Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Kæru börn, sem nú eruð að fermast borgaralega, og þá kannski ekki viðeigandi að kalla börn lengur, samkvæmt gömlum skilningi á fermingu, þegar börn komust í fullorðinna manna tölu á þessum tímamótum. En þar sem heil fimm ár eru þar til þið verðið fullorðin í lagalegum skilningi, þá leyfi ég mér að ávarpa ykkur sem börn! Foreldrum ykkar þykir það líka þægilegra.

Lesa áfram ...

Þórarinn EldjárnBorgaraleg ferming – 27. apríl 2008

Ágætu fermingarbörn, fjölskyldur og vinir.

Til hamingju með þennan mikla gleðidag. Hann er svo sannarlega bjartur og fagur….

Þó verð ég að segja að birtan er enn meiri hér inni.

Ég fæ eiginlega ofbirtu í augun þegar ég lít hérna yfir salinn.

Eins lengi og menn muna og sjálfsagt miklu lengur hefur það tíðkast meðal allra þjóða, hvar sem er á jarðarkringlunni, að staldra við og halda það hátíðlegt með sérstakri athöfn eða vígslu þegar bernskunni lýkur og við taka unglings- og fullorðinsár. Formið á þessum athöfnum er jafn mismunandi eins og siðirnir eru margir. Það er líka misjafnt hvenær talið er rétt að líta svo á að þessi umskipti hafið orðið eða séu að verða. Þetta er ekki bara eitthvað eitt sem gerist í einu vetfangi, hver og einn tekur sér þann tíma sem hann þarf.

Lesa áfram ...

Hátíðar- og útskriftarathöfn borgaralegrar fermingar fer fram sunnudaginn 27. apríl í Háskólabíói. Þetta er í 20. skiptið sem borgaraleg ferming er haldin á Íslandi. Alls tóku 115 börn þátt fermingarundirbúningi Siðmenntar í ár frá öllum landshornum ásamt nokkrum búsettum erlendis sem voru í fjarnámi.

Athöfnin er útskriftarhátíð haldin í kjölfarið á þriggja mánaða námskeiði í lífsleikni og siðfræði og er hátíðleikinn hafður í fyrirrúmi. Fermingarbörnin koma fram, flytja tónlist, dans, ljóð, og ávörp, auk þess sem þjóðþekktir einstaklingar fara með stuttar ræður. Í ár munu þau Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, ávarpa gesti.

Fyrri athöfnin hefst kl 11:00 og seinni kl 13:30 og eru þær opnar öllum. Siðmennt, félag siðrænna húmanista hvetur fólk sem vill kynna sér borgaralega fermingu til að mæta og upplifa þessa útskriftarathöfn fermingarbarnanna af eigin raun.

Nánari upplýsingar gefur Jóhann Björnsson s: 844 9211 og Hope Knútsson s: 694 7486

Lógó SiðmenntarHér eru upplýsingar er varða fermingarathöfnina sem haldin verður 27. apríl næstkomandi. Þessar upplýsingar hafa nú þegar einnig verið sendar með venjulegum pósti.

Í Morgunblaðinu 23. febrúar s.l. svarar Gunnar Jóhannesson sóknarprestur grein minni frá 17. febrúar þar sem ég gagnrýni viðhorf biskups til trúlausra. Gunnar heldur því fram að guðlaus heimsskoðun geti ekki lagt okkur “siðferðislegar skyldur” á herðar. Enn og aftur koma fram sorgleg vantrú á manngildi og fordómar gagnvart trúlausum.

Lesa áfram ...

Felst hætta í því að viðurkenna að það eitt að líta í augu barna okkar eða faðma ástvini geti fyllt okkur kærleika, án þess að trúa á fórnardauða og upprisu Jesú? Er náungakærleikurinn sprottinn úr jarðvegi trúar á guð, en trúleysi sálardeyðandi og mannskemmandi? Þetta virðist skoðun æðsta manns þjóðkirkjunnar, biskups Íslands. Samkvæmt honum er trú á Guð uppspretta alls hins besta í samfélaginu. Trúleysi hins vegar ógn við mannlegt samfélag og uppeldi barna , ávísun á helsi, hatur og dauða . Þetta eru skilaboð biskups til okkar sem höfum “úthýst” Guði úr lífi okkar. Ég sé ástæðu til að gera athugasemdir við þennan boðskap og tel raunar að það ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir meðlimi stærsta trúarsafnaðar landsins hvernig leiðtoginn hefur hagað málflutningi sínum.

Lesa áfram ...

Ýmislegt markvert átti sér stað á síðasta starfsári Siðmenntar. Félagið fékk nokkrar opinberar viðurkenningar, tók þátt í umræðum um aðskilnað skóla og kirkju auk þess sem Siðmennt hóf að veita nýja þjónustu. Störf Siðmenntar á síðasta ári virðast hafa fallið í góðan jarðveg hjá þjóðinni því félagsmönnum fjölgaði mjög mikið á þessum tíma.

Lesa áfram ...

Gísli Gunnarsson og Hope Knútsson Gísli Gunnarsson sagnfræðingur var útnefndur heiðurfélagi Siðmenntar á aðalfundi félagsins 26. febrúar síðastliðinn. Með útnefningunni vill stjórn Siðmenntar þakka Gísla fyrir vönduð og óeigingjörn störf og mikilvægt framlag í þágu húmanisma á Íslandi. (Sjá stærri mynd)

logo_dokkblatt.jpgAðalfundur Siðmenntar verður haldinn þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20 á Kaffi Reykjavík við Ingólfstorg.
Allir félagsmenn velkomnir.

Borgaraleg ferming 2008 fer fram sunnudaginn 27. apríl í Háskólabíói. Tvær athafnir verða haldnar. Fyrri athöfnin hefst klukkan 11:00 og sú síðari klukkan 13:30.

Æfingar fara fram laugardaginn 26. apríl. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.


Login