarnir Þorvaldur Örn Árnason og Gunnar Guttormsson nokkur vel valin lög og var vel fagnað.

Í dag fimmtudaginn 30. október var afhent hin árlega Húmanistaviðurkenning Siðmenntar. Viðburðurinn fór fram á Kaffi Reykjavík. Handhafi viðurkenningarinnar árið 2008 var Rauði kross Íslands sem hefur sinnt mannúaðarstarfi í áratugi bæði hér heima og erlendis.

Í ár var auk húmanistaviðurkenningarinnar úthlutað í nýjum flokki viðurkenningar sem hefur fengið heitið Fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar. Eitt af meginviðfangsefnum félagsins er afstaða þess til þekkingarfræði og stuðningur við vísindalega þekkingarleit og fræðslu. Það var því við hæfi að veita viðurkenningu þeim aðila sem félaginu þykir hafa fært þjóðinni mikilvægt framlag í þessum efnum. Sá sem þau hlaut var Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur.

Lesa áfram ...

Ræða sem Hope Knútsson, formaður Siðmenntar, flutti við afhendingu Húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 2008

Það er með mikilli ánægju að Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, veitir í dag, fjórða árið í röð, húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir framúrskarandi starf í þágu mannréttinda eða mannúðar á Íslandi.

Ég vil byrja á því að segja nokkur orð um hvað Siðmennt er og fyrir hvað félagið stendur. Siðmennt var formlega stofnað árið 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum og stendur fyrir félagslegum athöfnum fjölskyldna. Frá 1988 hefur Siðmennt haldið undirbúningsnámskeið og séð um borgaralegar fermingar árlega. Í ár getum við stolt upplýst að Siðmennt býður einnig uppá allar aðrar helstu athafnir fjölskyldna, en það eru gifting, nafngjöf og útför, allar í veraldlegum og húmanískum anda. Við teljum það mikilvægt að geta boðið þennan valkost og höfum við þjálfað athafnarstjóra til þess að annast þessar athafnir. Þá hefur félagið gengist fyrir umræðufundum um ýmis mál er tengjast manngildisstefnu, þ.e. siðrænum húmanisma, og má þar nefna málefni eins og lýst er í stefnu félagsins, t.d. kennslu um trúarbrögð og heimspeki í skólum, mannréttindi samkynhneigðra, um að taka dauðann í sátt, sorg og sorgarviðbrögð, um erlend félög siðrænna húmanista o.fl. Helsta baráttumál félagsins í dag er ósk félagsins um jafna stöðu allra trúarbragða og lífsskoðunarfélaga sem m.a. hefur í för með sér aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi og að Siðmennt öðlist sömu lagalega stöðu og önnur lífsskoðunarfélög.

Lesa áfram ...

Myndbandsupptökur / Video tapes

Siðmennt fékk á dögunum hæstaréttarlögmanninn Lorentz Stavrum í boði systursamtaka okkar í Noregi, Human-Etisk Forbund, til okkar á fund til að fjalla um jafna meðferð nemenda í faginu Kristinfræði, siðfræði og trúarbrögð sem í Noregi er kallað Kristinfræði, trúarbrögð og lífsskoðanir og útskýra fyrir okkur Lorentz Stavrummálavexti í máli norsku foreldranna gegn norska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg (júní 2007).   Fundurinn var haldinn í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands 9. október 2008.  Hér fylgja upptökur frá þessum fyrirlestri.

Sidmennt, the ethical humanist association of Iceland, held a meeting on October 9th, 2008 in Reykjavík, about equal treatmennt of pupils in schools in regards of teaching in the subject of Christianity, ethics and religion which in Norway is called Christianity, religion and life stance.  The main speaker was Lorentz Stavrum, a lawyer of the parents that filed a case against the Norwegian state before all stages of court in Norway and then the Human Rights Court of Europe in Strasbourg.  They won the case in June 2007 and Lorentz Stavrum explained why in his lecture.

Lesa áfram ...

Svanur Sigurbjörnsson stjórnarmaður í Siðmennt hélt fyrirlestur á fundi félagsins 9. október 2008 sem bar yfirskriftina “Aðalnámskrá í Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði – gagnrýni á innganginn”.

Í fyrirlestrinum færir Svanur rök fyrir því hvers vegna hann telur að jafnvægi sé ekki gætt í þeim markmiðum sem lýst er og að lífsskoðanir fái ekki jafna meðferð í þessu fagi.   Lesa má fyrirlesturinn af þessum glærum (powerpoint 2007 form til skoðunar).

14. október – Myndband í tveimur hlutum af fyrirlestri Svans.  Sjá hér undir Lesa áfram

Lesa áfram ...


sale of generic tenormin , how many mg of generic crestor in usa


Login