Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Myndbandsupptökur / Video tapes

Siðmennt fékk á dögunum hæstaréttarlögmanninn Lorentz Stavrum í boði systursamtaka okkar í Noregi, Human-Etisk Forbund, til okkar á fund til að fjalla um jafna meðferð nemenda í faginu Kristinfræði, siðfræði og trúarbrögð sem í Noregi er kallað Kristinfræði, trúarbrögð og lífsskoðanir og útskýra fyrir okkur Lorentz Stavrummálavexti í máli norsku foreldranna gegn norska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg (júní 2007).   Fundurinn var haldinn í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands 9. október 2008.  Hér fylgja upptökur frá þessum fyrirlestri.

Sidmennt, the ethical humanist association of Iceland, held a meeting on October 9th, 2008 in Reykjavík, about equal treatmennt of pupils in schools in regards of teaching in the subject of Christianity, ethics and religion which in Norway is called Christianity, religion and life stance.  The main speaker was Lorentz Stavrum, a lawyer of the parents that filed a case against the Norwegian state before all stages of court in Norway and then the Human Rights Court of Europe in Strasbourg.  They won the case in June 2007 and Lorentz Stavrum explained why in his lecture.

Lesa áfram ...

Svanur Sigurbjörnsson stjórnarmaður í Siðmennt hélt fyrirlestur á fundi félagsins 9. október 2008 sem bar yfirskriftina “Aðalnámskrá í Kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði – gagnrýni á innganginn”.

Í fyrirlestrinum færir Svanur rök fyrir því hvers vegna hann telur að jafnvægi sé ekki gætt í þeim markmiðum sem lýst er og að lífsskoðanir fái ekki jafna meðferð í þessu fagi.   Lesa má fyrirlesturinn af þessum glærum (powerpoint 2007 form til skoðunar).

14. október – Myndband í tveimur hlutum af fyrirlestri Svans.  Sjá hér undir Lesa áfram

Lesa áfram ...

Er brotið á mannréttindum í íslensku skólakerfi? Er lífsskoðun mín, sem húmanista, minna virði en kristin lífsskoðun? Ofuráhersla á kristnar lífsskoðanir í kennslu í opinberum skólum er brot á réttindum foreldra með aðra lífsskoðun en kristna. Alþingi samþykkti á síðasta þingi breytingar á lögum um leik- og grunnskóla þar sem markmiðssetningu  laganna var breytt úr kristilegu siðferði í kristilega arfleið (hvað svo sem það þýðir). Þingmönnum mistókst að hafa mannréttindi allra að leiðarljósi og þrátt fyrir fögur orð um að skólinn sé fyrir alla og að stjórnarskrá tryggi trúfrelsi þá er ljóst að svo er ekki. Þrátt fyrir að eðlilegt sé að börn fái fræðslu um kristni þá ber námsefnið þess greinileg merki að ofuráhersla er á kristni á kostnað annarra lífsskoðana og hlutlaust, gagnrýnið og fræðilegt sjónarhorn skortir í námsefnið. Að auki hefur það viðgengist sums staðar í skólakerfinu að kenna börnum sálma og að fara með bænir sem er hrein trúariðkun. Farnar eru kirkjuferðir og eitthvað er um að skólasetning og/eða slit séu í kirkju og jafnvel að prestur sé hluti af athöfnum. Sett eru upp trúarleg leikrit og börnum gefin trúarrit.

Lesa áfram ...

Fimmtudaginn 9. október kl. 16:00 heldur Siðmennt  opinn fund um dóm Mannréttindadómstólsins í Strassborg frá  29. júní 2007.  Hann verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og mun Lorentz Stavrum hæstaréttarlögmaður rekja sögu hans. Málið tapaðist fyrir öllum dómstigum Noregs þ.m.t. hæstarétti, en fékk meðbyr hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og eftir 12 ára baráttu fyrir dómstólum fékkst  jákvæð niðurstaða hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg.  Stavrum mun m.a  lýsa hvaða áhrif dómurinn hafði á lög og námsskrá í kristnum fræðum í Noregi.  Erindið er flutt á ensku og eftir það mun hann svara fyrirspurnum. 

Lesa áfram ...

“Vinur aftansólar sértu. Sonur morgunroðans vertu.”

Þannig orti siðræni húmanistinn, vestur-íslenska skáldið Stephan G. Stephanson, fyrir rúmri öld. Og þannig kjósa afkomendur Sigurbjarnar Einarssonar biskups að byrja minningargrein sína um hann í Morgunblaðinu 6. september og bæta við: “Þennan texta raulaði afi (þ.e. Sigurbjörn biskup) svo oft fyrir lítil börn”.

Þorsteinn Pálsson skrifaði í leiðara Fréttablaðsins sama dag: “Í honum (Sigurbirni Einarssyni) var einhver merkileg blanda þeirrar hógværðrar og lágra bursta sem einkenna skaftfellska sveitamenningu og mustera heimsmenningarinnar”. Lokaorð Þorsteins eru: “Kirkjan á hins vegar ekki sögu hans ein og sér. Á sinn hátt var Sigurbjörn Einarsson svo ríkur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga að í sögunni verður hann maður fólksins í landinu”.

Lesa áfram ...

Í gærkvöldi föstudaginn 27. júní 2008, héldu Samtökin ’78 uppá 30 ára afmæli sitt með miklum myndarbrag í húskynnum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarstræti.  Samtökin ’78 veittu nú í annað sinn mannréttindaverðlaun sín og hlaut Siðmennt þau ásamt Bjarna Karlssyni presti og Böðvari Björnssyni sem var einn af fyrstu meðlimum samtakanna.  Kynningarorð Samtakanna’78 um Siðmennt voru ákaflega falleg og Hope Knútsson veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Siðmenntar. Í þakkarræðu sinni sagði Hope m.a. að húmanistar um allan heim hefðu alltaf stutt réttindabaráttu samkynhneigðra og að að mörgu leyti væru Samtökin’78 fyrirmynd fyrir okkur.  Hope lýsti því yfir að við í Siðmennt værum djúpt snortin yfir þessari viðurkenningu.  Ræðu hennar var ákaflega vel tekið.  Siðmennt óskar Samtökunum ’78 til hamingju með þrítugsafmælið!

Lesa áfram ...

Heimsendaangi kristinnar trúar hefur verið mér hugleikinn undanfarin misseri, eða allt frá því ég las bókina Jesus: Apocalyptic Prophet for a New Millenium eftir hinn kunna bandaríska biblíusérfræðing Bart D. Ehrman (1999). Túlkun Ehrmans á boðskap Jesú, eins og hann birtist í guðspjöllunum, felur í sér að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og að skoða beri siðaboðskap hans í því ljósi. Hér er ekki um einkaskoðun Ehrmans að ræða því undanfarin hundrað ár hefur þetta verið sú mynd af Jesú sem stór hluti fræðimanna hefur aðhyllst, „að minnsta kosti í Þýskalandi og Bandaríkjunum“. Þó heimsendaboðskapurinn virðist nú um stundir ekki njóta almennrar hylli meðal kristinna Vestur-Evrópubúa, tekur þessi boðskapur á sig fordómafulla mynd og lifir góðu lífi í Bandaríkjunum þar sem hann vex nú og dafnar sem aldrei fyrir. Hér á eftir hyggst ég gera grein fyrir pólitískum áhrifum kristinnar heimsendatrúar á vestræna menningu og hvort mögulegt sé að kveða niður þennan skæða óvin lýðræðis og skoðanafrelsis.

Lesa áfram ...

Oft hefur borið á þeim misskilningi að trúabrögðin séu forsenda góðs siðferðis og að gott siðferði sé aðeins til vegna tilvist guðs. Svo er alls ekki. Siðferðilegar spurningar, hvað telja má gott og hvað slæmt, hvað rétt og hvað rangt og hvernig lifa skuli réttlátu og dyggðugu líferni leitar á alla menn burtséð frá lífsskoðunum. Sumir leita svara við siðferðisspurningum í trúarbrögðunum sbr. Boðorðunum 10 þar sem talið er að guð hafi lagt til að menn skuli ekki myrða, stela, ljúga osfrv.  Húmanistar og aðrir sem ekki aðhyllast trúarbrögð er ekki síður umhugað um gott siðferði og mikilvægi þess.  Einn er sá mælikvarða á rétt og rangt sem er til staðar í öllum mönnum þó misjafnlega þroskaður sé. Sá mælikvarði er samviskan. Samviskan kennir okkur að ánægja og hamingja er betri en óánægja og óhamingja, að réttlæti og góðvild er betri en óréttlæti og mannvonska og að samvinna skilar oft mun betri árangri en ósamvinna.

Lesa áfram ...

Stærsti frumkvöðull mótmælendakristni, Marteinn Lúter (1483-1546) var í senn táknrænn afkomandi húmanismans og skýlaus andstæðingur hans eftir að hafði fært kenningar sínar í fastmótað form um 1524. Það var efinn og lærdómurinn sem fékk Lúter til að snúast gegn kaþólsku kirkjunni 1517 en það var óttinn við róttækni og samfélagslegt umrót sem gerðu lúterskuna að umburðalausri furstakirkju sem var mótfallin trúfrelsi og afneitaði frjálsum vilja mannsins.

Lesa áfram ...

Í dag 29. maí 2008 hefst athafnaþjónusta Siðmenntar við veraldlegar eða húmanískar athafnir, þ.e. nafngjafir, giftingar og útfarir.  Frá því fyrir ári síðan hefur þessi áfangi í sögu félagsins og húmanista / trúlausra á Íslandi verið í undirbúningi, en hann hófst með því að systurfélag Siðmenntar í Noregi, Human Etisk Forbund sendi okkur reyndan kennara að nafni Baard Thalberg, sem hélt fyrir okkur vandað námskeið í athafnarstjórnun, með megin áherslu á útfarir.

Af þeim tíu sem sóttu það námskeið eru sex sem hafa gefið kost á sér til þess að starfa sem athafnarstjórar á vegum félagsins.  Þetta eru Jóhann Björnsson kennari og heimspekingur, Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og leiðsögumaður, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri, Steinar Harðarson tæknifræðingur, Sveinn Kristinsson kennari og bæjarfulltrúi og Svanur Sigurbjörnsson læknir.  

Lesa áfram ...


Login