Siðmennt

Málsvari manngildisstefnu og frjálsar hugsunar.

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, var stofnað 1990. Félagið er málsvari manngildisstefnu (húmanisma) og frjálsrar hugsunar, óháð trúarsetningum, og stendur fyrir veraldlegum athöfnum.

Meira um Siðmennt

Það er mikilvægt að eiga val.

Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum.

Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur.

Nánari upplýsingar um borgaralega fermingu

Fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir.

Siðmennt býður uppá uppá þjónustu athafnarstjóra við fallegar veraldlegar eða húmanískar nafngjafarathafnir til þess að gefa barni formlega nafn og fagna þeirri merku ákvörðun í lífi þess og fjölskyldunnar.

Meira um veraldlega nafngjöf

Siðmennt leiðir pör saman til giftingar óháð kynhneigð eða lífsskoðun.

Veraldleg/húmanísk gifting fer fram til að fagna því að par (óháð kynhneigð) vill opinbera heit sín til hvors annars á formlegan og hátíðlegan máta fyrir framan fjölskyldu sína og vini.

Nánar um veraldlega giftingu

Til að minnast látins ættingja eða vinar á virðulegan máta.

Veraldleg útför fer fram til að minnast á formlegan og virðulegan máta látins ættingja eða vinar rétt eins og þær trúarlegu, en munurinn er sá að í veraldlegri athöfn fer ekki fram lestur trúarlegra ritninga, bænalestur eða sálmasöngur.

Meira um veraldlega útför

Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus og óháð trúarbrögðum.

Stjórnvöld eiga að tryggja frelsi einstaklinga og vernda rétt þeirra til að lifa samkvæmt þeim lífsskoðunum sem þeir sjálfir kjósa. Stjórnvöld eiga að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eiga ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Meira um áherslur Siðmenntar í trúfrelsismálum

Taktu þátt í starfsemi Siðmenntar!

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Til viðbótar við hinn félagslega ávinning að því að vera félagi í Siðmennt fá félagar afslátt af athafnaþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins svarar öllum skriflegum erindum félagsmanna og aðstoðar eftir bestu getu og aðstöðu.

Hafðu samband

Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar, skrifar:

Jóhann BjörnssonÞað var ánægjulegt fylgjast með 14 unglingum taka þátt í fyrstu borgaralegu fermingunni í mínum gamla heimabæ, Reykjanesbæ þann 18. apríl s.l. Athöfnin fór fram viðstöddu fjölmenni í sal fjölbrautaskólans. Í kjölfar athafnarinnar hafa margir spurt hvað borgaraleg ferming ? Fyrsta borgaralega fermingin fór fram hér á landi árið 1989 þegar sextán börn fermdust. Í ár eru þau 305.

Borgaralegar fermingar tíðkast víðar en á Íslandi og eru sérstaklega vinsælar í Noregi. Þar fór fyrsta borgaralega fermingin fram árið 1951 og var þá Gro Harlem Bruntland fyrrverandi forstætisráðherra Noregs á meðal fermingarbarna. Tilgangur borgaralegrar fermingar er meðal annars efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins með uppbyggilegri fræðslu. Á fermingarnámskeiðunum er megináhersla lögð á efla umhugsunarvirkni barnanna með því þjálfa gagnrýna hugsun og þátttöku í heimspekilegum samræðum þar sem meðal annars er tekist á við ýmis siðferðileg álitamál.

Eins og annarsstaðar þar sem borgaralegar fermingar tíðkast er orðið ferming notað enda hefur orðið ýmsar merkingar. Ein merking orðsins felst í styðja og styrkja og er litið svo á með borgaralegri fermingu verið styðja og styrkja unga fólkið í verða heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi.

Félagið Siðmennt stendur fyrir borgaralegum fermingum og geta öll ungmenni tekið þátt burtséð frá trúareða lífsskoðunum.

Jóhann Björnsson
formaður Siðmenntar

BF-Salnum-2015

Ræða sem Bryndís Björgvinsdóttir flutti við borgaralega fermingu í Salnum í Kópavogi 26. apríl 2015.

Bryndís Björgvinsdóttir

Kæru fermingarbörn 2015 og aðstandendur þeirra – komið þið sæl og til hamingju með daginn.

Tveir ungir fiskar eru að synda saman. Til móts við þá syndir eldri fiskur og rétt áður en hann syndir fram hjá ungu fiskunum segir hann góðlátlega: Góðan daginn! Hvernig er vatnið? Ungu fiskarnir tveir svara engu. Þeir synda áfram um stund þar til annar þeirra rýfur þögnina og spyr hinn: Hvað er eiginlega … vatn?

Þessi saga um fiskana er brandari. En hún er líka dæmisaga (já, þið komist ekki undan því að heyra dæmisögur – þótt þið séuð ekki í kirkju!) Hvað er vatn? spyr fiskur sem lifir og hrærist í vatni – daginn út og inn – og getur í raun og veru ekki lifað án þess. En hvaða boðskap hefur brandarinn að geyma? Hvað er vatn?

Hér kemur annar brandari eða önnur dæmisaga: Tveir menn ræða saman um trúmál. Annar trúir á guð en hinn ekki. Sá sem trúir ekki á guð segir: Sjáðu nú til, um daginn var ég uppi á Grænlandsjökli í brjáluðu veðri. Ég villtist og var að krókna úr kulda. Þannig að ég prófaðibiðja til guðs, og sagði: Ó guð, ef þú ert til, viltu þá hjálpa mér núna – annars mun ég deyja?“ En það auðvitað ekki.“ Trúaði maðurinn glottir við tönn og segir: „En bíddu nú við. Þú ert hér, er það ekki? Þér var greinilega bjargað! Guð hefur bjargað þér! Sá sem trúir ekki ranghvolfir þá augunum og svarar: Nei, guð bjargaði mér ekki. Tveir Iníútar komu að mér og báru mig til byggða.

Ég er ekki að segja ykkur þessa sögu til að sannfæra ykkur hér og nú, um að guð sé til – eða alls ekki. Þessi saga sannar í raun ekkert nema eftirfarandi: Oftar en ekki má skoða hlutina út frá nokkrum sjónarhornum. Þannig geta tvær manneskjur upplifað sama atburðinn út frá tveimur mismunandi og jafnvel gjörólíkum sjónarhornum – enda er upplifunin okkar af heiminum allskonar, og sjónarhorn hvers og eins er ekki hægt að mæla eða vega eða meta eins og um skónúmer eða kílófjölda sé að ræða. Það eina sem við getum gert, er að reyna að tileinka okkur ákveðið sjónarhorn á umhverfi okkar og samfélag – og reyna að hugsa um það. Og huga að því hvernig við hugsum.

Þannig getum við farið út í búð á háannatíma, af því að ískápurinn okkar er tómur. Við finnum ekkert bílastæði nálægt búðinni – því þau eru öll upptekin – og endum á að þurfa að leggja lengst í burtu og labba heila fimmtíu metra í hálku og norðanátt. Þegar inn í búðina er komið, finnst okkur fólkið þar inni vera of hávært og ungbörnin gráta óþarflega frekjulega. Einhver kona grípur síðasta pakkann af Toffy Pops eða bláu Dorritos – akkúrat því sem okkur hafði hlakkað mest til að kaupa. Einver kall rekst í okkur með kerrunni sinni og æðir svo fram úr okkur til að komast á undan okkur í röðina. Þegar það kemur loksins að okkur býður kassadaman okkur góðan daginn með röddu sem er jafn tilfinningalaus og hraðbanki. Og kona sem hún hafði verið að afgreiða á undan okkur, treður sér aftur að kassanum, með kassakvittunina á lofti til að gera athugasemd spyrja hvort kassadaman hafi nokkuð stimplað eitthvað vitlaust inn því talan á strimlinum er ekki rétt miðað við verðmerkingarnar í hillunni. Þetta tefur okkur ferlega. Það sýður á okkur þegar kassadaman lætur okkur bíða á meðan hún rannsakar strimilinn með konunni. Síðan berum við þunga pokana út í bíl. Og stuttu síðar kemur í ljós að umferðin heim hefur þyngst á meðan við vorum í búðinni. Svo ekki sé minnst á allar holurnar í veginum – sem tefja fyrir okkur líka – og vegagerðin átti að laga síðasta sumar.

BF-Salnum-2015Það kannast allir við svona búðarferð. En ef við hugsum betur út í hana – þá sjáum við að hún lýsir ákveðnu sjónarhorni á heiminn, sem er okkur svo tamt: hvernig við upplifum stundum skólann, vinnustaðinn, almannarýmið, annað fólk. Á þennan sjálfhvera hátt, þar sem við erum miðpunkturinn og annað fólk er beinlínis fyrir okkur: Okkur langar að fá eitt af bílastæðunum sem eru næst búðinni. Okkur langar að kaupa síðasta pakkann af Toffey Pops eða Dorritos. Okkur langar að fá skjóta þjónustu. Okkur langar að kassadaman leggi sig fram um að heilsa okkur almennilega. Okkur langar lenda ekki á rauðu ljósi.

Manneskjan er því miður þeim ókosti gædd, að hún getur ekkert vitað – og ekkert upplifað – nema í gegnum höfuðið á sjálfri sér. Hún getur ekki vitað eða skilið hvað aðrir eru að hugsa eða hvernig þeim líður nema þeir beinlínis stafi það ofan í hana. Sem tengist því, að örugglega allir hérna inni hafa einhvertímann velt fyrir sér, hvort þeir séu kannski hugsanlega mögulegamiðpunktur alheimsins! Hvort að þeir séu kannski þeir einu sem raunverulega eru til. Og aðrir séu þá einskonar vélmenni sem hafa það hlutverk eitt, að blekkja okkur til láta okkur líða eins og við séum ekki ein. Til að láta okkur líða eins og við séum í samfélagi – þegar við er í raun og veru alein og þau einu sem finnum til. Og allt snýst því í raun um okkur. Því við erum þau einu sem lifum. Og hugsum.

Þannig eigum við það til – öll hérna inni – bara sem manneskjur – að vera sífellt með hugann við það sem á sér stað inni í höfðinu okkar. Í stað þess veita því athygli sem er að gerast fyrir utan okkur – í kringum okkur. Í höfðinu á öllum hinum.

Endurtökum búðarferðina – en út frá öðru sjónarhorni. Nú skulum við líta sem svo á að umferðarþunginn, raðirnar í búðinni, og allt fólkið í kringum okkur gefi okkur tækifæri á hugsa. Og taka eftir. Taka eftir umhverfinu í kringum okkur. Konan sem gerir athugasemd við verðlagið á strimlinum virðist vera stressuð. Kannski var hún að klára síðasta aurinn sinn. Kannski vissi hún, að hún ætti rétt nóg fyrir akkúrat þessum innkaupum, og vill því fá að vita hvort hún hafi misreiknað sig eða hvort vörurnar hafi í raun og veru verið vitlaust verðmerktar. Kannski má hún alls ekki við því að fara „yfir“ á debetkortinu sínu – eins og sagt er, og fá rukkun – ofan á alla hina reikningana. Og kannski á maðurinn sem rakst í okkur, og tróðst fram úr okkur að röðinni, barn sem er eitt heima og er bara fimm ára og með ælupest. Kannski er kassadaman við það að klára níu tíma vakt, við að afgreiða fólk eins og þig, og bara getur ekki sagt „góðan daginn“ á innilegri hátt – en hún bauð þó góðan daginn. Og hverju svaraðir þú?

Það þarf samt ekki að vera, að svona sé baksaga þessa fólks – en það er samt ekki ólíklegt heldur.

Eins gæti kennarinn sem var fúll í stærðfræði í dag, hafa verið andvaka í alla nótt því maki hans tilkynnti honum kvöldið áður að hann vildi skilnað. Eða af því að hann er alltaf með bakverk, en getur bara ekki hugsað sér að liggja kyrr heima því nemendurnir mega ekki við því að missa af fleiri stærðfræðitímum eigi þeim að ganga vel í prófunum í vor. Og eins á hver og einn nemandi í öllum skólanumsína sögu, og er áhugaverður á sinn hátt höfum við tekið eftir öllum í árganginum? Eða tökum við bara eftir sumum? Alltaf þeim sömu?

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, sem skrifaði meðal annars bókina um Jón Odd og Jón Bjarna, sagði í útvarpinu um daginn að hún hafi skrifað á þriðja tug barnabóka meðal annars vegna þess að hún tekur vel eftir umhverfi sínu; hún fylgist vel með fólki, fuglunum í trjánum og hvernig fjöllin í kringum hana eru á litin. 

Sigurður Eggertsson, fyrrverandi handboltakappi, sagði um daginn að það væri vissulega erfitt að keyra um götur bæjarins, þar sem þær væru allar morandi í holum. En að honum þætti það gefa bíltúrunum sjarmerandi blæ – þar sem hann horfir þá meira í kringum sig, betur á veginn, tekur eftir umhverfinu og er á staðnum. Ekki lengur svefngengill á færibandi gatnakerfisins, tómur til augnanna, fljótandi með straumnum, sagði hann. Mér þykir líka einhver sveitarómantík í þessu, hélt hann svo áfram umhverfið minnir á sig og maður upplifir sig meira eins og þátttakanda í heiminum.

Eitt skýrasta dæmi um mikilvægi þess að taka eftir umhverfinu er sagan af Evu Röver. Eva er sextán ára nemenda í Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Hún kom að björgun tveggja drengja úr Læknum þar í bæ. Hún þekkti þá ekki neitt, en hún var á gangi þegar hún verður vör við óvenjulega hegðun fólks við stífluna og ákveður – án þess að hugsa sig tvisvar um – að leggja lykkju á leið sína til að athuga hvað sé á seyði. Í kjölfarið leikur hún stórt hlutverk í björgun drengjanna og kemur þannig beint að þeirri staðreynd að báðir eru þeir á lífi í dag.

Spurning eldri fisksins: Hvernig er vatnið? er spurning sem varðar okkur öll. Því það er samfélagslegt hagsmunamál okkar allra að fylgjast með vatninu. Og að vatnið sé gott. Og eins og fiskarnir í sögunni, erum við öll í sama vatninu.

En hvað er vatn?

Vatnið er hversdagurinn, umhverfið og samfélagið í kring. Þetta sem stendur okkur svo nærri en við tökum samt svo sjaldan eftir. Náttúran og loftið. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt en um leið tökum við því sem sjálfsögðum hluti og horfum iðulega beint í gegnum það – oft til að reyna að eygja eitthvað annað, meira spennandi. Og það er ekki nóg með það, að vatn sé allt í kringum okkur – því sjálf erum við auðvitað vatn líka. 70% vatn, ef einhver vill fjarlæga sig dæmisögunni og líta frekar til líffræðinnar.

Dagurinn í dag er dagur sem flest ykkar eiga eftir að muna um aldur og ævi. Ykkur á líklegast eftir að ráma eitthvað í athöfnina í dag seinna meir – en líklegast eigið þið eftir að muna enn betur eftir veislunni framundan. Og takið endilega vel eftir henni og lítið í kringum ykkur. Takið ekki bara eftir fötunum sem þið sjálf eruð í – takið líka eftir fötum allra hinna. Og sið hvað allir eru fínir í dag! Búnir að fara í bað og hafa sig til. Eru blóm í veislunni? Hvaða blóm – og hvernig er þeim raðað saman? Hver raðaði þeim saman á svona mikilfenglegan hátt? Hver fór og sótti þau og settu þau akkúrat þarna? Hvað er svo á boðstólnum? Hvernig eru kökurnar skreyttar? Hver lagði á sig alla þessa handavinnu – að skreyta kökurnar svona fagurlega? Hvernig borðar fólk í kringum ykkur – jafnvel þeir sem ruddust fram fyrir ykkur bara til að ná síðustu sneiðinni af bestu kökunni? Eru þeir þá að borða kökuna græðgislega eða hægt og rólega og njóta hvers bita? Hversu margir hafa eiginlega lagt hönd á plóg til að gera þennan dag góðan og eftirminnilegan? Það er rosalega mikið af fólki, sem kemur að einni svona veislu – svona þegar maður pælir í því.

Og í þessu fólki, og þessum kökum og mat og drykkjum og blómum – og holunum í veginum á leiðinni heim – er ansi mikið vatn.

Af því að þið eruð vatn.
Og þetta allt er vatn.

Takk fyrir.

Ræðan er að hluta til unnin út frá ræðu sem bandaríski rithöfundurinn David Foster Wallace (1962-2008) hélt við Kenyon College 21. maí 2005

Bryndís Björgvinsdóttir

Jónas Sigurðsson

Ræða sem Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður, flutti við borgaralega fermingu í Reykjanesbæ 18. apríl 2015.

Jónas SigurðssonKæru fermingarbörn, foreldrar, forráðamenn og systkini, afar og ömmur, langömmur, langafar og aðrir gestir.

Takk fyrir að sýna mér þann heiður að fá að tala fyrir ykkur í dag.

Þið eruð svo falleg krakkar og flott.  Til hamingju með þennan merkilega áfanga.  Þetta er stór dagur í lífi ykkar allra.   Fermingardagurinn sjálfur.   Þetta er dagur sem þið eigið líklega eftir að muna alla ævina.  Það hljómar kannski ekki svo merkilega í dag en ég get sagt ykkur að þeir verða merkilegri og merkilegri með hverju árinu sem líður, þessi sérstöku dagar í lífi okkar.   Fermingin er einn af þessum stóru viðburðum sem maður bíður eftir árum saman.

Ég man hversu lengi ég beið eftir minni fermingu.  Ég man þegar ég var 10 ára og hugsaði,  “eftir 4 ár fermist ég”.  Það hefðu alveg eins getað verið tíu þúsund ár.  Ég man svo þegar það var bara eitt ár í ferminguna mína.  Það var alveg ótrúlega langur tími.  Þegar maður er 12-13 ára er eitt ár eins og heil eilífð.  Þegar maður er 40 ára er finnst manni eitt ár svona eins og jólafríið er hjá ykkur krökkunum.   Mér skilst að þegar maður er orðinn svona 80 ára þá er eitt ár svona eins og einn þáttur af Modern Family.   

Lesa áfram ...

Sævar Helgi Bragason

Ræða sem Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands, flutti við borgaralega fermingu sem fór fram í Háskólabíói  12. apríl 2015.

Heil og sæl öllsömul!

Sævar Helgi BragasonTil hamingju með daginn!

Það er mér sönn ánægja að vera treyst til að ávarpa ykkur í dag.

Um hvað talar maður eiginlega á svona degi og fyrir framan svona glæsilegan hóp?

Mig langar mest af öllu til að segja ykkur frá magnaðasta stað sem ég veit um, alheiminum, en þá getur verið erfitt að stoppa mig og við gætum verið hér þangað til í næstu viku — sem byrjar reyndar bara á morgun. Það er víst ekki nægur tími til þess.

Talandi um tíma. Kannski ætti ég að segja ykkur frá því af hverju tíminn líður hægar nálægt svartholum og af hverju þið yrðuð eins og spaghettí ef þið félluð ofan í svarthol? Kannski ætti ég að segja ykkur frá stað þar sem sólin skín aldrei? Nei, það má alveg misskilja hvar sá staður er. Sá staður sem ég er með í huga er annars á tunglinu.

Ef til vill datt einhverjum í hug staður á líkama okkar. Já, líkaminn. Kannski ætti ég að segja frá fallegustu staðreynd sem ég veit um: Þá staðreynd að öll frumefnin í líkömum okkar — járnið í blóðinu, kolefnið í vöðvunum og kalsíumið í beinunum —  urðu til þegar stærstu stjörnurnar í alheiminum sprungu og dreifðu innyflum sínum um geiminn, svo að nýjar stjörnur, eins og sólin okkar og Jörðin og lífið, gátu fæðst úr öskustónni. Þið eruð bókstaflega stjörnuryk! Eiginlega mætti segja að þið séuð ruslið í alheiminum. Og ég meina það alls ekki á neikvæðan hátt. Við öll, lífið á Jörðinni, erum nefnilega ótrúlega merkilegt rusl: Gáfaðar leifar sprunginna stjarna sem velta eigin uppruna og örlögum fyrir sér! Finnst ykkur það ekki merkilegt?

Lesa áfram ...

Stjórnarskrá

Siðmennt styður frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940,
með síðari breytingum (guðlast).

Félagið sendi Alþingi eftirfarandi umsögn þann 19. febrúar 2015

___

Siðmennt styður framlagt frumvarp til laga um almenn hegningarlög (guðlast).

Í bréfi sem Siðmennt sendi þingmönnum 16. október 2014 segir meðal annars orðrétt:

„9. Lagt er til að 125 gr. í lögum nr. 19/1940 verði afnumin en sú grein fjallar um guðlast

Lögin eru óþörf og óviðeigandi. Þau hefta tjáningar- og skoðunarfrelsi fólks. Í könnun sem Pew Research Centre gerði árið 2012 kemur fram að lög gegn guðlasti eru í tæpum fjórðungi ríkja heims og sérstök lög sem banna fólki að skipta um trú (apostasy) eru í 11% ríkja.

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út árið 2012 „Rabat aðgerðaráætlunina“ (Rabat plan of Action) um bann við hatursorðræðu á grundvelli þjóðernis, kynþátta eða trúarlegs haturs sem hvetur til mismununar, óvildar eða ofbeldis. Þar er hvatt til þess að lög eða lagaákvæði um guðlast verði afnumin.

Oft eru ríki þar sem skortur er á lýðræði og frelsi gagnrýnd fyrir að refsa fólki fyrir guðlast og þá jafnvel með dauðadómi. Þegar þessi ríki eru gagnrýnd benda talsmenn þeirra oft, réttilega, á að sambærileg lög séu einnig í gildi í „vestrænum“ lýðræðisríkjum. Því eru það mikilvægt skilaboð til umheimsins að afnema lög um guðlast á Íslandi. Ríki sem beita slíkum lögum með alvarlegum afleiðingum eiga ekki að geta bent til að mynda á Ísland og sagt að svona sé þetta nú líka þar.“

Afnám 125. greinar laga nr. 19/1940 er því í fullu samræmi við stefnu Siðmenntar í trúfrelsismálum.

___

731-sidmennt-profilepic

Vegna aftakaverðurs á höfuðborgarsvæðinu í dag þriðjudag hefur námskeiði Siðmenntar, sem vera átti kl 16:30 í Kvennó, verið frestað.

Logo_large

Á nýliðnum aðalfundi var Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari, kosinn nýr formaður. Tekur Jóhann við formennsku af Hope Knútsson sem gegnt hefur embættinu undanfarin 19 ár.

Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var haldinn í gær þar sem ný stjórn skipti með sér verkum.

Stjórn Siðmenntar 2015:

Jóhann Björnsson – Formaður
Sigurður Hólm Gunnarsson – Varaformaður
Steinar Harðarson – Gjaldkeri
Steinunn Rögnvaldsdóttir – Ritari
Hope Knútsson – Stjórnarmaður

Lesa áfram ...

Jóhann Björnsson

Jóhann Björnsson, nýkjörinn formaður Siðmenntar, flutti eftirfarandi ávarp í Laugarneskirkju 1. mars 2015 á samkomu um trúfrelsi.

Í Oxford yfirlýsingunni um hugsana og tjáningarfrelsi sem alþjóðasamtök húmanista (International Humanist and Ethical Union) gaf út eftir heimsþingið 2014 segir meðal annars:

Lesa áfram ...

Aðalfundur_Hope_ræða

Aðalfundur_Hope_ræða

Til hamingju með 25 ára afmæli Siðmenntar! Siðmennt vex mjög hratt! Vorið 2013 áður en við fengum skráningu sem lífsskoðunarfélag voru 300 manns í félaginu og nú eru félagarnir orðnir 1200! Þetta er mikill vöxtur og sýnir að í samfélaginu hefur verið þörf á fleiri valkostum en eingöngu trúfélögum. Fólk leitar til Siðmenntar fyrst og fremst til að nýta sér þjónustu okkar. Árið 2014 var Siðmennt með 114 veraldlegar athafnir (nafngjöf, giftingar og útför) sem var 44% aukning frá árinu á undan. Einnig var 40% fjölgun í borgaralegri fermingu. Fermingarathafnir okkar í fyrra voru 9 talsins, þar af tvær á nýjum stöðum, á Flúðum og á Höfn. Nú í vor eru bæði námskeið og athöfn á nýjum stað: Reykjanesbæ. Annað ár í röð eru fermingarbörnin rúmlega 300.

Við erum með miklu fleiri verkefni en nokkru sinni fyrr, erum orðin miklu þekktari, erum að gera mjög marga góða hluti en við erum enn umdeild sem er í sjálfu sér bara fínt! Sem málsvari manngildisstefnu og frjálsrar hugsunar reynum við að nýta sem flest tækifæri til að vekja athygli á trúfrelsismálum, siðferðismálum og mannréttindum.

 

Lesa áfram ...

Aðalfundur_Jóhann_vefur

Aðalfundur_Hope_Jóhann2Á aðalfundi Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi sem haldinn var 26. febrúar, urðu formannaskipti í félaginu. Hope Knútsson, stofnandi félagsins og formaður til 19 ára, ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Var Hope kærlega þakkað fyrir hennar framlag í þágu siðræns húmanisma en félagið heldur upp á 25 ára starfsafmæli félagsins á þessu ári. Á fundinum var einnig ákveðið að gera Hope Knútsson að heiðursfélaga í Siðmennt.

Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari, var kosinn nýr formaður. Jóhann hefur verið yfirmaður fermingarfræðslu borgaralegrar fermingar síðastliðin 17 ár. Hann hefur setið í stjórn Siðmenntar í á annan áratug og hefur víðtæka reynslu úr starfi siðrænna húmanista.

Lesa áfram ...


Afmælishátíð Siðmenntar

Skráning á afmælishátíð Siðmenntar

Að tilefni 25 ára afmælis Siðmenntar verður sérstök hátíðardagskrá laugardaginn 3. október kl 20-23 í Salnum í Kópavogi.

Felix Bergsson stýrir hátíðinni. Boðið verður upp á tónlist og aðra skemmtun. Nákvæm dagskrá auglýst síðar.

Í Salnum eru sæti fyrir tæplega 300 manns og eru félagsmenn hvattir til að fagna saman og er aðgangur ókeypis.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi eru félagsmenn hvattir til að skrá sig á hátíðina sem fyrst.

Skráðu þig á hátíðina hér

Hafðu samband

Hafðu samband

Viltu gerast félagi í Siðmennt?

Siðmennt fagnar nýjum félögum. Skráðu þig í félagið ef þú vilt styðja eða taka þátt í starfsemi Siðmenntar

Skráðu þig í Siðmennt

Sendu okkur tölvupóst

Borgaraleg ferming

Skráning í BF

Login