Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt - félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Í dag 29. maí 2008 hefst athafnaþjónusta Siðmenntar við veraldlegar eða húmanískar athafnir, þ.e. nafngjafir, giftingar og útfarir.  Frá því fyrir ári síðan hefur þessi áfangi í sögu félagsins og húmanista / trúlausra á Íslandi verið í undirbúningi, en hann hófst með því að systurfélag Siðmenntar í Noregi, Human Etisk Forbund sendi okkur reyndan kennara að nafni Baard Thalberg, sem hélt fyrir okkur vandað námskeið í athafnarstjórnun, með megin áherslu á útfarir.

Af þeim tíu sem sóttu það námskeið eru sex sem hafa gefið kost á sér til þess að starfa sem athafnarstjórar á vegum félagsins.  Þetta eru Jóhann Björnsson kennari og heimspekingur, Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og leiðsögumaður, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri, Steinar Harðarson tæknifræðingur, Sveinn Kristinsson kennari og bæjarfulltrúi og Svanur Sigurbjörnsson læknir.  

Lesa áfram ...

Sá gleðilegi viðburður átti sér stað í dag 28. maí 2008, að Bjarni Jónsson athafnarstjóri hjá Siðmennt og varaformaður félagsins, stýrði fyrstu húmanísku nafngjafarathöfninni á vegum þess.  Athöfnin fór fram í heimahúsi og var það lítill drengur sem fékk formlega nafngjöf eftir stutta hugvekju um góð gildi í uppeldi og stuðning aðstandenda við það.   Foreldrar barnsins voru ánægð að athöfninni lokinni og fögnuðu með fjölskyldu og vinum.

Með þessari athöfn hefur Siðmennt nú staðið að öllum fjórum klassískum félagslegum athöfnum fjölskyldna; fermingu, giftingu, útför og nú nafngjöf, allt á veraldlegan máta með manngildið að leiðarljósi.  Það fer því vel á því að á morgun fimmtudaginn 29. maí mun Siðmennt formlega hefja athafnaþjónustu sína við nafngjafir, giftingar og útfarir.

Uppruni húmanismans var sannleiksleit nokkurra einstaklinga á 15. öld í Evrópu, mest upphaflega í nágrenni höfuðstöðva páfadæmisins í Róm, á Ítalíu. Í borgum þar blómstruðu verslun og viðskipti, tengsl við fjarlæg lönd, umfram allt háskólar.

Miðaldakirkjan taldi sig hafa fundið algildan sannleika um manninn og heiminn. Öll ný leit að sannindum var talin fráleit og jafnvel hættuleg. Það sem skipti miðaldamenn máli voru kenningar kirkjunnar um hvað sem var. Jörðin var flöt og sólin snérist um hana. Karlinn vantaði rif vegna sköpunar konunnar og þannig má lengi telja. Sannleikur var tvímælalaus, afstæðni var trúvilla. Að efa var synd.

Í fornöld, fyrir daga miðaldakirkjunnar, var sannleiksleit og efahyggja almennt virt. Þá voru gerðar ýmsar fræðirannsóknir og margar nýjar hugmyndir komu fram um lífið og tilveruna og blómstruðu hlið við hlið og kepptu um hylli manna. Í Rómaveldi náði ein kenningarhefð, ákveðin gerð kristni, yfirhöndinni fyrir tilstuðlan keisara, og ýtti öðrum kenningum til hliðar. Kristnun Evrópu fól í sér afnám trúfrelsis hvar sem var.

Múslímskir Arabar þýddur úr grísku forn fræðirit, sem kristin kirkja hafði bannað eða ekki sinnt, og frá arabískmælandi hlutum Spánar fóru þessi fræði að berast til evrópskra lærdómssetra þegar á 13. öld.

Frá hámiðöldum, um árið 800, en þó einkum eftir árið 1000, höfðu miklar efnahagsframfarir orðið í Evrópu, akurlendi og mannfjöldi margfaldaðist með ruðningi skóga og þurrkun mýra og í kjölfarið risu og elfdust borgir. Þessi Evrópa var ekki lengur fátækur útkjálki Evrasíu heldur næstríkasti hluti hennar eftir Kína. Hún var andstætt Kína stjórnmálalega margklofin og var því vel í stakk búin til að veita menningarlegri sundurleitni viðtöku. Í kjölfar þessa fóru stöðugt fleiri Evrópumenn að leita að nýjum sannleika.

Efinn er upphaf að nýjum rannsóknum og hugmyndum manna sem ekki fylgdu endilega leiðsögn kirkjunnar. Áherslan á manngildið var forsenda þess að efagjarn maðurinn fór að leita nýs sannleika. Þaðan kemur orðið húmanismi, manngildisstefnan.

Rétt er umræðunnar vegna að skilja milli tveggja greina húmanismans. Annars vegar er um að ræða fræðilega leit að nýjum sannindum, fræði- og vísindastörf. Hins vegar nýjar hugmyndir sem komu í kjölfar þessarar leitar. Húmanisminn sem fræði hefur lifað samfleytt frá 15. öld í Evrópu og er grundvöllur fræðimennsku nútímans. Árekstrar milli vísinda og trúarbragða hafa að vísu verið stöðugir og samfelldir og eru t.d. mjög áberandi víða um lönd í dag. Eigi að síður hafa kirkjur ekki hindrað framfarir vísinda að neinu ráði þrátt fyrir góðan vilja til þess á köflum.

Öðru máli gildir um húmanisma sem lífsspeki, frelsi mannshugans og áhersluna á manngildið og réttinn til efa og sannleiksleitar sem oftast er óháð trúarbrögðum. Þessum húmanisma hafa margar, e.t.v. flestar, kirkjur afneitað, t.d. eru kaþólskar kirkjur honum opinberlega andsnúnar þótt einstaka þjónar þeirra hafi ekki endilega verið það. Dæmið er flóknara þegar um er að ræða kirkjur mótmælenda.

Allt frá upphafi hafa verið til menn sem hafa skilgreint sig kristna húmanista, sá frægasti þeirra er sennilega Erasmus af Rotterdam (1466-1536). Hann taldi að hver maður hefði rétt til að efast og leita nýs sannleika en um leið væri það honum til styrktar að teysta á kaþólskar trúarsetningar. Þrátt fyrir þetta voru fordæmdi þing Rómarkirkjunnar kenningar Erasmusar 1563 og lét brenna rit hans. Kaþólsku kirkjunni á Spáni er sérstaklega í nöp við hugmyndir Erasmusar og fékk fasíska einræðisherrann Frankó (sem þar ríkti 1939-1976) til að banna öll rit hans á nýjan leik.

Framhald verður á þessari grein í annarri grein sem ber heitið „Þróun húmanismans frá Lúter til nútímans”.

Gísli Gunnarsson

prófessor í sagnfræði

(24 Stundir 2008)

Stjórn Siðmenntar hefur opnað fyrir skráningu í borgaralega fermingu 2009. Einnig hefur verið ákveðin dagsetningin sunnudagur 26. apríl 2009 fyrir fermingarathöfnina.

Hægt er að senda inn skráningu með því að fara á þessa síðu: Skráning í BF 2009

Föstudaginn 9. maí síðastliðinn fór fram í Bænhúsinu við Fossvogskirkjugarð fyrsta útförin sem athafnarstjóri á vegum athafnarþjónustu Siðmenntar stýrir. Að ósk aðstandenda hinnar látnu fór útförin fram í kyrrþey og óskað var bálfarar. Fjölskyldan á langa sögu með Siðmennt og fermdist sonur hinnar látnu með fyrsta hóp borgaralegrar fermingar árið 1989.

Það var Svanur Sigurbjörnsson, umsjónarmaður athafnaþjónustu Siðmenntar og einn af sex athafnarstjórum sem hafa lokið þjálfun og lýst sig reiðubúna til starfans, sem stýrði athöfninni. Hún hófst með kistulagningu fyrir luktum dyrum og hálfri klukkustund síðar var haldin minningarathöfn.

Í kynningarorðum minningarathafnarinnar sagði Svanur meðal annars:

Lesa áfram ...

Kæru börn, sem nú eruð að fermast borgaralega, og þá kannski ekki viðeigandi að kalla börn lengur, samkvæmt gömlum skilningi á fermingu, þegar börn komust í fullorðinna manna tölu á þessum tímamótum. En þar sem heil fimm ár eru þar til þið verðið fullorðin í lagalegum skilningi, þá leyfi ég mér að ávarpa ykkur sem börn! Foreldrum ykkar þykir það líka þægilegra.

Lesa áfram ...

Þórarinn EldjárnBorgaraleg ferming – 27. apríl 2008

Ágætu fermingarbörn, fjölskyldur og vinir.

Til hamingju með þennan mikla gleðidag. Hann er svo sannarlega bjartur og fagur….

Þó verð ég að segja að birtan er enn meiri hér inni.

Ég fæ eiginlega ofbirtu í augun þegar ég lít hérna yfir salinn.

Eins lengi og menn muna og sjálfsagt miklu lengur hefur það tíðkast meðal allra þjóða, hvar sem er á jarðarkringlunni, að staldra við og halda það hátíðlegt með sérstakri athöfn eða vígslu þegar bernskunni lýkur og við taka unglings- og fullorðinsár. Formið á þessum athöfnum er jafn mismunandi eins og siðirnir eru margir. Það er líka misjafnt hvenær talið er rétt að líta svo á að þessi umskipti hafið orðið eða séu að verða. Þetta er ekki bara eitthvað eitt sem gerist í einu vetfangi, hver og einn tekur sér þann tíma sem hann þarf.

Lesa áfram ...

Hátíðar- og útskriftarathöfn borgaralegrar fermingar fer fram sunnudaginn 27. apríl í Háskólabíói. Þetta er í 20. skiptið sem borgaraleg ferming er haldin á Íslandi. Alls tóku 115 börn þátt fermingarundirbúningi Siðmenntar í ár frá öllum landshornum ásamt nokkrum búsettum erlendis sem voru í fjarnámi.

Athöfnin er útskriftarhátíð haldin í kjölfarið á þriggja mánaða námskeiði í lífsleikni og siðfræði og er hátíðleikinn hafður í fyrirrúmi. Fermingarbörnin koma fram, flytja tónlist, dans, ljóð, og ávörp, auk þess sem þjóðþekktir einstaklingar fara með stuttar ræður. Í ár munu þau Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, ávarpa gesti.

Fyrri athöfnin hefst kl 11:00 og seinni kl 13:30 og eru þær opnar öllum. Siðmennt, félag siðrænna húmanista hvetur fólk sem vill kynna sér borgaralega fermingu til að mæta og upplifa þessa útskriftarathöfn fermingarbarnanna af eigin raun.

Nánari upplýsingar gefur Jóhann Björnsson s: 844 9211 og Hope Knútsson s: 694 7486

Lógó SiðmenntarHér eru upplýsingar er varða fermingarathöfnina sem haldin verður 27. apríl næstkomandi. Þessar upplýsingar hafa nú þegar einnig verið sendar með venjulegum pósti.

Í Morgunblaðinu 23. febrúar s.l. svarar Gunnar Jóhannesson sóknarprestur grein minni frá 17. febrúar þar sem ég gagnrýni viðhorf biskups til trúlausra. Gunnar heldur því fram að guðlaus heimsskoðun geti ekki lagt okkur “siðferðislegar skyldur” á herðar. Enn og aftur koma fram sorgleg vantrú á manngildi og fordómar gagnvart trúlausum.

Lesa áfram ...


Login