Andlát: Gísli Gunnarsson

Gísli Gunnarsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands og einn af stofnfélögum Siðmenntar, er látinn 82 ára að aldri. Gísli var ötull talsmaður Siðmenntar

Lesa meira »

Áhrif COVID-19

Smelltu á gjallarohornið til að lesa um áhrif COVID-19 á fermingarfræðslu og fermingarathafnir.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Siðmennt á Facebook

Í borgaralegum fermingarathöfnum setja fermingarbörnin svip á athafnirnar með skemmtiatriðum. Hér eru myndir af þeim Jökli, Jörundi, Álfrúnu og Hugrúnu sem voru með atriði þann 30. ágúst síðastliðinn. Jökull flutti frumsaminn texta um borgaralega fermingu, Jörundur lék listavel á saxófón, Álfrún sýndi loftfimleika og Hugrún lék á Hörpu.
Skráning fyrir borgaralega fermingu er í fullum gangi á sidmennt.is/ferming/skraning-i-bf/
Myndir: Leifur Wilberg Orrason
... Sjá meiraSjá minna

Efahyggjumaðurinn og Íslandsvinurinn James Randi er látinn, 92 ára að aldri. Randi var um áratuga skeið leiðandi í Bandaríkjunum í að fletta ofan af svikahröppum og falsmiðlum.

Þá kom hann á fót sérstakri stofnun, The James Randi Educational Foundation, sem hét hverjum þeim sem sýnt gæti fram á yfirnáttúrulega hæfileika einni milljón bandaríkjadala. Margir hafa spreitt sig en enginn staðist prófið.

Randi kom til Íslands árið 2010 og hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskóla Íslands sem bar heitið "Svefn skynseminnar" - Í fyrirlestrinum fjallaði Randi um nýjar ófreskjur sem att er fram til að féfletta og níðast á auðtrúa almenningi um allan heim.

Heimsókn James Randi var samstarfsverkefni Siðmenntar og Vantrúar, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri, þar sem Randi stillti sér upp með stjórnarfólki úr báðum félögum.

Við minnust Randi með hlýju og kveðjum öflugan bandamann í stríðinu gegn hindurvitnum.
... Sjá meiraSjá minna

Efahyggjumaðurinn og Íslandsvinurinn James Randi er látinn, 92 ára að aldri. Randi var um áratuga skeið leiðandi í Bandaríkjunum í að fletta ofan af svikahröppum og falsmiðlum.
Þá kom hann á fót sérstakri stofnun, The James Randi Educational Foundation, sem hét hverjum þeim sem sýnt gæti fram á yfirnáttúrulega hæfileika einni milljón bandaríkjadala. Margir hafa spreitt sig en enginn staðist prófið.
Randi kom til Íslands árið 2010 og hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskóla Íslands sem bar heitið Svefn skynseminnar - Í fyrirlestrinum fjallaði Randi um nýjar ófreskjur sem att er fram til að féfletta og níðast á auðtrúa almenningi um allan heim.
Heimsókn James Randi var samstarfsverkefni Siðmenntar og Vantrúar, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri, þar sem Randi stillti sér upp með stjórnarfólki úr báðum félögum.
Við minnust Randi með hlýju og kveðjum öflugan bandamann í stríðinu gegn hindurvitnum.

Skrifa athugasemd á Facebook

Færri komust að en vildu á fyrirlesturinn á sínum tíma. Salurinn tók 180 manns í sæti en um 300 var hleypt inn að lokum og einhverjr þurftu frá að hverfa. Hér má sjá upptöku frá fyrirlestrinum fyrir áhugasama youtu.be/9mEFxW1Ip7M

Á vefsíðu Vantrúar má svo lesa ítarlega umfjöllun um fyrirlesturinn og heimsóknina - www.vantru.is/2010/07/16/14.00/

Ekki veitir af svona mönnum til að vinna gegn öllu þessu vanheilaga trúarrugli sem nóg er af hvarvetna.

Load more