Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Felst hætta í því að viðurkenna að það eitt að líta í augu barna okkar eða faðma ástvini geti fyllt okkur kærleika, án þess að trúa á fórnardauða og upprisu Jesú? Er náungakærleikurinn sprottinn úr jarðvegi trúar á guð, en trúleysi sálardeyðandi og mannskemmandi? Þetta virðist skoðun æðsta manns þjóðkirkjunnar, biskups Íslands. Samkvæmt honum er trú á Guð uppspretta alls hins besta í samfélaginu. Trúleysi hins vegar ógn við mannlegt samfélag og uppeldi barna , ávísun á helsi, hatur og dauða . Þetta eru skilaboð biskups til okkar sem höfum “úthýst” Guði úr lífi okkar. Ég sé ástæðu til að gera athugasemdir við þennan boðskap og tel raunar að það ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir meðlimi stærsta trúarsafnaðar landsins hvernig leiðtoginn hefur hagað málflutningi sínum.

Lesa áfram ...

Ýmislegt markvert átti sér stað á síðasta starfsári Siðmenntar. Félagið fékk nokkrar opinberar viðurkenningar, tók þátt í umræðum um aðskilnað skóla og kirkju auk þess sem Siðmennt hóf að veita nýja þjónustu. Störf Siðmenntar á síðasta ári virðast hafa fallið í góðan jarðveg hjá þjóðinni því félagsmönnum fjölgaði mjög mikið á þessum tíma.

Lesa áfram ...

Gísli Gunnarsson og Hope Knútsson Gísli Gunnarsson sagnfræðingur var útnefndur heiðurfélagi Siðmenntar á aðalfundi félagsins 26. febrúar síðastliðinn. Með útnefningunni vill stjórn Siðmenntar þakka Gísla fyrir vönduð og óeigingjörn störf og mikilvægt framlag í þágu húmanisma á Íslandi. (Sjá stærri mynd)

logo_dokkblatt.jpgAðalfundur Siðmenntar verður haldinn þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20 á Kaffi Reykjavík við Ingólfstorg.
Allir félagsmenn velkomnir.

Borgaraleg ferming 2008 fer fram sunnudaginn 27. apríl í Háskólabíói. Tvær athafnir verða haldnar. Fyrri athöfnin hefst klukkan 11:00 og sú síðari klukkan 13:30.

Æfingar fara fram laugardaginn 26. apríl. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Það athyglisverðasta í umræðu undanfarinna vikna um trúboð og skólastarf eru ofsafengin viðbrögð nokkurra áhrifamanna innan Þjóðkirkjunnar. Efasemdir um ágæti þess að tengja saman starf skóla og kirkju hafa oft verið settar fram. Yfirmenn Þjóðkirkjunnar hafa ætíð brugðist ókvæða við þessum efasemdaröddum en nú keyrir um þverbak. Fólk sem vogar sér að íhuga hvort betur fari á að kennarar kenni trúarbragðafræði en að prestar séu með trúboð í opinberum skólum er úthrópað sem siðlausir föðurlandssvikarar. Biskupinn gengur svo langt að kalla Siðmennt ,,hatröm samtök” fyrir þetta eitt. Gífuryrðin létu heldur ekki á sér standa í grein Geirs Waage, sóknarprests og fyrrverandi formanns Prestafélags Íslands, sunnudaginn 16. desember þar sem hann bregst við stuttu áliti sem undirritaður skrifaði í 24 Stundir um trúboð og skólastarf 7. desember.

Lesa áfram ...

Siðmennt óskar öllum velfarnaðar á nýju ári!

Eins og sjá má hefur vefsíða Siðmenntar tekið umtalsverðum breytingum. Vegna þessara breytinga er hugsanlegt að sumt hér á síðunni virki ekki eins og það á að gera. Unnið er á fullum krafti að koma efni síðunnar í samt lag sem allra fyrst.

Vinsamlegast hafið samband við vefstjóra ef þið lendið í vandræðum.

Hjalti Hugason, guðfræðiprófessor, ritar grein í Morgunblaðinu þann 11. desember um jákvætt og neikvætt trúfrelsi. Prófessornum fatast illilega flugið með þeirri staðhæfingu sinni að trúarlegir minnihlutahópar krefjist neikvæðs trúfrelsi í merkingunni að þrengja trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Nú talar Hjalti reyndar svolítið loðið þar sem hann tilgreinir ekki um hvaða trúarhóp er að ræða, en ég álykta að um sé að ræða Siðmennt, en að auki felur Hjalti umræðuna undir orðinu trúfélag sem Siðmennt er að sjálfsögðu ekki.

Eina umræðan sem hefur verið í gangi undanfarið er hinsvegar krafa Siðmenntar um að kirkjan láti af trúboði sínu í skólum. Hjalti virðist ganga út frá því, ásamt megninu af starfsliði kirkjunnar, að trúboð sé hluti af rétti manna til að iðka trú sína og þar verður honum/þeim á alvarleg mistök. Trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar virkar nefnilega í báðar áttir þ. e. tryggir rétt allra til þess að iðka trú eða lífsskoðun sína. Samkvæmt túlkunum og dómum í slíkum málum er rétturinn til þess að vera án trúar jafn mikilvægur og jafn rétthár.

Siðmennt gagnrýnir starf trúfélaga í skólum og telur að þar sé gengið á rétt foreldra og barna þeirra til þess að hafa eigin lífsskoðun og að hún sé virt. Skólar eru veraldlegar stofnanir fyrir alla – ekki aðeins þá sem aðhyllast kristna trú. Að kirkjan geti ekki viðurkennt þá einföldu staðreynd að trúboð hennar gangi gegn sjálfsögðum mannréttindum annarra er með öllu óskiljanlegt, en kirkjan fetar svipaðar slóðir og í öðrum málum er varða mannréttindi. Það er ekki verið að krefjast þrenginga á trúfrelsi heldur þvert á móti krafa um að virtur sé réttur mismunandi lífsskoðunarhópa til að senda börn sín í opinbera skóla án þess að verða fyrir boðun annarra lífsskoðana.

Annar misskilningur kemur fram í grein Hjalta er hann grípur til röksemdafærslunnar sem alltaf er notuð af kirkjunnar mönnum en það eru rökin „að allur þorri þjóðarinnar tilheyrir evangelísk-lútherskum kirkjum.“ Sú röksemd er löngu hrakin, m.a. af eigin könnun kirkjunnar sem framkvæmd var árið 2004 en þar kemur í ljós að þrátt fyrir að flestir séu skráðir í trúfélög játar tæplega helmingur kristna trú og 1/5 hluti segist „ekki trúaður“. Sá háttur sem viðhafður er við skráningu barna í trúfélög er náttúrulega gagnrýnisverður útfrá trúfrelsishugtakinu en þar er um að ræða skráningu í trúfélag móður við fæðingu barns.

varaformaður Siðmenntar.

Frá Bjarna Jónssyni

Siðmennt lét birta auglýsingu í Fréttablaðinu þann 7. desember síðastliðinn til að leiðrétta misskilning um stefnu félagsins. Auglýsingin var greidd með frjálsum framlögum meðlima í Siðmennt. Hægt er að skoða auglýsinguna hér á pdf formi.

Siðmennt hefur sent frá sér opið svarbréf við svarbréfi Karls Sigurbjörnssonar biskups. Biskup hvorki dró til baka né baðst afsökunar á ummælum sínum um að Siðmennt væru “hatrömm samtök” en þess í stað talaði um að málflutningur Siðmenntar væri “hatrammur”. Hann vitnaði síðan í skjal sem Siðmennt sendi Menntaráði Reykjavíkur fyrir tveimur árum, en þar voru talin upp þau atriði sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ályktaði um að væru trúarleg starfsemi eða trúboð í skólum og ættu ekki að eiga sér stað.

Lesa áfram ...


Login